Ágústína Jónsdóttir fæddist 4. maí 1949 í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem snyrtifræðingur 1968 og leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1976. Árið 1991 lauk hún B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Ágústína er kennari við Hjallaskóla í Kópavogi. Fyrsta ljóðabók hennar, Að baki mánans, kom út 1994 og síðan hefur hún sent frá sér fjórar ljóðabækur. Hún á ennfremur valin ljóð, ásamt tveimur öðrum íslenskum skáldkonum, í bókinni Ljósar hendur sem út kom 1996. Ágústína hefur einnig fengist við myndlist og tekið þátt í útlitshönnun bóka sinna og á meðal annars heiðurinn af útliti bókarinnar Lífakur sem tilnefnd var til bókmenntaverðlauna DV 1997.

Ágústína er búsett í Reykjavík.

Forlag: Mál og menning.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:

Upplestur

Brim (0,39 MB) – Ljóð úr Snjóbirtu

Börn okkar (1,15 MB) – Ljóð úr Ljósum höndum

Fyrir opnu hafi (0,26 MB) – Ljóð úr Snjóbirtu

Fögur er jörðin (0,42 MB) – Ljóð

Hindarleikur (0,3 MB) – Ljóð úr Vorflautu

Ljóðmóðir (0,48 MB) – Ljóð úr Ljósum höndum

Skógarspor (0,46 MB) – Ljóð úr Lífakri

Um ár og eilífð (0,48 MB) – Ljóð úr VorflautuSkipta um leturstærð


Tungumál