Geirlaugur Magnússon fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1944. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966. Hann lauk prófi í forspjallsvísindum frá Háskóla Íslands 1967, nam slavnesk mál við háskóla í Varsjá 1968-70 og lærði frönsku fyrir útlendinga í Aix-en-Provence 1976. Í kjölfarið fór hann í bókmennta- og kvikmyndafræðinám við Université de Provence á sama stað 1976-80. Upp frá því starfaði hann sem kennari, leiðsögumaður, verkamaður og við bókaútgáfu. Hann kenndi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í yfir 20 ár. 

Fyrsta ljóðabók Geirlaugs, Annaðhvort eða, kom út 1974 og hann sendi síðan frá sér fjölda annarra. Hann fékkst einnig talsvert við þýðingar, einkum úr pólsku, og var hann tilnefndur til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2005 fyrir þýðingar sínar á ljóðum pólska skáldsins Tadeusz Rósewicz. Geirlaugur skrifaði einnig greinar í blöð og tímarit, meðal annars gagnrýni um bækur.

Geirlaugur Magnússon lést í Reykjavík 16. september 2005. Hann var í sambúð með Petrínu Rós Karlsdóttur og eiga þau eina dóttur.

Mynd af höfundi: Einar Falur Ingólfsson.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:

Umfjöllun um bækurSkipta um leturstærð


Tungumál