Fréttir

Þýðendur í Gunnarshúsi

Þriðjudagskvöldið 7. febrúar kl. 20 verða verk sem tilnefnd eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynnt í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, Reykjavík. Óvenjumargir þýðendur eru tilnefndir til verðlaunna í ár en verkin sjálf eru fimm:

Fjársjóðseyjan eftir Robert Louis Stevenson, í þýðingu Árna Óskarssonar

Ljóðasafnið Neyðarútgangur eftir Ewu Lipska, í þýðingu Olgu Hołownia, Áslaugar Agnarsdóttur, Braga Ólafssonar, Magnúsar Sigurðssonar og Óskars Árna Óskarssonar

Leikritið Óþelló eftir William Shakespeare, í þýðingu Hallgríms Helgasonar

Ljóðasöfnin Uppljómanir og Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud, í þýðingu Sigurðar Pálssonar og Sölva Björns Sigurðssonar

Skáldsagan Verndargripur eftir Roberto Bolaño, í þýðingu Ófeigs Sigurðssonar

Þýðendur tilnefndu verkanna kynna þau, spjalla við áheyrendur og svara spurningum um verkin og vinnu sína.

Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál