Mikael Torfason er fæddur 8. ágúst 1974 í Reykjavík. Hann ólst upp á ýmsum stöðum í Reykjavík en dvaldi oftast í sveit á sumrin, lauk grunnskólaprófi frá Vogaskóla 1989 og stundaði nám við öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og fjarnám við Verkmenntaskóla Akureyrar 1995-1997. Auk þess hefur hann sótt ýmis námskeið í handritsgerð á vegum Kvikmyndasjóðs Íslands, Nordisk Film og TV Fond og European Script Fund. Hann hefur skrifað greinar og smásögur fyrir blöð og tímarit, unnið að þáttagerð í útvarpi og sjónvarpi og var um tíma ritstjóri Fókuss. Mikael starfar nú sem annar ritstjóra DV.

Fyrsta skáldsaga Mikaels, Falskur fugl, kom út 1997 og vakti töluverða athygli. Hann hefur sent frá sér þrjár skáldsögur síðan. Hann hefur einnig skrifað kvikmyndahandrit og auk þess leikstýrt einu þeirra, kvikmyndinni Gemsar. Skáldsaga hans Heimsins heimskasti pabbi hefur komið út í Finnlandi og í Danmörku og fleiri útgefendur erlendis hafa sýnt bókinni áhuga. Nýjasta verk Mikaels er skáldsagan Samúel sem kom út 2002. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár.

Mikael Torfason býr í Reykjavík. Hann er kvæntur og á tvö börn.

Forlag: JPV útgáfa.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:

Umfjöllun um bækurSkipta um leturstærð


Tungumál