Vilborg Dagbjartsdóttir

Bogga á Hjalla

Ár: 1984
Staður: Reykjavík
Útgefandi: Mál og menning

  

Myndir: Anna Cynthia Leplar.

Úr Bogga á Hjalla:

Hún Bogga litla á Hjalla hét reyndar dálítið annað fullu nafni, en það var kerlingarnafn, og hún vildi helst láta kalla sig Boggu. Ekki er þó svo að skilja að nafnið hennar væri eitthvert ónefni. Það var þvert á móti gott og gilt íslenskt nafn en engin önnur stelpa hét því, ekki einu sinni í sögum, bara kerlingar. Svo var henni líka strítt á nafninu sínu og hún var uppnefnd, kölluð litla Vilpa, og nöfnu hennar, sem var besta kona í heimi, kölluðu krakkarnir þá stóru Vilpu þegar sá gállinn var á þeim.
(s. 16)


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál