Vilborg Dagbjartsdóttir

Sögusteinn

Ár: 1983
Staður: Reykjavík
Útgefandi: Bjallan

  

Myndir: Anna Cynthia Leplar:

Úr Sögusteini:

Okkur varð mikið um að standa andspænis húsi dverganna. Góða stund horfðum við steinþegjandi á það, en smáfikruðum okkur nær og bönkuðum neðan við holuna, því þar hlutu dyrnar að vera. Enginn kom til dyra. Kannski voru dvergarnir ekki heima. Páll bróðir minn gerði sér lítið fyrir og klifraði upp á steininn. Þá var okkur nóg boðið. Við tókum til fótanna, nema Ólafur. Hann greip handfylli af sandi og henti í gluggann dverganna og sagði: “Andskotans dvergarnir!” Það hefði hann ekki átt að gera, nú yrðu dvergarnir náttúrlega reiðir. Við hlupum inn allar fjörur og þorðum ekki að líta við fyrr en Dvergasteinninn var kominn í hvarf.
(s. 59- 60)


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál