Jónas Þorbjarnarson fæddist á Akureyri 18. apríl 1960. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1980 lagði hann stund á tónlistarnám við Nýja tónlistarskólann og lauk þaðan 6. stigi í klassískum gítarleik 1983. Hann lauk einnig B.S. prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1985 og lagði stund á heimspeki við sama skóla á árunum 1988 - 1990. Hann starfaði sem sjúkraþjálfari, blaðamaður, landvörður og þjónn, en fékkst einkum við ritstörf frá árinu 1989.

Jónas einbeitti sér að ljóðagerð en fyrsta ljóðabók hans, Í jaðri bæjarins, kom út 1989. Bókin Andartak í jörðu var tilnefnd til Menningarverðlauna DV 1993 en Jónas hlaut einnig fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppnum á vegum Morgunblaðsins og Þjóðhátíðarnefndar. Ljóð hans hafa verið þýdd á erlend tungumál, meðal annars kínversku, frönsku og gelísku.

Jónas lést þann 28. maí 2012.

Forlag: JPV útgáfa.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál