Fréttir

Tilnefningar: fjöruverðlaunin

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar á Borgarbókasafninu í Grófinni í gær, þriðjudag 7. desember.

Þær eru eftirfarandi.

Í flokki fagurbókmennta hljóta tilnefningu þrjár skáldsögur, þær eru:

Sigríður Hagalín Björnsdóttir fyrir Eyland (Benedikt bókaútgáfa)
Sigrún Pálsdóttir fyrir Kompu (Smekkleysa)
Steinunn G. Helgadóttir fyrir Raddir úr húsi loftskeytamannsins (JPV útgáfa)

Dómnefnd skipa Bergþóra Skarphéðinsdóttir íslenskufræðingur, Guðrún Lára Pétursdóttir ritstjóri tímaritsins Börn og menning, og Salka Guðmundsdóttir leikskáld og þýðandi.

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:

Elva Björg Einarsdóttir fyrir Barðastrandarhreppur – göngubók (höfundur gefur út)
Hildur Eir Bolladóttir fyrir Hugrekki – saga af kvíða (Vaka-Helgafell)
Steinunn Sigurðardóttir fyrir Heiða – fjallabóndinn (Bjartur)

Dómnefnd skipa Erla Elíasdóttir Völudóttir þýðandi, Helga Haraldsdóttir sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu , og Sigurrós Erlingsdóttir íslenskukennari.

Í flokki barna- og unglingabókmennta:

Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir fyrir Doddi: bók sannleikans (Bókabeitan)
Kristín Ragna Gunnarsdóttir fyrir Úlfur og Edda: dýrgripurinn (Bókabeitan)
Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fyrir Íslandsbók barnanna (Iðunn)

Dómnefnd skipa Arnþrúður Einarsdóttir kennari, Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður, og Þorbjörg Karlsdóttir bókasafnsfræðingur.

 

 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál