Fréttir

Tilnefningar: bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 voru kynntar í morgun, fimmtudag 23. febrúar.

Íslenskar tilnefningar að þessu sinni eru ljóðabókin Frelsi eftir Lindu Vilhjálmsdóttur og endurminningabókin Og svo tjöllum við okkur í rallið eftir Guðmund Andra Thorsson.

Þetta er í fyrsta sinn sem Linda er tilnefnd til verðlaunanna en Guðmundur Andri var áður tilnefndur fyrir Valeyrarvalsinn árið 2013. Báðar bækurnar voru tilnefndar til menningarverðlauna DV í bókmenntum 2015 og Frelsi hlaut þau verðlaun. Hún var einnig valin ljóðabók ársins sama ár af starfsfólki bókaverslana.

Á vef Norðurlandaráðs fá finna heildarlista tilnefninganna auk nokkuð ítarlegra kynninga á tilnefndum verkum.

Sjá einnig síður Guðmundar Andra og Lindu Vilhjálmsdóttur hér á Bókmenntavefnum.

 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál