Með heiminn í vasanum

Margrét Örnólfsdóttir

Bjartur, 2011

Með heiminn í vasanumÞrír heimar – hið minnsta

Margrét Örnólfsdóttir ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í skáldsögunni Með heiminn í vasanum því þar fjallar hún um tvo „raunveruleika“ – annars vegar líf, raunir og áskoranir íslensks pilts sem við fyrstu sýn virðist ekkert skorta og hins vegar streð og sorgir kínverskrar stúlku sem þrælar við að setja saman leikföng í leikfangaverksmiðju. Líf Ara og Jinghua fléttast saman í baráttunni fyrir frelsi og betra lífi og bæði þrá þau að vera elskuð og vera með þeim sem þau elska. Inn í þetta fléttast svo rafheimur – netið, tölvuleikir og rafræn samskipti – og tengsl raunheims og rafheims sem í nútímasamfélagi virðist ómögulegt að slíta.

Táningspilturinn Ari á allt (meira að segja kreditkort!) og fær allt sem hann vill, og meira til, nema tíma og alúð foreldra sinna. Ari er afsprengi, eða jafnvel fórnarlamb, alþjóðavæðingarinnar; drengur sem hefur alist upp og gengið í skóla í fjölmörgum löndum og nokkrum heimsálfum, talar fleiri tungumál en jafnaldrar hans og á í raun hvergi raunverulega heima – þrátt fyrir að hafa búið á ótal stöðum. Foreldrar hans skipta sér lítið af honum og sú manneskja sem þekkir hann best og hann treystir framar öðrum er barnfóstra hans. Hann kann þó best við sig á Íslandi af öllum stöðum og verður allt annað en glaður þegar foreldrar hans ákveða að skilja og honum er gert að fylgja föður sínum til Hong Kong. Um svipað leyti berst Ara og Kötlu frænku hans neyðaróp frá Jinghua og þau setja sér það markmið að bjarga ekki aðeins þessari stúlku heldur öllum heiminum. Upphefst þá æsileg og spennandi flétta sem teygir anga sína til Íslands, Japans og Kína og breiðist einnig út um netið og inn í nettölvuleik sem Ari spilar, en það er eini staðurinn þar sem hann er herra yfir eigin lífi.

Með heiminn í vasanum hefur þegar við tilnefnd af hálfu Íslands til Barna- og unglingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins sem og til Fjöruverðlaunanna í flokki barna- og unglingabóka og er vel að þeim tilnefningum komin. Sagan er skemmtilega skrifuð, heillandi og marglaga. Deilt er á græðgi, barnaþrælkun og mannréttindabrot auk þess sem tekist er á við veruleika barna og unglinga í samfélagi nútímans og fjallað um hversu öflugt afl börn geta verið þegar þau standa saman en engu síður þurfi þau á umhyggju að halda. Sterkur boðskapurinn er í góðu jafnvægi við skemmtanagildið og þetta er saga sem skilur mikið eftir sig í huga lesanda, enda lætur höfundur lesanda það eftir að draga ýmsar ályktanir.

Með heiminn í vasanum er án efa ein þeirra barna- og unglingabóka sem standa upp úr í þessu jólabókaflóði en samkeppnin er hörð þessi jól og óvenju margar bækur sem vert er að veita athygli. Margrét Örnólfsdóttir sýnir með bók sinni að hægt er að fjalla um alvarleg og mikilvæg málefni í bókum fyrir ungt fólk og þannig að unga fólkið kunni að meta þær. Þetta gera raunar líka Jónína Leósdóttir í Upp á líf og dauða, Arndís Þórarinsdóttir í Játningum mjólkurfernuskálds, Ragnheiður Gestsdóttir í Gegnum glervegginn og Bryndís Björgvinsdóttir í Flugunni sem stöðvaði stríðið. Allar þessar bækur sýna hvernig barna- og unglingabækur spegla samfélagið sem við lifum í og geta því og eiga að vera hluti af orðræðu þess. Ég vona því að sem flestir lesi Með heiminn í vasanum – og tali um hana.

Helga Birgisdóttir, desember 2011


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Við tilheyrum sama myrkrinu eftir Kristínu Ómarsdóttur
Á síðasta ári kom út skáldverk sem fjallar um þekktar persónur, nafngreinir þær og lætur þær gera eitt og annað sem ekki samræmist heimildum um líf þeirra. Sumt af því þætti mögulega vafasamt, allavega ef fólk er ekki alveg laust við fordóma og tepruskap. Bókin sem ég er að tala um er auðvitað smásagnasafn Kristínar Ómarsdóttur, Við tilheyrum sama myrkrinu. Af vináttu: Marilyn Monroe og Greta Garbo, en auk sagnanna inniheldur safnið eitt ljóð og fjölmargar teikningar. Sögurnar lýsa allar samskiptum þessara tveggja íkonísku leikkvenna og kvikmyndastjarna, en í þessum söguheimi eru þær miklar vinkonur og bralla hitt og annað saman. ...
Daloon dagar eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur
Daloon dagar | 09.05.2012
Ljóðabókin Daloon dagar eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er afrakstur nýtilkominnar námsbrautar í ritlist við Háskóla Íslands, en henni stýrir rithöfundurinn og þýðandinn Rúnar Helgi Vignisson. Áður hefur komið út bókin Með mínum grænu augum eftir Sverri Norland (og mögulega fleiri sem ég hef ekki frétt af) og af þessum tveimur bókum má auðveldlega álykta að þarna eru góðir hlutir að gerast. ...
Klækir
Klækir | 22.02.2012
Sigurjón Pálsson kynnir sig á bókarkápu Klækja sem hönnuð og “óskrifað blað í íslenskri bókmenntasögu”. Það má bæta því við að bók á borð við þessa hefur heldur ekki áður tilheyrt íslenskri bókmenntasögu. Bókin er 350 þéttprentaðar síður og tekur dágóðan tíma að krafla sig í gegnum hana. Undirtitillinn er “Spennusaga” og það er orð að sönnu. ...
Götumálarinn
Götumálarinn | 18.01.2012
Í sögunni Götumálaranum segir Þórarinn Leifsson frá ævintýrum sínum á Spáni og í Marokkó þar sem hann bráðungur þvældist um og hafði í sig og á með betli og með því að mála myndir á gangstéttar og torg. Bókin skiptist í stutta, nokkuð hnitmiðaða kafla og í upphafi hvers kafla eru skemmtilegar myndir eftir höfundinn sem gefa tóninn fyrir það sem á eftir fylgir. Sagan er í nokkurs konar dagbókarformi og Þórarinn skrifar því sig hér inn í ýmsar hefðir, ferðabókina, vegabókina, og ‚líf-mitt-á-jaðri-samfélagsins-bókina‘, svona eins og þær sem hafa fylgt í kjölfar Down and Out in Paris and London eftir George Orwell. ...
Allt kom það nær
Allt kom það nær | 18.01.2012
Ljóðabók Þorsteins frá Hamri sem kom út nú fyrir jólin geymir 37 ljóð og skiptist í tvo hluta, „Vera manns–“ og „Litvörp logans...“ Samkvæmt ritmálaskrá er fyrsta dæmið um orðið ‚litvarp‘ að finna í ferðaþáttum Thors Vilhjálmssonar, Undir gervitungli (1958), sem er viðeigandi því í bók Þorsteins er ákaflega fínt minningarljóð um Thor sem nefnist „... Og stormar blésu“, þar sem í örfáum orðum er dregin upp dramatísk mynd af manni, skáldskap og söknuði allt í senn. ...
Hálendið
Hálendið | 11.01.2012
Það setti að mér ugg þegar ég hóf lestur minn á Hálendi Steinars Braga. Ekki vegna þess hryllings sem höfundurinn sníður svo listilega vel á síðum bókarinnar, heldur einfaldlega vegna þess að ég óttaðist að verkið stæðist ekki væntingar. ...
Söngur guðsfuglsins
Söngur Guðsfuglsins fjallar, eins og undirtitillinn segir, um þrastarunga sem „vissi ekki til hvers fuglar voru“. Þetta er saga um leitina að tilgangi lífsins, ætluð börnum og er fagurlega myndskreytt af Helga Þorgils Friðjónssyni. Sögð er saga þriggja kynslóða þrasta í Hljómskálagarðinum og það er gaman hvernig styttur úr þessum sama garði eru notaðar við myndskreytingarnar en myndirnar eru á hægri síðu og ná allar yfir heila síðu, alla jafna með þykkan ramma utan um sjálft myndefnið sem sýnir fuglana við leik og störf. Ýmsum aðferðum er beitt við myndlýsingarnar, myndir eru málaðar og teiknaðar, klipptar inn og ljósmyndir eru einnig notaðar. ...
Lygarinn
Lygarinn eftir Óttar M. Norðfjörð er þrælspennandi glæpasaga en í henni er að finna fjölda tilvísana í samtíma okkar og hrunið auk þess sem spennandi gátur, skákeinvígi aldarinnar og dágóður skammtur af morðum skreyta síðurnar. Fjölskylduerjur, heimilisofbeldi, framhjáhald (raunverulegt og ímyndað, í raunheimi og netheimi) og dass af lesbískum ástum koma líka við sögu og gott ef ekki mannsmorð og mansal. Það er nóg um að vera í Lygara Óttars og lygararnir reynast fleiri en einn. ...
Ómynd
Ómynd | 03.01.2012
Ómynd er þriðja glæpasaga Eyrúnar Ýrar Tryggvadóttur fyrir fullorðna og fjallar, líkt og hinar fyrri, um blaðakonuna Andreu. Hinar fyrri eru Hvar er systir mín? (2008) og Fimmta barnið (2009) sem báðar voru tilnefndar til Blóðdropans, verðlauna Hins íslenska glæpafélags og eru fínustu glæpasögur. ...
Með heiminn í vasanum
Margrét Örnólfsdóttir ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í skáldsögunni Með heiminn í vasanum því þar fjallar hún um tvo „raunveruleika“ – annars vegar líf, raunir og áskoranir íslensks pilts sem við fyrstu sýn virðist ekkert skorta og hins vegar streð og sorgir kínverskrar stúlku sem þrælar við að setja saman leikföng í leikfangaverksmiðju. Líf Ara og Jinghua fléttast saman í baráttunni fyrir frelsi og betra lífi og bæði þrá þau að vera elskuð og vera með þeim sem þau elska. Inn í þetta fléttast svo rafheimur – netið, tölvuleikir og rafræn samskipti – og tengsl raunheims og rafheims sem í nútímasamfélagi virðist ómögulegt að slíta. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál