Í brennidepli

Oddný Eir Ævarsdóttir

Oddný Eir ÆvarsdóttirVera Knútsdóttir hefur nú skrifað yfirlitsgrein um verk Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur fyrir Bókmenntavefinn, sem nefnist „Ástir, minningar og tungumál.“ Greinin birtist einnig á enska hluta vefsins, í þýðingu Jeffrey Cosser.

Bókmenntavefurinn hefur að geyma yfirlitsgreinar um höfundaverk flestra þeirra höfunda sem eiga síður á vefnum. Greinunum er ætlað að draga upp mynd af höfundarverki fyrir nýja og reynda lesendur, með öllum þeim fyrirvörum sem þar eiga við.

Oddný hefur sent frá sér fjórar skáldsögur auk annarra skrifa og gaf síðast frá sér sjálfsævisögulegu esseyjuna Blátt blóð: í leit að kátu sæði.

Lesið grein Veru á síðum Oddnýjar hér á vefnum.

 

 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál