Guðrún Eva Mínervudóttir er fædd í Reykjavík 17. mars 1976. Hún stundaði nám í ýmsum framhaldsskólum á árunum 1993 til 1996 og vann jafnframt sem barþjónn og við framreiðslu á veitingahúsum. Hún hóf nám í heimspeki við Háskóla Íslands 1997 og stundaði það með hléum þar til hún lauk prófi 2007. Hún var blaðamaður í lausamennsku hjá Helgarpóstinum 1996 - 1997.

Fyrsta bók Guðrúnar Evu, Sóley sólufegri, kom út í mjög takmörkuðu upplagi árið 1998 en sama ár gaf Bjartur út eftir hana smásagnasafnið Á meðan hann horfir á þig ertu María mey og vakti það mikla athygli. Síðan hafa fimm skáldsögur bæst í hópinn, þær fyrstu hjá Bjarti en sú síðasta hjá Máli og menningu, auk ljóðabókar og heimspekilegra smásagna fyrir börn sem Námsgagnastofnun gaf út. Guðrún Eva hefur einnig þýtt tvær skáldsögur sem komu út hjá Bjarti.

Skáldsagan Fyrirlestur um hamingjuna var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2000 og Sagan af sjóreknu píanóunum til Menningarverðlauna DV í bókmenntum 2002. Guðrún Eva hlaut síðan Menningarverðlaun DV 2005 fyrir skáldsögu sína, Yosoy. Kvikmyndafyrirtækið Pegasus hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni.

Guðrún Eva Mínervudóttir býr í Reykjavík. 

Forlag: Mál og menning.

Mynd af höfundi: Ljósmyndasafn Reykjavíkur.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál