Kristján Kristjánsson er fæddur á Siglufirði 9. febrúar 1960. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1981 og stundaði nám í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands 1982-86. Hann hefur unnið margvísleg störf, m.a. við sjómennsku og kennslu og hann var um tíma skjalavörður Héraðsskjalasafns Akraness. Kristján rekur nú bókaútgáfuna Uppheima á Akranesi.

Fyrsta bók Kristjáns var ljóðabókin Svartlist (1984). Síðan hafa komið út eftir hann fleiri ljóðabækur og skáldsögur auk leikrita sem Skagaleikflokkurinn á Akranesi hefur sett upp. Kristján var bæjarlistamaður Akraness 2002.

Kristján Kristjánsson býr á Akranesi. Hann er kvæntur og á þrjá syni.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál