Sigfús Bjartmarsson fæddist í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu þann 19. júlí 1955. Hann fluttist með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur fjögurra ára gamall en var með annan fótinn norður í landi fram á fullorðinsár. Hann las sagnfræði við Háskóla Íslands en lagðist síðan í ferðalög, ferðaðist um Rómönsku Ameríku, eyjar í Karíbahafi, Bandaríkin, Evrópu og Mið-Austurlönd. Milli ferðalaga vann hann fyrir sér með járnabindingum og gulrófnarækt. Hann hélt síðan aftur í reisur til Rómönsku Ameríku árin 1998 og 1999.

Ferðalögin hafa ætíð blásið Sigfúsi anda í brjóst. Fyrstu ljóðabækur hans, Út um lensportið (1979) og Hlýja skugganna (1985), geyma meðal annars svipmyndir þess sem fyrir augu bar í ferðalögunum. Ferðasagan Sólskinsrútan er sein í kvöld, byggir á ferðum hans til Mexíkó og Guatemala en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2001, líkt og ljóðabókin Andræði sem kom út 2004. Sigfús hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum 1999 fyrir smásagnasafnið Vargatal sem geymir sögur af íslenskum rándýrum. Sigfús hefur einnig lagt stund á þýðingar, meðal annars hefur hann þýtt verk eftir argentíska skáldið Jorge Luis Borges og mexíkóska skáldið Octavio Paz.

Sigfús býr í Reykjavík.

Forlag: Bjartur


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál