Björn Þorláksson fæddist á Húsavík þann 28. apríl árið 1965. Hann er sonur Þorláks Jónassonar bónda og Lilju Árelíusdóttur húfreyju og ólst upp ásamt þremur eldri systrum sínum í Vogum, Mývatnssveit. Að loknu grunnskólaprófi í Laugaskóla í Reykjadal, lærði Björn við Menntaskólann á Akureyri og tók þaðan stúdentspróf árið 1985. Hann hefur lagt stund á nám í íslensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands og numið hótelrekstur  í Sviss.

Björn vann ýmis landbúnaðar-, iðnaðar- og þjónustustörf á yngri árum en gerði síðar píanóleik að aðalatvinnu um nokkurt skeið. Hann hóf störf í blaðamennsku í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og hefur síðan samhliða skriftum sínum starfað á öllum helstu dagblöðum landsins, Ríkisútvarpinu og Stöð 2.

Fyrsta bók Björns er smásagnasafnið Við sem kom út árið 2001. Síðan hefur hann sent frá sér nokkrar skáldsögur, sú síðasta er Villibörn frá 2008.

Björn er kvæntur Arndísi Bergsdóttur félagsfræðingi og eiga þau samtals fjögur börn. Heimili þeirra er á Akureyri.

Forlag: Tindur


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:

Umfjöllun um bækurSkipta um leturstærð


Tungumál