Birgitta Hrönn Halldórsdóttir fæddist 20. júní 1959 að Eldjárnsstöðum í Blöndudal. Birgitta ólst upp að Syðri-Löngumýri, gekk í Húnavallaskóla en fór síðan í Héraðsskólann að Laugarvatni og lauk landsprófi þaðan. Eiginmaður hennar er Sigurður Ingi Guðmundsson frá Leifsstöðum í Svartárdal. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau að Leifsstöðum en hafa búið að Syðri-Löngumýri frá vorinu 1986. Þau eiga tvö börn.

Birgitta hefur skrifað skáldsögur og viðtalsbækur. Fyrsta skáldsaga hennar, Inga, kom úr árið 1983 og síðan hafa komið út bækur eftir hana svo til á hverju ári. Sögur hennar sem eru blanda af spennu- og ástarsögum hafa notið mikilla vinsælda lesenda.

Forlag: Skjaldborg.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál