Sex litlar myndabækur

Á dýrabaki eftir Brian Pilkington og Þórarin Eldjárn.
Amma fer í sumarfrí eftir Björk Bjarkadóttur.
Stór skrímsli gráta ekki eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal.
Gula sendibréfið eftir Sigrúnu Eldjárn.
Nonnikonni og kúlurnar eftir Margréti Þ. Jóelsdóttur og Stephen Fairbairn.
Mitt er betra en þitt eftir Þorgerði Jörundsdóttur.

Á ferð og flugi

Eitt af því sem heillar mig við myndabækur fyrir börn er hversu mikilli sögu er hægt að koma fyrir í lítilli bók. Þær bækur sem hér eru til umfjöllunar einkennast af því að þar er ekki mikill texti, þær eru ekki þykkar þó vissulega séu þær í stærra broti en gengur og gerist, en á þessum fáu síðum er komið til skila heilum heimum.

Á dýrabaki (Mál og menning, 2006) er gott dæmi um bók sem inniheldur enga sögu sem slíka en býður lesanda inní heilan heim, heim dýranna. Við sláumst í ferð með litlum strák sem veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að bregða sér á bak fleiri dýrum en þeim sem kunnug eru sem reiðdýr. Og síðan rýkur hann af stað með nashyrningi, gíraffa, tígrisdýri, strút, letidýri og kengúru, að skjaldbökunni ógleymdri, en hún fer svo hægt yfir að hann tekur rúmið sitt með og sofnar. Vísur Þórarins eru einfaldar og sniðugar og mynd Pilkingtons glaðlegar að vanda og fullar af skemmtilegum smáatriðum.

Nonnikonni og kúlurnar (Skjaldborg, 2006) eftir Margréti Þ. Jóelsdóttur og Stephen Fairbairn er líklega lengsta sagan af þeim sem hér eru til umfjöllunar, sé litið á lengd textans. Hún minnir á bók þeirra Þórarins og Pilkingtons að því leyti að hér er líka sagt frá litlum strák sem fer í óvænt ferðalag, en hann ferðast um í glerkúlu. Einn daginn þegar Nonnikonni er í sumarbústað hjá afa og ömmu er hann að leika sér með glerkúlurnar sínar og kemst að því að þær eru lifandi og eiga sér sitt eigið tungumál og eigin heim. Og þær bjóða strák með sér í smá ferð um hann. Textinn er dálítið líflaus þó vissulega megi hafa gaman af þeirri bullstemningu sem ríkir í kringum kúlurnar og tungumál þeirra, en myndirnar eru líflegar og lyfta textanum.

Verðlaunabókin Amma fer í sumarfrí (Mál og menning, 2006) eftir Björk Bjarkadóttur segir frá persónum sem nú ættu að vera mörgum kunnugar, en þar eru á ferð Óli og súperamman hans. Að þessu sinni bregða þau sér í sumarfrí, sem þó er ekki laust við óvæntar uppákomur. Sögur Bjarkar eru einfaldar án þess þó að vera þunnar og myndirnar með sínum skemmtilegu sjónarhornum og undarlegu fjarvídd eru að vanda bráðskemmtilegar og heillandi. Enn er mikilvægt að hafa augun hjá sér og fylgjast með smáatriðum.

Ekki er saga Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, Stór skrímsli gráta ekki (Mál og menning, 2006), heldur mikil um sig en líkt og saga Bjarkar býr hún samt yfir heilmiklu. Hér hittum við aftur litla og stóra skrímslið, nema nú er það stóra skrímslið sem er svekkt yfir því hvað það litla er flínkt. Myndirnar eru hreint út sagt frábærar og sýna færni Áslaugar í því að skapa heila heima úr einföldu efni.

Myndir Þorgerðar Jörundsdóttur minna um margt á tækni Áslaugar, að því leyti að hér er blandað saman teikningum og klippimyndum. Þó eru þessir myndheimar eins ólíkir og hægt er. Sagan Mitt er betra en þitt (Æskan, 2006) segir frá tveimur vinum sem keppast um að lýsa stærð og mikilfengleik væntanlegra gæludýra sinna. Texti og myndir fléttast fimlega saman í þessum lýsingum á dýrablendingum sem hvaða goðsagnaheimur gæti verið stoltur af og sagan er í alla staði vel heppnuð og skemmtileg.

Skemmtilegust fannst mér þó saga Sigrúnar Eldjárn, Gula sendibréfið (Mál og menning, 2006). Það er eitthvað við teikningar Sigrúnar og persónur sem kitlar mig ógurlega auk þess sem ég dáist að því hvernig hún brýtur upp kynhlutverk og byggir heima sína fjölbreytilegum persónum. Hér til dæmis hittum við fyrir frekar banginn strák sem á einn ósýnilegan vin og tvo sýnilega, og þau eru Sigga sem er af asískum uppruna (án þess að það sé nokkurntíma tekið fram, bara sýnt á myndinni) og Nóa sem er í hjólastól. Saman fara þau yfir hraun til að bjarga konu sem er föst í hraungjótu. Fyrir utan þetta skemmtilega persónugallerí og sérlega fallega nálgun Sigrúnar á það, eru myndirnar sem lýsa leiðinni, fyrst ferð Loga til Siggu og Nóa og svo leið þeirra að hraungjótunni, afskaplega skemmtilegar og í einskonar fjársjóðskortastíl. Allt vinnur þetta saman til að gera hið kunnuglega framandlegt og öfugt, eitthvað sem er holl upplifun fyrir bæði börn og fullorðna.

Úlfhildur Dagsdóttir, desember 2006


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Í nýútkominni myndasögu sinni, Alice in Sunderland, minnir höfundurinn Brian Talbot á það að einu sinni voru gefnar út barnasögur sem voru ekkert að hafa fyrir því að fegra hlutina eða útþynna þá. ...
Varúlfurinn | 25.05.2010
Ein ánægjulegasta uppgötvun mín á vígvelli afþreyingarbókmennta er franska skáldkonan sem nefnir sig Fred Vargas, en hún mun vera fornleifafræðingur og sagnfræðingur að mennt. ...
Tryggðarpantur | 25.05.2010
Í skáldsögunni Tryggðarpanti fæst Auður Jónsdóttir við málefni sem nú um stundir eru ofarlega á baugi í samfélagsumræðu um öll vesturlönd – nefnilega málefni innflytjenda. ...
Undantekningin | 25.05.2010
Höfundur þessarar bókar, Christian Jungersen, er danskur. Hann vakti talsverða athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Krat, sem kom út árið 1999. Það tók hann átta ár að klára Undantekninguna. ...
Undir himninum | 25.05.2010
Að missa póstkort, eða öllu heldur fleygja því, út um glugga á risíbúð á horninu á Kvisthaga og Hjarðarhaga, póstkort sem maður hefur trúlega skrifað eitthvað á en man ekki hvað, hljómar kannski ekki eins og alvarlegt atvik. ...
Aldingarðurinn | 20.05.2010
Það má segja að í Aldingarðinum sé Ólafur Jóhann Ólafsson kominn aftur til uppruna síns í skáldskapnum þar sem fyrsta bók hans, Níu lyklar, var einmitt smásagnasafn en síðan hefur hann mestmegnis fengist við það að skrifa skáldsögur. ...
Morðið í Rockville er 6. bókin um lögfræðinginn Stellu Blómkvist sem rekur ekki mál sín fyrir dómi, frekar en Þóra í sögum Yrsu Sigurðardóttur, heldur starfar sjálfstætt að rannsókn mála sem virðast vefjast fyrir lögreglunni. ...
Á dýrabaki eftir Brian Pilkington og Þórarin Eldjárn; Amma fer í sumarfrí eftir Björk Bjarkadóttur; Stór skrímsli gráta ekki eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal; Gula sendibréfið eftir Sigrúnu Eldjárn; Nonnikonni og kúlurnar eftir Margréti Þ. Jóelsdóttur og Stephen Fairbairn; Mitt er betra en þitt eftir Þorgerði Jörundsdóttur ...
Barneignir eru ekki lengur einfalt mál (hafi þær einhverntíma verið það). Í dag standa foreldrar frammi fyrir margvíslegu vali (fyrir utan það að velja hvort og hvenær þeir vilji yfirhöfuð eignast barn) ...
Eyja gullormsins | 20.05.2010
Þessi nýjasta bók Sigrúnar Eldjárn er, samkvæmt bókarkápu, fyrsta bókin í þríleik og því ljóst að hún heldur hér áfram með það form sem svo vel tókst til með í þeim síðasta, Týndu augunum, Frosnu tánum og Steinhjartanu. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál