Alex Cross's Trial

Þorkell Már Ingólfsson, bókavörður í Ársafni Borgarbókasafns, er mikill aðdáandi bandaríska höfundarins James Patterson og skrifar hér um bækur hans.

James Patterson og Richard Dilallo: Alex Cross's Trial
London: Arrow Books, 2010

Alex Cross´s Trial er eftir James Patterson og Richard Dilallo. Sagan er sögð af leynirögreglumanninum Alex Cross og gerist hún snemma á 20. öld í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Þetta er hörku lögfræðidrama með morðum og skepnuskap, enda gerist bókin í umhverfi þar sem kynþáttahatur er gríðarlegt. Ungur lögfræðingur frá Washington er sendur suðureftir til að rannsaka ofbeldisglæpi gegn fólki af afrískum uppruna. Það gerir hann og sækir eitt málið fyrir dómstólum. Það reynist hins vegar ekki auðvelt, til dæmis er faðir lögfræðingsins dómari í málinu og hefur engan áhuga á að sækja hvítt fólk til saka fyrir afbrot gegn blökkumönnum. Eins og oft hjá James Patterson eru margar persónur ekki allar þar sem þær eru séðar. Bókin er hrikalega spennandi þar sem lögfræðingur með gott hjartalag glímir við rángrimma kynþáttahatara.
 
Alex Cross´s Trial er sextánda bókin í seríunni um þennan ágæta leynilögreglumann og er hún eina bókin í seríunni sem Patterson skrifar í félagi við annan. Þetta er að mínu mati besta glæpaserían á markaðnum og hvet ég fólk til að lesa helst allar bækurnar, frá fyrstu bókinni Along Came a Spider. Þó svo að hver og ein standi ein og sér er gott að lesa þær í réttri röð þar sem þær fylgja rökréttri tímalínu. Galdurinn við þessa seríu er hin frábæra formúla Patterson sem gengur út á það að öðlingurinn Alex Cross glímir við einhver mestu úrþvætti sem komið hafa fyrir í glæpasögum. Óþverrarnir eiga það sameiginlegt með Alex að vera bráðsnjallir og jafn helteknir af eigin glæpaverkum og hann er af rannsókn málanna. Cross-serían hefur ekki verið þýdd á íslensku, eins og til dæmis Women´s Murder Club (Fyrstur til að deyja, Annað tækifæri, Þriðja gráða o.fl.), en það er prýðilegt að lesa þessa seríu á frummálinu hvort eð er.
 
Patterson er nú byrjaður á nýrri seríu, sem kallast Private og lofar fyrsta bókin í röðinni með sama nafni mjög góðu. Höfundurinn fylgir þarna sömu pottþéttu formúlunni og í Cross-seríunni þar sem sómafólk (sem þó er áhugavert) glímir við hundingja af öllu tagi og suma í háum valdastöðum.

Þess má svo geta að JPV útgáfa er nýbúin að gefa út Póstkortamorðin, sem Patterson skrifaði í samvinnu við hina sænsku Lizu Marklund. Guðni Kolbeinsson þýddi.

Þorkell M. Ingólfsson, 2011.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Fallið eftir Þráin Bertelsson
Fallið | 21.10.2011
Hér á vefnum birtast lesendapistlar undir yfirskriftinni "Ég les". Ingvi Þór Kormáksson sendir hér inn nokkur orð um nýútkomna bók Þráins Bertelssonar. Eldri lesendapistla má finna á umfjöllunarsíðu vefsins. ...
Babys in Black
Baby´s in Black | 30.09.2011
Baby’s in Black er myndasaga sem fjallar um kynni þýska ljósmyndarans Astridar Kirchherr og „fimmta Bítilsins“ Stuarts Sutcliffe. Sagan hefst á því að þau kynnast á skuggalegri búllu á Große Freiheit í Hamborg undir lok ársins 1960 og segir svo frá trúlofun þeirra og sambúð allt til sviplegs dauða Sutcliffes í apríl 1962. ...
Alex Crosss Trial
Alex Cross's Trial | 07.06.2011
Þorkell Már Ingólfsson, bókavörður í Ársafni Borgarbókasafns, er mikill aðdáandi bandaríska höfundarins James Patterson. Hann skrifar hér um bók úr Alex Cross seríunni, en hún snýst um átök samnefndrar leynilöggu við glæpahyski í Suðurríkjum Bandaríkjanna. ...
Bókmennta- og kartöflubökufélagið
Bókmennta- og kartöflubökufélagið byggist upp á bréfaskriftum milli sögupersónanna. Aðalpersónan er Juliet Ashton, sem er í byrjun bókar árið 1946, að leita að efni í nýja bók. Hún fær þá bréf frá ókunnum manni sem eignast hefur bók sem áður var í eigu skáldkonunnar. Nafn hennar var ritað á saurblaðið og þar sem hún er þekktur pistlahöfundur á hann auðvelt með að hafa upp á henni. ...
Rithöfundaferill Helenu Henschen er margra hluta vegna óvenjulegur. Eftir að hafa starfað alla tíð við hönnun og myndskreytingar ýmis konar þá gefur hún út sína fyrstu „alvörubók“, 64 ára gömul - og það enga venjulega bók. ...
Af einhverjum ástæðum komu þónokkrar þýðingar sem tengjast helförinni út hér á síðasta ári. Ég hef lesið þrjár þessara bóka en þær eru Dagbók Hélène Berr, Bókaþjófurinn og Strákurinn í röndóttu náttfötunum. ...
Armur krónópi er úti að aka á bílnum sínum þegar hann verður fyrir því óláni að bremsurnar bila á götuhorni og hann klessir á annan bíl. Umferðarlögreglumaður kemur askvaðandi og dregur upp sektakompu í bláu bandi. ...
Bókin sem ég valdi er ævisaga séra Sigurjóns Einarssonar, Undir Hamrastáli, Uppvaxtar og mannlífsmyndir úr Arnarfirði. ...
Rán er fimmta skáldsaga Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Sögusviðið er Genf og Barcelona. Sjónarhornið er Íslendings í útlöndum, konunnar Rán en hún er gift svissneskum manni, Hansjürg og býr í Genf. ...
Eitt af því mikilvægasta í lífinu tel ég að vera í góðu sambandi við barnið í sjálfri mér. Til að svo megi vera verð ég að leggja rækt við þetta samband. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál