Nonni og Selma

Brynhildur Þórarinsdóttir.

Mál og menning, 2007

Táp og fjör og (mis)frískir krakkar...

Það er athyglisvert að sjá hvernig bókmenntaleg viðmið og gildi virðast hafa ólíkt vægi eftir því hvort um er að ræða barnabók eða fullorðinsbók. Almennt séð er það ekki talið skáldskap fyrir fullorðna til tekna að hann sé of áróðurskenndur, eða beri boðskap sinn um of utan á sér. Hinsvegar virðist þykja mun sjálfsagðara að barnabækur beri með sér gagnsæan farangur umvandana og uppeldislegra sjónarmiða. Vissulega er misvel haldið á slíkum en stundum get ég þó ekki annað en haft samúð með börnum sem þrá bara innihaldslausa skemmtun.

Kannski kemur þetta til af því að þegar ég les bækur eins og Nonni og Selma þá man ég ósköp vel eftir því hvað mér þóttu slíkar bækur lítið spennandi þegar ég var barn. Þá voru það reyndar aðallega hugljúfar sveitasögur sem stóðu til boða og eftir nokkrar slíkar sannfærðist ég endanlega um að sveitalífið væri ekkert fyrir mig.

Það er því tvöföld upplifun að lesa bók Bryndhildar Þórarinsdóttur, Nonni og Selma, því annarsvegar vekur hún upp minningar um leiðindi og hinsvegar get ég vel séð, sem fullorðin manneskja, að hér er margt ágætlega gert. Sagan er skrifuð með styrk frá Cp-félaginu sem óskaði eftir því að skrifuð væri barnabók þarsem hreyfihamlað barn væri í aðalhlutverki. Hinn hreyfihamlaði er Nonni sem er með ‘latalöpp’ og er að byrja í skóla. Hann er spenntur að hitta hina krakkana og einn þeirra, Selma, verður besta vinkona hans og svo segir sagan frá ævintýrum þeirra, innan skólans og utan.

Allt er þetta hugljúft og fallegt án þess þó að verða væmið (þó stundum gangi nærri þegar kennslukonan Anna Fríða er að dáðst að því hvað krakkarnir séu klárir og hvað hún hafi lært mikið af þeim). Uppátæki Nonna og Selmu eru á stundum bráðfyndin og hlutur hreyfihömlunarinnar fléttast átakalaust inn og þannig tekst vel að sýna framá að barn er alltaf bara barn, hvort sem líkami þess fellur að einhverju normi eða ekki. Sjónarhornið er barnanna sem horfa í kringum sig forvitnum augum og skilgreina heiminn út frá sjálfum sér, eins og þegar þau ákveða að verða veik til að geta verið heima og látið dekra við sig og þegar þau uppgötva hvernig stóð á hvarfinu á veski kennslukonunnar. Þar sést vel hvernig barnsaugað skynjar stærð og umfang fólks en í því liggur einmitt lausn gátunnar.

Úlfhildur Dagsdóttir, janúar 2008


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Skáldið á daginn | 26.05.2010
Snemma í ljóðabók Jóhamars, Skáldið á daginn, er ‘viðtal’ við höfund. Þar leggur hann áherslu á mikilvægi súrrealismans fyrir verk sín, og nefnir líka Dag Sigurðarson, Alfreð Flóka, James Joyce og Jeff Noon. ...
Hegravarpið | 25.05.2010
Átökin milli sveitar og borgar eru ekki lengur sérlega heitt viðfangsefni í íslenskum bókmenntum, þó fyrirbærið sem slíkt sé lifandi sem aldrei fyrr. ...
Hjartaborg | 25.05.2010
Í einu prósaljóðanna í ljóðabókinni Hjartaborg eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson birtist ljóðið eiginlega sem einskonar draugur, eða reimleikar. ...
Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn eftir Bruce McMillan, málverk eftir Gunnellu, í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar; Vel trúi ég þessu! Tólf munnmælasögur með myndum eftir tólf teiknara, Rósa Þorsteinsdóttir valdi sögurnar ...
Það var þónokkuð forvitnilegt að fá í hendur nýja skáldsögu nýs höfundar sem sker sig nokkuð úr því sem kalla mætti (eða alhæfa sem) íslenska skáldsagnahefð ...
Nonni og Selma | 25.05.2010
Það er athyglisvert að sjá hvernig bókmenntaleg viðmið og gildi virðast hafa ólíkt vægi eftir því hvort um er að ræða barnabók eða fullorðinsbók. ...
Það er víst óhætt að segja að myndasagan hafi löngum verið fyrirferðalítil í íslenskri bókaútgáfu. Þar ber hæst þýðingar á evrópskum og bandarískum myndasögum, aðlaganir á Njálu og Laxdælu, að ógleymdum Pétri og vélmenninu. ...
Kossar og ólífur er önnur unglingabók Jónínu Leósdóttur en sú fyrri, Sundur og saman, kom út fyrir fjórtán árum, 1993. Í Kossum og ólífum segir frá Önnu sem býr austur í Vík og er að ljúka 10. bekk. ...
Góða nótt, sofðu rótt eftir David Melling, í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur; Hundurinn, kötturinn og músin eftir Bárð Oskarsson, í þýðingu Sigþrúðar Gunnarsdóttur; Sjóræningjar skipta ekki um bleiur eftir Melindu Long, með myndum eftir David Shannon, í þýðingu Guðna Kolbeinssonar; Sylvía og drekinn eftir Lawrence Schimel, með myndum eftir Söru Rojo Pérez, í þýðingu Kristínar Birgisdóttir ...
Þótt algengt sé (bæði á bókasöfnum og meðal almennra lesenda) að flokka afþreyingarbókmenntir í tilteknar tegundir, fantasíu, hrollvekju, spennusögu og svo framvegis, þá eru mörkin milli bókmenntagreina alls ekki alltaf skýr. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál