Fréttir

Tilnefningar: Íslensku þýðingaverðlaunin

Tilkynnt var um tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna á Borgarbókasafninu í Grófinni í dag, fimmtudag 24. nóvember.

Tilnefnd eru:

Árni Óskarsson fyrir skáldsöguna Fjársjóðseyjan eftir Robert Louis Stevenson.

Áslaug Agnarsdóttir, Bragi Ólafsson, Magnús Sigurðsson, Olga Holownia og Óskar Árni Óskarsson fyrir ljóðasafnið Neyðarútgangur eftir Ewu Lipsku.

Hallgrímur Helgason fyrir leikritið Othello eftir Shakespeare.

Ófeigur Sigurðsson fyrir skáldsöguna Verndargripur eftir Roberto Bolaño.

Sölvi Björn Sigurðsson og Sigurður Pálsson fyrir ljóðasafnið Uppljómanir og Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál