Sindri Freysson fæddist þann 23. júlí 1970. Hann nam heimspeki og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem blaðamaður, meðal annars hjá Morgunblaðinu.

Fljótið sofandi konur, fyrsta ljóðabók Sindra, kom út árið 1992. Síðan hefur hann sent frá sér verk af ýmsum toga, meðal annars fleiri ljóðabækur, smásagnasafn, skáldsögur og barnabók. Sindri hefur einnig skrifað leikrit fyrir Stúdentaleikhúsið. Greinar og skáldskapur eftir hann hafa birst í ýmsum blöðum og tímaritum. Skáldsaga Sindra, Augun í bænum, hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 1998. Þá var ljóðabókin Harði kjarninn (njósnir um eigið líf) tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2000. Haustið 2009 sendi Sindri frá sér tvö verk, ljóðabók og skáldsögu.  Ljóðveldið Ísland geymir ljóðabálk sem er tileinkaður sögu lýðveldisins frá stofnun þess 1944 fram yfir efnahagshrunið 2008, en skáldsagan nefnist Dóttir mæðra minna og gerist á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nýjasta verk Sindra, ljóðabókin Í klóm dalalæðunnar kom út haustið 2011 og hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sama ár.

Sindri Freysson býr í Reykjavík.

Forlag: Veröld / Svarta forlag.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:

Upplestur

Erfðaskrá íslenska vinnualkans (14,44 MB) – Ljóð úr (M)orð og myndir

Flóttinn (10,79 MB)

Gamalt vetrarljóð (7,56 MB) – Ljóð úr (M)orð og myndir

Hinsta kveðjan (7,56 MB) – Ljóð úr (M)orð og myndirSkipta um leturstærð


Tungumál