Eysteinn Björnsson fæddist á Stöðvarfirði 9. janúar 1942. Hann fluttist með foreldrum sínum til Siglufjarðar 1954, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1961 og lagði síðan stund á nám í íslensku, ensku og landafræði við Háskóla Íslands til 1967. Hann nam enskar bókmenntir við Trinity College í Dublin haustið 1984, sótti námskeið í íslenskum og enskum bókmenntum í Háskóla Íslands 1985 og lauk Cand Mag prófi í enskum bókmenntum þaðan haustið 1988. Eysteinn kenndi við Laugalækjarskóla, Ármúlaskóla og Fjölbrautarskólann í Breiðholti til 1991 en hefur síðan þá haft skriftir að aðalstarfi. Hann hefur skrifað greinar og pistla fyrir blöð og tímarit, samið handrit og haft umsjón með sjónvarps- og útvarpsþáttum.

Fyrsta bók hans, skáldsagan Bergnuminn, kom út árið 1989 og síðan hefur hann sent frá sér fleiri skáldsögur og ljóðabækur, auk þess sem smásögur og ljóð eftir hann hafa birst í safnritum og tímaritum og verið flutt í útvarpi. Eysteinn hefur hlotið viðurkenningar fyrir smásögur sínar og ein þeirra, “The Whale”, sem hlaut önnur verðlaun í alþjóðlegri bókmenntasamkeppni , hefur birst í erlendu safnriti.

Eysteinn er kvæntur og á þrjú uppkomin börn. Hann býr í Reykjavík.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:

Upplestur

2001 (0,2 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Á förnum vegi (0,26 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Árátta (0,88 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Bið (0,51 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Brot (0,36 MB) – Ljóð úr Dagnóttum

Feðgar (0,24 MB) – Ljóð úr Fylgdu mér slóð

Glit (0,2 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Í hlíðinni (0,24 MB) – Ljóð úr Dagnóttum

Í útlöndum (0,2 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Kveðjustund (0,28 MB) – Ljóð úr Fylgdu mér slóð

Morgunn (0,27 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Ósk (0,76 MB) – Ljóð úr Fylgdu mér slóð

Samfylgd (0,21 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Skref (0,19 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Sólarsteinn (0,2 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Steingert (0,17 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Strengur (0,2 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Stund (0,21 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Stúlka (0,43 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Sumarið sextíu og fjögur (0,33 MB) – Ljóð úr Fylgdu mér slóð

Sumarnótt (0,89 MB) – Ljóð úr Dagnóttum

Til baka (0,28 MB) – Ljóð úr Logandi kveikur

Til Edith Piaf (0,2 MB) – Ljóð úr Dagnóttum

Við sjóinn (0,27 MB) – Ljóð úr Fylgdu mér slóðSkipta um leturstærð


Tungumál