Ingibjörg Sigurðardóttir er fædd 17. ágúst 1925 að Króki í Skagahreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Fyrsta skáldsaga hennar, Bylgjur, birtist sem framhaldssaga í Hinu Nýja Kvennablaði árið 1954, en var ekki gefin út á bók fyrr en árið 1961. Skáldsagan Sýslumannssonurinn er fyrsta prentaða skáldsaga Ingibjargar, en hún birtist einnig sem framhaldssaga í Heima er bezt. Síðan þá hefur Ingibjörg gefið út á þriðja tug skáldsagna, og ljóðabókina Hugsað heim (1962) og er enn að skrifa framhaldssögur í Heima er bezt.

Ingibjörg býr í Garði og á tvö uppkomin börn.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál