Vilborg Dagbjartsdóttir

Sagan af Labba Pabbakút

Ár: 1971
Staður: Reykjavík
Útgefandi: Ísafold

  

Myndir eftir höfund.

Úr Sögunni af Labba pabbakút:

Amma hló og fékk sér aftur í bollann. Síðan varð hún alvarleg á svipinn, kallaði á Labba til sín, og nú tók hún strák upp úr skjóðunni. Það var heldur en ekki skrýtinn náungi. Köflóttur á maganum, röndóttur á höndum og fótum en hausinn var svartur. Þó var nefið á honum langskrýtnast, afar stórt og skærblátt á litinn. Labba þótti strákurinn fallegur. “Heitir hann Blánefur?” spurði hann. “Satt að segja átti þetta að vera Gosi. Þú skalt bara kalla hann Blánef. Það er réttnefni.”
(s. 21)


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál