Steinar Bragi Guðmundsson fæddist 15. ágúst 1975 í Reykjavík. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Sund og stundaði síðan nám í almennri bókmenntafræði og heimspeki við Háskóla Íslands en lauk ekki prófi. Fyrsta útgefna bók hans var ljóðabókin Svarthol sem kom út 1998. Síðan hefur hann sent frá sér fleiri ljóðabækur og skáldsögur, sú fyrsta var Turninn (2000) og fleiri hafa svo fylgt í kjölfarið. Hann er eitt þeirra skálda sem eiga bók í ritröðinni Norrænar bókmenntir sem Nýhil gaf út 2005 og 2006. Nýjasta bók Steinars Braga, skáldsagan Konur (2008) hlaut mikið lof gagnrýnenda og kom hún út bæði hjá Nýhil og Máli og menningu (kiljuútgáfa). Hún er væntanleg á frönsku hjá forlaginu Métailié.

Steinar Bragi hefur dvalið mikið erlendis og býr um þessar mundir í New York.

Forlag: Nýhil og Mál og menning / Forlagið.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál