Vilborg Dagbjartsdóttir

Fugl og fiskur

Ár: 2006
Staður: Reykjavík
Útgefandi: JPV-útgáfa

  

Um bókina:

Í bókinni eru ljóð og sögur handa börnum eftir Vilborgu. Textarnir eru valdir úr efni eftir hana sem kom út á árunum 1955 - 2005.  Anna Cynthia Leplar myndskreytti.

Úr Fugli og fiski:

Tré

„Af hverju segir maðurinn í útvarpinu alltaf fráyfirstólinn?“
„Hann segir það ekki. Hann segir: Frá veðurstofunni.“
„Er golan þá veður?“
„Golan er bara lítill vindur.“
„Hvað er þá veðurstofa?“
„Það er staður, þar sem margt fólk vinnur. Það skrifar hjá sér allt um veðrið: Vindinn, rigninguna, snjóinn og sólskinið. Svo spáir það hvernig veðrið verður á morgun.“
„Getur það búið til veður?“
Alli Nalli kraup á stól við gluggann og horfði á goluna í trjánum. Þetta var í ljósaskiptunum, og hann hafði verið að hlusta á barnatíma litlu barnanna.
„Ég get líka búið til vísu eins og konan í útvarpinu.“
„Það var gaman að heyra,“ sagði mamma.
Alli Nalli settist hátíðlega á stólinn og mælti fram vísuna:

Litlu tén og stóru trén
eru lítil og stór.
Þau búa til vindinn.

Mamma gaf honum epli fyrir þessa fallegu vísu um trén. Eplin vaxa nefnilega á trjám í útlandinu.


Til baka


Senda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál