Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson) fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1962. Hann hóf rithöfundarferil sinn ungur sem ljóðskáld og kom fyrsta ljóðabók hans, Sýnir, út 1978 en fyrr sama ár gaf hann út einblöðung með þremur ljóðum. Sjón var einn af stofnendum súrrealistahópsins Medúsu og varð snemma áberandi í listalífi Reykvíkinga.

Hann hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka og skáldsögur, hefur skrifað leikrit og gefið út efni fyrir börn. Samhliða rithöfundarferlinum hefur Sjón tekið þátt í myndlistasýningum og tónlistarviðburðum af ýmsum toga. Hann hefur meðal annars starfað með Björk, samið með henni tónlist, texta og tónlistarmyndbönd, þar á meðal texta við tónlist hennar í mynd Lars Von Trier, Dancer in the Dark (2000). Hann bjó og starfaði um skeið í London. Sjón var einn af þeim sem stóðu fyrir fyrstu listasmiðjunum fyrir börn í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi og hefur hann víðar unnið í ritsmiðjum með börnum og unglingum. Hann er einn af stofnendum útgáfufélagsins Smekkleysu.

Verk eftir Sjón hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.

Sjón er kvæntur og á tvö börn. Hann býr í Reykjavík.

Forlag: Bjartur.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál