Þokan

Þorgrímur Þráinsson

Mál og menning, 2010.

Risar og þrjótar á Snæfellsnesi

Ég efast um að ég hafi lesið meiri texta eftir nokkurn mann annan en Þorgrím Þráinsson í barnæsku minni. Ekki bara var ég sammála flestum jafnöldrum mínum um það að Tár, bros og takkaskór væri líklega besta bók í heimi, Þorgrímur ritstýrði nefnilega líka og skrifaði mestallt efni í Íþróttablaðið, uppáhaldsblað okkar bræðranna sem foreldrar okkar voru svo góðir að leyfa okkur að vera áskrifendur að. Þau blöð lúslas maður samviskusamlega frá upphafi til enda, síendurtekið þangað til að þau voru við það að detta í sundur. Maður kunni því næstum því vel við Þorgrím Þráinsson, ekki meira en það þó. Allir hans kostir náðu nefnilega ekki alveg að vega upp á móti hans stóru synd í augum ungra Vesturbæinga. Hann var jú auðvitað bölvaður Valsari.

Síðan eru liðin einhver tuttugu ár og Þorgrímur hefur haldið áfram að skrifa vinsælar skáldsögur, sér í lagi fyrir unglinga. Sjálfur heltist ég úr hans lest strax eftir Tár, bros og takkaskó. Við tóku kynslóðir barna og unglinga sem á eftir mér hafa komið og ef marka má vinsældir og viðurkenningar verka Þorgríms gegnum tíðina, þá má draga þá ályktun að enn höfði Þorgrímur sterkt til lesendahóps síns.

Þokan, nýjasta unglingasaga Þorgríms, boðar endurnýjun kynna minna við rithöfundinn Þorgrím Þráinsson. Í henni er sagt frá Jóel, menntaskólabusa á Akureyri, sem fer í ævintýraferð ásamt vinum sínum út á Snæfellsnes. Hann og Hildigunnur vinkona hans hafa haft veður af því að þar gætu leynst risar, líkir bláu verunum úr hinni vinsælu kvikmynd Avatar. Þetta tengist ýmsum öðrum dulspekilegum kenningum um það hvað er á sveimi á nesinu og þar koma egypskir konungar, horfinn menningaheimur Atlantis og fleira spennandi við sögu. Við þetta bætast svo myrkraöfl sem mætt eru á staðinn til að kanna þessa dularfullu hluti og nýta þá sér til framdráttar.

Bókin er kynnt sem sjálfstætt framhald síðustu bókar Þorgríms, Núll núll 9, sem kom út í fyrra. Ég mæli engu að síður með því að fólk lesi fyrri bókina fyrst, því ýmislegt í nýju sögunni gerir ráð fyrir því að lesandinn þekki til atburða og persóna þeirrar fyrri.

Það vantar ekki spennu og dramatík í þessa bók Þorgríms. Höfundinn skortir sannarlega ekki metnað í uppbyggingu frásagnar sinnar, hann blandar saman í stefjum úr Avatar-myndinni, ýmsum þekktum kenningum sem stundum eru kenndar við dulspeki eða nýaldarfræði, hálfkveðnum vísum úr fornaldarsögu mannkyns, þáttum úr Íslandssögunni og eiginleikum íslenskrar náttúru.

Það er alltaf dálítið skemmtilegt þegar listamenn leyfa sér slíkt hugmyndaflug, sérstaklega þegar þeir bregða á leik með njótendum verkanna á þann veg að það megi ímynda sér að eitthvað áður óþekkt og hulið úr fortíðinni varpi ljósi á allt það sem á eftir kemur. Þekktasta dæmið um slíkt í bókmenntum síðustu ára er vafalaust Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown þar sem leikurinn snýst um arfleið Krists. Annað dæmi, þó ekki jafn æðiskennt, er nýleg skáldsaga Helga Ingólfssonar, Þegar kóngur kom.

Þeir sem leggja upp í slíkan leik verða að bjóða upp á heildstætt og gott „plott“. Það má auðvitað vera víðs fjarri öllum raunveruleika en það verður þó að vera samfella í því og sannfæringarkraftur. Menn verða yfirleitt að vera tilbúnir í talsvert grúsk og nördaskap til þess að skila slíkri lokaniðurstöðu. Svona tilbúningur verður nefnilega að vera alveg skotheldur á alla kanta.

Því miður finnst mér vanta upp á það í Þokunni. Þorgrímur fellur, að nokkru leyti, í þá gryfju að ætla sér að koma mörgum tengingum að án þess að leggja fram nógu sannfærandi og samfellda röksemdafærslu fyrir sínum hugmyndaheimi. Hann byggir upp mikla flækju í sögunni, undirbyggir hana þó ekki nógu vel og gengur fyrir vikið illa að leysa úr öllum hnútunum sem hann er búinn að hnýta. Dæmi um það eru sjálfir risavöxnu Avatar-mennirnir á Snæfellsnesi. Maður var farinn að hlakka verulega til að sjá hvernig höfundi tækist að spinna þá saman við sögulegan fróðleik og náttúrufyrirbæri frá staðnum en þegar til kemur er sjálf innkoma risanna fremur takmörkuð og virkar hálfþvinguð innan frásagnarinnar.

Þorgrími tekst hins vegar ágætlega að byggja upp dramatíska frásögn, sérstaklega þegar að fjör færist í leikinn, en á þó til að lýsa viðburðum og sálarástandi persóna full ítarlega og eins dragast mörg samtöl í bókinni of mikið á langinn. Samtalið í bílnum á leiðinni á Snæfellsnes hefði til dæmis mátt skera niður.

Þrátt fyrir þessa ágalla efast ég ekki um mörg ungmenni muni skemmta sér vel við lestur þessarar bókar. Það breytir því þó ekki að maður er skilinn eftir með þá tilfinningu að Þorgrímur geti mun betur en hann sýnir í þessari bók.

Sigurður Ólafsson, desember 2010.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Húfulaus her
Húfulaus her | 22.12.2010
Húfulaus her jólasveina barst mér í umslagi um daginn. Umslagið er partur af „ritröð um menningu og mannlíf með ritgerðum, greinum, sögum, ljóðum og myndverkum”, segir aftan á umslaginu. Fyrsta umslagið var ljóðaumslagið Sjöund, með ljóðum eftir Gunnar Hersvein, hannað af Sóleyju Stefánsdóttur, sem hafði veg og vanda af þessari einstöku og fersku útgáfu á bókarformið. Umslagið er nefnilega ekki aðeins umbúðir heldur hluti af ritverkinu sem heftað er inn í það. Allt er þetta ákaflega skemmtilegt og sniðugt og býður höfundum upp á ýmsa leiki í máli og myndum, auk þess að gleðja lesandann voðalega því það er svo spennandi að sjá hvað kemur upp úr umslaginu hverju sinni. ...
Morð fyrir luktum dyrum
Morð fyrir luktum dyrum barst mér í umslagi um daginn. Umslagið er partur af „ritröð um menningu og mannlíf með ritgerðum, greinum, sögum, ljóðum og myndverkum”, segir aftan á umslaginu. Fyrsta verkið var ljóðaumslagið Sjöund, með ljóðum eftir Gunnar Hersvein, hannað af Sóleyju Stefánsdóttur, sem hafði veg og vanda að þessari einstöku og fersku útgáfu á bókarformið. Umslagið er nefnilega ekki aðeins umbúðir heldur hluti af ritverkinu sem heftað er inn í það. Allt er þetta ákaflega skemmtilegt og sniðugt og býður höfundum upp á ýmsa leiki í máli og myndum, auk þess að gleðja lesandann, því það er svo spennandi að sjá hvað kemur upp úr umslaginu hverju sinni. ...
Martröð millanna
Martröð millanna | 20.12.2010
Síðan íslenskar glæpasögur fóru að ryðja sér til rúms hér á landi á hafa reglulega komið upp raddir sem fordæma þessa tegund bókmennta og harma ágang hennar á góðan smekk og gengi fagurbókmennta. Í slíkri umræðu er sjaldnast gerður greinarmunur á glæpasögum, þeim er skipað saman í einn flokk, án nokkurrar meðvitundar um að reyfarar eru fjölskrúðug skepna sem gefur stundum vel af sér, stundum ekki. ...
Sjáðu svarta rassinn minn
Ég var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að drekka í mig íslenskar þjóðsögur og ævintýri (er það reyndar ekki enn), en þetta menningaruppeldi æskunnar er án vafa mitt mikilvægasta. Þjóðsagnaarfurinn er óþrjótandi uppspretta þekkingar og hugleiðinga og hefur nýst rithöfundum sem innblástur, nú síðast má sjá ummerki draugasagnahefðarinnar í skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. Sú bók hefur einmitt notið mikilla vinsælda, sem segir sitt um þorsta lesenda eftir almennilegum útgáfum á þessum oft afskipta menningararfi (sem að mínu mati er margfalt merkilegri en þetta Íslendingasagnadót sem allir eru alltaf að mæra). Nokkrar myndabækur sem byggja á þjóðsagnagnægtinni hafa komið út á undanförnum árum. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gaf árið 2007 út sagnasafnið Vel trúi ég þessu ...
Eyru Busters
Eyru Busters | 17.12.2010
Eva er kona á sextugsaldri sem lifir friðsælu lífi í gömlu sumarhúsi á vesturströnd Svíþjóðar ásamt sambýlismanni sínum. Hún heldur lauslegu sambandi við vini sína til margra áratuga og reynir að rækta sambandið við börnin sín og barnabörn. Allt er því í föstum skorðum. Svo virðist alla vega vera, séð utan frá. Þegar hún fær fallega dagbók í afmælisgjöf frá barnabarni sínu byrjar hún nefnilega að ljúka upp Pandóruboxi fortíðarinnar ...
Ljóð af ættarmóti
„Hver erum við? / Hvar erum við? / Erum við / við?” Svona hefst eitt ljóðanna í Ljóð af ættarmóti eftir Anton Helga Jónsson. Þetta er afskaplega kunnugleg tilvistarleg spurning sem öðlast nýtt líf í þessu samhengi, því þótt ættarmótið sjálft komi aldrei til tals utan titlisins, þá er óhjákvæmilegt að lesa ljóðin í ljósi þess. Þannig verða spurningarnar áhugaverðar á nýjan hátt, því ættarmótið sem vísað er til má skoða í stærra samhengi - nei ekki mennskunnar allrar heldur örsamfélagsins Íslands: „Ég get ekkert sagt. / Ég er sonur mömmu. / Ég er frændi. Ég er mágur. Ég er vanhæf.” Bókin endar svo á því að elsti Íslendingurinn deyr, aftur: „Elsti Íslendingurinn er látinn. Lifi elsti Íslendingurinn.” ...
Stolnar raddir
Stolnar raddir | 14.12.2010
Stolnar raddir er fyrsta skáldsaga Hugrúnar Kristjánsdóttur og samkvæmt Gegni, samskrá bókasafna, hefur ekkert annað komið út eftir hana. Ég vissi því ekkert á hverju ég átti von þegar ég hóf lesturinn. Eins og nær allar aðrar nýjar bækur sem ég hef lesið fyrir þessi jól hefst sagan á dagsetningu sem er þægileg leið til að ramma inn sögutímann. Söguhetjan, Sóllilja, fylgist með ömmu sinni koma heim og fer í framhaldi af því að rifja upp atburði sem áttu sér stað nokkrum mánuðum áður. ...
Vísnafýsn | 13.12.2010
Að mörgu leyti virkar ljóðabók Þórarins Eldjárns, Vísnafýsn, eins og barnabók fyrir fullorðna. Þetta segi ég ekki ljóðunum til minnkunnar, enda hafa barnaljóð Þórarins notið fádæma vinsælda auk þess sem verk hann fyrir fullorðna njóta mikillar virðingar. Það sem ég á við er að þeir sem hafa alist upp við barnakvæði Þórarins ættu að finna ákveðin samhljóm í vísum Vísnafýsnar, en þar ríkir sami léttleikinn og einkennir barnakvæðin, þrátt fyrir að viðfangsefnin séu nokkuð önnur. Vísnafýsn inniheldur ferskeytlur og aðrar stuttar vísur ortar undir hefðbundnum háttum, í þeim afslappaða tón sem einkennir slíkan skáldskap Þórarins allt frá því að hann sló í gegn með Disneyrímum (1978). ...
Missir
Missir | 13.12.2010
Setningin, „Vatnið suðar í katlinum”, segir ansi mikið um söguna Missi eftir Guðberg Bergsson. Setningin birtist á fyrstu síðu þessarar stuttu skáldsögu sem ber undirtitilinn „Stuttsaga” og fjallar um aldraðan mann sem hefur nýlega misst konu sína. Hann saknar hennar, og þó ekki, því hjónabandið hefur greinilega verið nokkuð stormasamt og veikindi konunnar erfið og langvarandi. Því er söknuður kannski ekki rétta orðið, missinum fylgir ekki endilega - eða einungis - söknuður heldur skilur hann eftir sig tómarúm, gat í lífið sem gamla manninum reynist erfitt að fylla upp í. ...
Þokan
Þokan | 10.12.2010
Ég efast um að ég hafi lesið meiri texta eftir nokkurn mann annan en Þorgrím Þráinsson í barnæsku minni. Ekki bara var ég sammála flestum jafnöldrum mínum um það að Tár, bros og takkaskór væri líklega besta bók í heimi, Þorgrímur ritstýrði nefnilega líka og skrifaði mestallt efni í Íþróttablaðið, uppáhaldsblað okkar bræðranna sem foreldrar okkar voru svo góðir að leyfa okkur að vera áskrifendur að. Þau blöð lúslas maður samviskusamlega frá upphafi til enda, síendurtekið þangað til að þau voru við það að detta í sundur. Maður kunni því næstum því vel við Þorgrím Þráinsson, ekki meira en það þó. Allir hans kostir náðu nefnilega ekki alveg að vega upp á móti hans stóru synd í augum ungra Vesturbæinga. Hann var jú auðvitað bölvaður Valsari. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál