Söngur Guðsfuglsins: Sagan af unganum sem vissi ekki til hvers fuglar voru

Ísak Harðarson (texti) og Helgi Þorgils Friðjónsson (myndir)

Uppheimar, 2011

Söngur guðsfuglsinsTíst til guðsfuglsins

Söngur Guðsfuglsins er fyrsta barnabók Ísaks Harðarsonar, skrifuð árið 1992, útgefin 2011. Ísak er eflaust best þekktur sem ljóðskáld en það eru 30 ár síðan hans fyrsta ljóðabók, Þriggja orða nafn, kom út. Síðan þá hefur hann sent frá sér fjölda ljóðabóka auk þess að skrifa skáldsögu, tvö smásagnasöfn og hið ævisögulega verk Þú sem ert á himnum, þú ert hér! (1996).

Söngur Guðsfuglsins fjallar, eins og undirtitillinn segir, um þrastarunga sem „vissi ekki til hvers fuglar voru“. Þetta er saga um leitina að tilgangi lífsins, ætluð börnum og er fagurlega myndskreytt af Helga Þorgils Friðjónssyni. Sögð er saga þriggja kynslóða þrasta í Hljómskálagarðinum og það er gaman hvernig styttur úr þessum sama garði eru notaðar við myndskreytingarnar en myndirnar eru á hægri síðu og ná allar yfir heila síðu, alla jafna með þykkan ramma utan um sjálft myndefnið sem sýnir fuglana við leik og störf. Ýmsum aðferðum er beitt við myndlýsingarnar, myndir eru málaðar og teiknaðar, klipptar inn og ljósmyndir eru einnig notaðar.

Tilgangur lífsins eða leitin að þessum tilgangi er umfjöllunarefni sem Ísaki er hugleikið eins og Andri Snær Magnason bendir á í umfjöllun sinni um verk skáldsins hér á bókmenntir.is. Þar vísar Andri til dæmis til Þú sem ert á himnum, þú ert hér! þegar drengurinn Ísak hugsar um það hvers vegna við erum til og hlustar á söng þrastanna sem honum finnst vera hjáróma, merkingarlaus og falskur.

Þrátt fyrir að fást við alvarleg málefni er sagan afskaplega fyndin. Litið er á heiminn frá sjónarhorni þrastanna og ungarnir eru mjög forvitnir um lífið og tilveruna eins og við sjáum í upphafi bókar þegar „næststærsti unginn“ spyr:

„Er þetta hreiðrið okkar, mamma og pabbi? Bjugguð þið það til? Af hverju bjugguð þið það til? Hvað er fyrir utan það? Hvað er þetta græna og þetta brúna? En þetta bláa og skrítna? Af hverjum erum við hérna? Hvað erum við?“ (bls. 8)

Málfarið er aðlagað að fuglum, fuglarnir tala ekki heldur tísta og hlusta á „dásamleg spekitískið“ sem hrýtur af „góða goggnum hans pabba“ (bls 8), það sem við myndum kalla barnalegt er í sögunni „ungalegt“, herramannsmatur verður „herrafuglsmatur“, Guð verður „Guðsfugl“ og svo mætti lengi telja. Þessi orðaleikur tekst afskaplega vel en öll framsetning textans er mjög skemmtileg og bókin vel skrifuð.

Ungarnir sem klekjast úr eggjum eru fjórir talsins. Þeir vaxa og þroskast og einn af öðrum átta þeir sig á því til hvers fuglar eru og allir fá þeir nafn: Goggur, Vængur og Birkinefur. Yngsti fuglinn fær þó ekkert nafn og skilur ekki til hvers fuglar eru. Sorg og dauði sækja ekki aðeins mennina heim heldur einnig fuglana og um miðja bók, þegar nafnlausi fuglinn er fullorðinn og kominn í hjónaband, lendir hann í miklu áfalli og verður í kjölfarið þunglyndur og dettur einna helst í hug að fuglar séu „til þess að deyja“ og lýsir því yfir Guðsfuglinn sé hreinlega „geirfuglinn – sem drapst auðvitað á undan öllu öðru!“ (bls. 32). Fjölskylda og vinir reyna eins og þeir geta að fá nafnlausa fuglinn til að sjá ljósið og hann þarf að skoða bæði sál sína og hjarta áður en birtir til og hann veit til hvers fuglar eru.

Söngur guðsfuglsinser einstaklega falleg barnabók sem fjallar um málefni sem öll börn velta einhvern tíma fyrir sér, og við fullorðna fólkið líka. Svarið við því til hvers fuglar eru (og þá væntanlega líka menn) er að finna í Guðsfuglinum, til hans þurfum við að tísta „innsta tísti hjartans“. Trúarþörfin er áberandi í þessari sögu eins og svo mörgum verkum Ísaks. Sá boðskapur að við þurfum að leita að tilgangi lífsins og að hann sé að finna innra með okkur, í kærleikanum, er fallegur og góður og öllum hollt að hlusta á. Ég er hins vegar efins umtrúaráróður eins og þann sem birtist í þessari barnabók. Kærleikurinn virðist samofinn Guðsfuglinum, en hvað með þá sem ekki trúa á hann. Eiga þeir sér enga von? Ungir lesendur hljóta að spyrja sig þeirrar spurningar.

Helga Birgisdóttir, janúar 2011


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Við tilheyrum sama myrkrinu eftir Kristínu Ómarsdóttur
Á síðasta ári kom út skáldverk sem fjallar um þekktar persónur, nafngreinir þær og lætur þær gera eitt og annað sem ekki samræmist heimildum um líf þeirra. Sumt af því þætti mögulega vafasamt, allavega ef fólk er ekki alveg laust við fordóma og tepruskap. Bókin sem ég er að tala um er auðvitað smásagnasafn Kristínar Ómarsdóttur, Við tilheyrum sama myrkrinu. Af vináttu: Marilyn Monroe og Greta Garbo, en auk sagnanna inniheldur safnið eitt ljóð og fjölmargar teikningar. Sögurnar lýsa allar samskiptum þessara tveggja íkonísku leikkvenna og kvikmyndastjarna, en í þessum söguheimi eru þær miklar vinkonur og bralla hitt og annað saman. ...
Daloon dagar eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur
Daloon dagar | 09.05.2012
Ljóðabókin Daloon dagar eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er afrakstur nýtilkominnar námsbrautar í ritlist við Háskóla Íslands, en henni stýrir rithöfundurinn og þýðandinn Rúnar Helgi Vignisson. Áður hefur komið út bókin Með mínum grænu augum eftir Sverri Norland (og mögulega fleiri sem ég hef ekki frétt af) og af þessum tveimur bókum má auðveldlega álykta að þarna eru góðir hlutir að gerast. ...
Klækir
Klækir | 22.02.2012
Sigurjón Pálsson kynnir sig á bókarkápu Klækja sem hönnuð og “óskrifað blað í íslenskri bókmenntasögu”. Það má bæta því við að bók á borð við þessa hefur heldur ekki áður tilheyrt íslenskri bókmenntasögu. Bókin er 350 þéttprentaðar síður og tekur dágóðan tíma að krafla sig í gegnum hana. Undirtitillinn er “Spennusaga” og það er orð að sönnu. ...
Götumálarinn
Götumálarinn | 18.01.2012
Í sögunni Götumálaranum segir Þórarinn Leifsson frá ævintýrum sínum á Spáni og í Marokkó þar sem hann bráðungur þvældist um og hafði í sig og á með betli og með því að mála myndir á gangstéttar og torg. Bókin skiptist í stutta, nokkuð hnitmiðaða kafla og í upphafi hvers kafla eru skemmtilegar myndir eftir höfundinn sem gefa tóninn fyrir það sem á eftir fylgir. Sagan er í nokkurs konar dagbókarformi og Þórarinn skrifar því sig hér inn í ýmsar hefðir, ferðabókina, vegabókina, og ‚líf-mitt-á-jaðri-samfélagsins-bókina‘, svona eins og þær sem hafa fylgt í kjölfar Down and Out in Paris and London eftir George Orwell. ...
Allt kom það nær
Allt kom það nær | 18.01.2012
Ljóðabók Þorsteins frá Hamri sem kom út nú fyrir jólin geymir 37 ljóð og skiptist í tvo hluta, „Vera manns–“ og „Litvörp logans...“ Samkvæmt ritmálaskrá er fyrsta dæmið um orðið ‚litvarp‘ að finna í ferðaþáttum Thors Vilhjálmssonar, Undir gervitungli (1958), sem er viðeigandi því í bók Þorsteins er ákaflega fínt minningarljóð um Thor sem nefnist „... Og stormar blésu“, þar sem í örfáum orðum er dregin upp dramatísk mynd af manni, skáldskap og söknuði allt í senn. ...
Hálendið
Hálendið | 11.01.2012
Það setti að mér ugg þegar ég hóf lestur minn á Hálendi Steinars Braga. Ekki vegna þess hryllings sem höfundurinn sníður svo listilega vel á síðum bókarinnar, heldur einfaldlega vegna þess að ég óttaðist að verkið stæðist ekki væntingar. ...
Söngur guðsfuglsins
Söngur Guðsfuglsins fjallar, eins og undirtitillinn segir, um þrastarunga sem „vissi ekki til hvers fuglar voru“. Þetta er saga um leitina að tilgangi lífsins, ætluð börnum og er fagurlega myndskreytt af Helga Þorgils Friðjónssyni. Sögð er saga þriggja kynslóða þrasta í Hljómskálagarðinum og það er gaman hvernig styttur úr þessum sama garði eru notaðar við myndskreytingarnar en myndirnar eru á hægri síðu og ná allar yfir heila síðu, alla jafna með þykkan ramma utan um sjálft myndefnið sem sýnir fuglana við leik og störf. Ýmsum aðferðum er beitt við myndlýsingarnar, myndir eru málaðar og teiknaðar, klipptar inn og ljósmyndir eru einnig notaðar. ...
Lygarinn
Lygarinn eftir Óttar M. Norðfjörð er þrælspennandi glæpasaga en í henni er að finna fjölda tilvísana í samtíma okkar og hrunið auk þess sem spennandi gátur, skákeinvígi aldarinnar og dágóður skammtur af morðum skreyta síðurnar. Fjölskylduerjur, heimilisofbeldi, framhjáhald (raunverulegt og ímyndað, í raunheimi og netheimi) og dass af lesbískum ástum koma líka við sögu og gott ef ekki mannsmorð og mansal. Það er nóg um að vera í Lygara Óttars og lygararnir reynast fleiri en einn. ...
Ómynd
Ómynd | 03.01.2012
Ómynd er þriðja glæpasaga Eyrúnar Ýrar Tryggvadóttur fyrir fullorðna og fjallar, líkt og hinar fyrri, um blaðakonuna Andreu. Hinar fyrri eru Hvar er systir mín? (2008) og Fimmta barnið (2009) sem báðar voru tilnefndar til Blóðdropans, verðlauna Hins íslenska glæpafélags og eru fínustu glæpasögur. ...
Með heiminn í vasanum
Margrét Örnólfsdóttir ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í skáldsögunni Með heiminn í vasanum því þar fjallar hún um tvo „raunveruleika“ – annars vegar líf, raunir og áskoranir íslensks pilts sem við fyrstu sýn virðist ekkert skorta og hins vegar streð og sorgir kínverskrar stúlku sem þrælar við að setja saman leikföng í leikfangaverksmiðju. Líf Ara og Jinghua fléttast saman í baráttunni fyrir frelsi og betra lífi og bæði þrá þau að vera elskuð og vera með þeim sem þau elska. Inn í þetta fléttast svo rafheimur – netið, tölvuleikir og rafræn samskipti – og tengsl raunheims og rafheims sem í nútímasamfélagi virðist ómögulegt að slíta. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál