Bókmennta- og kartöflubökufélagið

Mary Ann Shaffer og Annie Barrows. Ingunn Ásdísardóttir þýddi.
Bjartur, 2010

Höfundur skáldsögunnar Bókmennta- og kartöflubökufélagið er breski rithöfundurinn Mary Ann Shaffer. Vegna heilsubrests fékk hún frænku sína, Annie Barrows, sér til aðstoðar við að leggja lokahönd á verkið. Annie sá svo um útgáfu bókarinnar að Mary látinni.

Bókmennta- og kartöflubökufélagið byggist upp á bréfaskriftum milli sögupersónanna. Aðalpersónan er Juliet Ashton, sem er í byrjun bókar árið 1946, að leita að efni í nýja bók. Hún fær þá bréf frá ókunnum manni sem eignast hefur bók sem áður var í eigu skáldkonunnar. Nafn hennar var ritað á saurblaðið og þar sem hún er þekktur pistlahöfundur á hann auðvelt með að hafa upp á henni.

Boltinn fer svo að rúlla þegar í ljós kemur að hinn ókunni maður er félagi í Bókmennta- og kartöflubökufélaginu á Guernsey-eyju á Ermasundi. Skáldkonan kynnist smám saman lífi eyjarbúa í gegnum bréfaskrifin, en á þessum tíma var Guensey undir þýsku hernámi.

Bréfin lýsa mannlegum tilfinningum án þess að vera yfirþyrmandi. Ástandinu er lýst svo lifandi að lesandinn lifir sig inn í söguþráðinn. Fram kemur hversu fólk er ólíkt og gaman að bera saman álit mismunandi persóna á sama einstaklingnum. Einn bréfritarinn hefur viðkomandi upp á háan stall en annar segir hann vera óverjandi og ómerkilegan þjóðfélagsþegn. Við kynnumst því hvernig það er að lifa í hernumdu landi og  hvað fólkið gerir til að gera lífið bærilegra þar sem útgöngubann og vöruskortur eru daglegt brauð. 

Ástin blómstrar þrátt fyrir allt og jafnvel milli einstaklinga úr báðum liðum en það gerir lífið enn flóknara. Lesendur kynnast því að óvinurinn er líka mannlegur, til dæmis er sagt frá því að matur var „óvart“ skilinn eftir á auðfundnum stað. Gott fyrir okkur í eyðsluþjóðfélaginu að lesa um það sem staðreynd að ein kartafla skipti máli í máltíð dagsins.

Að mínu mati er þessi bók frábær lýsing á mannlegum samskiptum. Mér fannst titillinn ekki aðlaðandi og var búin að handfjatla bókina nokkuð oft án þess að nokkur lestraráhugi vaknaði. Ég átti í fyrstu einnig í nokkrum vandræðum við að tengja bréfin einstaklingum því bréfritarar eru svo margir. Það má því segja að útlitið og titillinn hafi ekki hrifið mig en innihaldið olli mér engum vonbrigðum og áhuginn óx með hverju bréfi. Ég mæli því eindregið með bókinni.

Sigurbjörg Björnsdóttir, febrúar 2011.
Sigurbjörg er deildarbókavörður í Ársafni Borgarbókasafns


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Fallið eftir Þráin Bertelsson
Fallið | 21.10.2011
Hér á vefnum birtast lesendapistlar undir yfirskriftinni "Ég les". Ingvi Þór Kormáksson sendir hér inn nokkur orð um nýútkomna bók Þráins Bertelssonar. Eldri lesendapistla má finna á umfjöllunarsíðu vefsins. ...
Babys in Black
Baby´s in Black | 30.09.2011
Baby’s in Black er myndasaga sem fjallar um kynni þýska ljósmyndarans Astridar Kirchherr og „fimmta Bítilsins“ Stuarts Sutcliffe. Sagan hefst á því að þau kynnast á skuggalegri búllu á Große Freiheit í Hamborg undir lok ársins 1960 og segir svo frá trúlofun þeirra og sambúð allt til sviplegs dauða Sutcliffes í apríl 1962. ...
Alex Crosss Trial
Alex Cross's Trial | 07.06.2011
Þorkell Már Ingólfsson, bókavörður í Ársafni Borgarbókasafns, er mikill aðdáandi bandaríska höfundarins James Patterson. Hann skrifar hér um bók úr Alex Cross seríunni, en hún snýst um átök samnefndrar leynilöggu við glæpahyski í Suðurríkjum Bandaríkjanna. ...
Bókmennta- og kartöflubökufélagið
Bókmennta- og kartöflubökufélagið byggist upp á bréfaskriftum milli sögupersónanna. Aðalpersónan er Juliet Ashton, sem er í byrjun bókar árið 1946, að leita að efni í nýja bók. Hún fær þá bréf frá ókunnum manni sem eignast hefur bók sem áður var í eigu skáldkonunnar. Nafn hennar var ritað á saurblaðið og þar sem hún er þekktur pistlahöfundur á hann auðvelt með að hafa upp á henni. ...
Rithöfundaferill Helenu Henschen er margra hluta vegna óvenjulegur. Eftir að hafa starfað alla tíð við hönnun og myndskreytingar ýmis konar þá gefur hún út sína fyrstu „alvörubók“, 64 ára gömul - og það enga venjulega bók. ...
Af einhverjum ástæðum komu þónokkrar þýðingar sem tengjast helförinni út hér á síðasta ári. Ég hef lesið þrjár þessara bóka en þær eru Dagbók Hélène Berr, Bókaþjófurinn og Strákurinn í röndóttu náttfötunum. ...
Armur krónópi er úti að aka á bílnum sínum þegar hann verður fyrir því óláni að bremsurnar bila á götuhorni og hann klessir á annan bíl. Umferðarlögreglumaður kemur askvaðandi og dregur upp sektakompu í bláu bandi. ...
Bókin sem ég valdi er ævisaga séra Sigurjóns Einarssonar, Undir Hamrastáli, Uppvaxtar og mannlífsmyndir úr Arnarfirði. ...
Rán er fimmta skáldsaga Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Sögusviðið er Genf og Barcelona. Sjónarhornið er Íslendings í útlöndum, konunnar Rán en hún er gift svissneskum manni, Hansjürg og býr í Genf. ...
Eitt af því mikilvægasta í lífinu tel ég að vera í góðu sambandi við barnið í sjálfri mér. Til að svo megi vera verð ég að leggja rækt við þetta samband. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál