Böðvar Guðmundsson fæddist 9. janúar 1939 á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962 og Cand. mag. prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 1969. Hann stundaði nám í Þýskalandi 1964-1965 og í Frakklandi 1972-1973. Böðvar var stundakennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík 1962-1963, síðar við Christians Albrechts Universität í Kiel, kenndi íslensku við Menntaskólann við Hamrahlíð 1969-1974, var stundakennari við heimspekideild Háskóla Íslands 1970-1972 og kenndi við Menntaskólann á Akureyri 1974-1980. Hann var stundakennari við Leiklistarskóla Íslands 1981-1983 og íslenskur sendikennari við Háskólann í Bergen 1983-1987.

Eftir Böðvar liggja ljóðabækur, leikrit og skáldsögur. Auk þess hefur hann þýtt fjölda erlendra verka fyrir börn og fullorðna. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Austan Elivoga, kom út árið 1964. Skáldsögur hans um ferðir Íslendinga til Vesturheims hafa vakið mikla athygli og hlaut Böðvar Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þá síðari. Þær voru síðar færðar í sviðsbúning og settar upp í Borgarleikhúsinu leikárið 2004 - 2005. Böðvar hefur einnig samið fjöldann allan af söngtextum. Meðal þýðinga Böðvars má finna verk eftir Heinrich Böll, Roald Dahl, Michael Ende og Astrid Lindgren.

Böðvar er nú búsettur í Danmörku og hefur snúið sér alfarið að ritstörfum.

Forlag: Mál og menning.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál