Þegar kóngur kom

Helgi Ingólfsson.

Ormstunga, 2009

Rithöfundurinn og sögukennarinn Helgi Ingólfsson hefur sent frá sér skáldverkið Þegar kóngur kom. Þetta er vissulega athyglisverð bók fyrir ýmissa hluta sakir. Þannig er gengið frá málum að látið er sem sú persóna sem lætur okkur söguna í té sé höfundur bókarinnar en svo er þó ekki og raunar er sú persóna hin eina í bókinni sem er skálduð. Þessi “ég” segir í upphafskafla bókarinnar frá því að í Ameríkuferð árið 1974 hafi honum áskotnast stílabækur ritaðar á íslensku þar sem sagt er frá atburðum á Íslandi sem áttu sér stað í kringum þjóðhátíðina og konungskomuna hundrað árum áður 1874. Þessi ónefndi maður, ekki-höfundurinn, tekur bækurnar með sér heim til Íslands, setur þær í geymslu og gleymir þeim, finnur þær svo 30 árum síðar og ákveður að ganga frá þeim til útgáfu. Því næst hefst megintexti bókarinnar, hin eiginlega frásögn, frá þeim tíma er í Reykjavík bjuggu aðeins um tvö þúsund hræður, meiri hluti bygginga voru kotbýli og hreysi, kaupmenn danskir, og sjálfstæðisbaráttan á fullu. Sá sem á að hafa skráð þessa sögu í Ameríku á árunum 1906-11 er Móritz Halldórsson, sonur Halldórs Kr. Friðrikssonar yfirkennara við Lærða skólann. Þeir feðgar eru áberandi í frásögninni en auk þeirra ótal persónur sem flestar ef ekki allar lifðu þessa tíma og eru nú að hluta til orðnar persónur í skáldsögu, alla vega að því leyti að orð eru þeim lögð í munn og gerðir skráðar sem áttu sér kannski ekki stað en gætu þó vel hafa gerst.

Þjóðfrægir einstaklingar ganga ljósum lögum á síðu eftir síðu; Steingrímur Thorsteinsson, Matthías Jochumsson, rektor Lærða skólans, Jón ritstjóri Ólafsson, Gestur Pálsson, Sæfinnur á sextán skóm og fleiri og fleiri, svo ekki sé minnst á Foringjann mikla eða bróður Jón eins og hann er oft kallaður. Jón Hjaltalín landlæknir og lögreglumaðurinn Jón Borgfjörð auk söguritarans Móritz eru þeir sem mest koma að morðmálinu sem sagan hefst á. Rannsókn málsins er sem rauður þráður gegnum alla bókina og rétt í lokin að öll kurl eru komin til grafar hvað það varðar eins og gengur og gerist í sakamálasögum. Útúrdúrar frá morðmálinu eru þó býsna margir enda ýmislegt sem gengur á í þjóðlífinu og lífi almennings og fyrirfólks í Reykjavík á þessum tíma.

Stíllinn er með gamaldags sniði og virkar eilítið tilgerðarlegur til að byrja með en venst vel enda fráleitt einhver kansellí-stíll heldur bara lipur texti og þokkalega beinskeyttur. Ævisögur þeirra sem þarna koma við sögu eru nokkrar auk annarra rita. Hefði ugglaust verið hægt að týna sér í alls kyns smáatriðum úr þeim heimildum en Helgi gerir þessu ágætlega skil öllu saman og lesturinn því hinn ánægjulegasti.

Ingvi Þór Kormáksson, febrúar 2010


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Rennur upp um nótt
Rennur upp um nótt | 29.03.2011
Þessi ljóðabók Ísaks Harðarsonar frá 2009 er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár, en tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 12. apríl næstkomandi. Hér er umfjöllun Úlfhildar Dagsdóttur um bókina. ...
Votlendi
Votlendi | 03.11.2010
En bókin fjallar bara um einmanaleika, sagði frænka mín þegar ég hringdi í hana. Ég var nokkuð áhyggjufull, því ég hafði nýlega sent henni skáldsöguna Votlendi, eftir þýsku skáldkonuna Charlotte Roche, en hafði láðst að athuga um hvað bleika bókin með avókadómyndinni á kápunni fjallaði. Frænka mín er rúmlega áttræð. . ...
Hjá brúnni
Hjá brúnni | 04.10.2010
Skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hjá brúnni, er svo hlaðin táknum að það er ákaflega freistandi að reyna að lesa hana sem lykilsögu og þá sérstaklega útfrá þeim hluta hennar sem fjallar um kúgun stjórnvalda og óttan við listina. ...
Þegar kóngur kom | 19.03.2010
Rithöfundurinn og sögukennarinn Helgi Ingólfsson hefur sent frá sér skáldverkið Þegar kóngur kom. Þetta er vissulega athyglisverð bók fyrir ýmissa hluta sakir. Þannig er gengið frá málum að látið er sem sú persóna sem lætur okkur söguna í té sé höfundur bókarinnar en svo er þó ekki og raunar er sú persóna hin eina í bókinni sem er skálduð. ...
Vormenn Íslands | 19.03.2010
Birgir Thorlacius var moldrík senditík útrásarvíkinga, hann fékk á sig dóm fyrir að stela fé af Barnaspítalanum og sinnir nú samfélagsþjónustu á elliheimili. Hann er að deyja úr lungnakrabba. ...
Svörtuloft | 19.03.2010
Kona er barin til ólífis á heimili sínu á Kleppsvegi, maður hverfur á gönguferð við Svörtuloft í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi, drykkjumaður heldur eldri manni föngnum og ráðgerir að koma honum fyrir kattarnef með óvenjulegri aðferð. ...
Svuntustrengur | 19.03.2010
Það ríkja undarleg litabrigði í bók Sigurlínar Bjarneyar Gísladóttur, Svuntustrengur. Bókin er safn smáprósa, örsagna og smásagna og þar skiptast á bjartar stundir og myrkraverk með ákaflega skemmtilega andstyggilegum perralegum undirtónum, og svo er nokkuð um gráa tóna í bland. ...
Spor | 19.03.2010
Raðmorðingi gengur laus í Reykjavík. Áhugi hann virðist beinast að óvirkum alkóhólistum en þeim kemur hann fyrir kattarnef með ýmsu móti. Hugsanlega tengjast þessi morð reynslusporunum tólf sem óvirkir fíklar hafa sér til leiðbeininga á lífsins vegi. ...
Veruleikinn er verulega óstöðugur í skáldsögu Þórdísar Björnsdóttur, Sónata fyrir svefninn. Sagan er önnur skáldsaga Þórdísar, en áður hefur hún einnig skrifað ljóð og prósabók í félagi við skáldið Jesse Ball. ...
Sólstjakar | 19.03.2010
Eitt af því sem gerir bækur Viktors Arnars Ingólfssonar alltaf svo ánægjulegar aflestrar er hversu vel hann hugar að smáatriðum. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál