Þórarinn Leifsson fæddist í Reykjavík þann 29. júlí 1966. Hann stundaði myndlistarnám við Listaháskóla Íslands á árunum 1984-1989, á því tímabili gerðist hann einnig götulistmálari í Evrópu. Eftir útskrift starfaði hann við myndskreytingar og vefhönnun. Hann hefur myndskreytt bækur, bókakápur og blaðagreinar. Meðal verka hans eru myndskreytingar við röð ævintýra eftir H.C. Andersen sem kom út víða á Norðurlöndum. Hann hefur einnig skrifað nokkrar léttlestrarbækur fyrir Námsgagnastofnun og fleiri menntastofnanir.

Þórarinn þreytti frumraun sína sem rithöfundur með barnasögunni Algjört frelsi (2001) sem hann skrifaði með eiginkonu sinni, Auði Jónsdóttur. Fyrsta skáldsaga hans handa börnum, Leyndarmálið hans pabba, kom út árið 2007. Hún hefur verið þýdd og gefin út í Þýskalandi, Danmörku og Finnlandi. Bókasafn ömmu Huldar kom síðan út árið 2009. Fyrir hana hlaut Þórarinn Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur sama ár. Bókin var gefin út á dönsku haustið 2010.

Þórarinn Leifsson býr í Reykjavík. Hann er giftur og á tvö börn.

Forlag: Mál og menning.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál