Klækir

Sigurjón Pálsson

Útgáfa höfundar, Reykjavík 2011

KlækirSigurjón Pálsson kynnir sig á bókarkápu Klækja sem hönnuð og “óskrifað blað í íslenskri bókmenntasögu”. Það má bæta því við að bók á borð við þessa hefur heldur ekki áður tilheyrt íslenskri bókmenntasögu. Bókin er 350 þéttprentaðar síður og tekur dágóðan tíma að krafla sig í gegnum hana. Undirtitillinn er „Spennusaga“ og það er orð að sönnu. Hún sver sig í ætt við margar systur sínar erlendar þar sem atburðarás verður oft flókin og mikið er lagt undir og við sögu koma menn í háum embættum, forsetar og ráðherrar, enda oft örlög sjálfrar heimsbyggðarinnar að veði og koma slíku mektarfólki við. Þetta tekst misvel, og þess jafnvel dæmi að ágætustu höfundum skjótist þótt skýrir séu. Mig rekur minni til þess að hafa lesið ágætis spennutrylli eftir einn þessara höfunda, Christopher Reich, og teygt mig strax eftir þeirri næstu eftir hann en sú reyndist hrútleiðinleg. Bretarnir Colin Forbes og Frederick Forsyth eru ágætir höfundar af þessum toga og marga fleiri mætti telja en þekktastur mun þó vera Robert Ludlum sálugi sem reit m.a. bækurnar um týnda njósnarann Bourne.

Klækir er sem sagt viðamikil saga sem berst víða um lönd og segir frá þremur kynslóðum. Hin eiginlega saga hefst 1964 og lýkur um haustið 2009. Söguþráðurinn er nokkuð flókinn og erfitt að gera grein fyrir honum í stuttu máli. Það má þó segja að tvær fjölskyldur eigi hér hlut að máli, önnur íslensk og hin afgönsk. Sú íslenska fær meira vægi í frásögninni sem eðlilegt er og einn afganinn, Assad Reza. Ung íslensk kona, Hrafna Huld, verður til þess að bjarga bandarískum öldungadeildarþingmanni frá því að verða myrtur af hryðjuverkamönnum í Afganistan. Með því fer röð atvika í gang. Þetta er sem sé meginþráður sögunnar en hún er þó allt að því hálfnuð áður en að þessum atburðum kemur. Það er því augljóst að margt annað hangir á spýtunni og ekki síst saga þessarar íslensku fjölskyldu, foreldra Hröfnu og jafnvel afa og ömmu. Forseti Bandaríkjanna kemur við sögu og einn fyrrverandi forseti lýðveldisins Íslands. Það er ekkert verið að skafa af því þegar kemur að ráðamönnum, alveg í stíl við erlendar spennusagnabókmenntir. Íslenska sérstæðan er þjóðsaga eða munnmælasaga sem er í upphafi bókar og afleiða hennar, alíslensk fylgja Hröfnu.

Höfundur lýsir hver hugmynd hans er að baki margra, að því er virðast, tilviljankenndra funda ýmissa og ólíkra persóna bókarinnar. Hann hefur þar að viðmiði hin svonefndu sex stig aðskilnaðar, að það það þurfi að hámarki að telja sex manneskjur frá þér (maður þekkir mann sem þekkir mann sem þekkir mann sem...) þar til að þú getir tengt þig við nánast hvern sem er, hvar sem er. Gott og blessað, og bara gaman að þeim spekúlasjónum. Í því sambandi má minnast á leikritið Six Degrees of Separation eftir John Guare, einnig Six Degrees: The Science of a Connected Age eftir Duncan Watts og A Mere Six Degrees of Separation: Social Networks, Kevin Bacon, and the Small World Experiment

Það verður að segjast að Sigurjóni tekst bara nokkuð vel upp. Það hlýtur að hafa tekið tímann sinn að rita þessa löngu sögu. Bókin er þrælspennandi og það var tilhlökkunarefni að snúa til hennar að kveldi dags. Manni fannst kannski nóg um alla útúrdúrana, þeir voru kannski ekki allir nauðsynlegir. Það hefði mátt skera eitt og annað niður. En það var samt aldrei leiðinlegt, aðeins of miklar útskýringar stundum eins og höfundur treysti ekki lesendum sínum til að ná boðskapnum fullkomlega.

 Stíll sögunnar er kannski engin snilld en góðir sprettir á köflum og Sigurjóni lætur vel að lýsa umhverfi; til að mynda íslenskri (og afganskri) náttúru. Stundum getur orkað tvímælis að skipt er úr þriðju persónu í fyrstu persónu í einni og sömu málsgrein. Slíkt ásamt ýmsum innsláttarvillum segir manni að yfirlestri hafi verið áfátt og kannski enginn verið. Innsláttar- og inndráttarvillur, og ýmislegt annað smálegt þess háttar sem úði og grúði af náði þó ekki að pirra þann sem þetta ritar svo mikið að hann lokaði bókinni. Sagan sem sögð er hefur vinninginn yfir fagurfræði uppsetningarinnar á textanum.

Ingvi Þór Kormáksson, febrúar 2012


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Við tilheyrum sama myrkrinu eftir Kristínu Ómarsdóttur
Á síðasta ári kom út skáldverk sem fjallar um þekktar persónur, nafngreinir þær og lætur þær gera eitt og annað sem ekki samræmist heimildum um líf þeirra. Sumt af því þætti mögulega vafasamt, allavega ef fólk er ekki alveg laust við fordóma og tepruskap. Bókin sem ég er að tala um er auðvitað smásagnasafn Kristínar Ómarsdóttur, Við tilheyrum sama myrkrinu. Af vináttu: Marilyn Monroe og Greta Garbo, en auk sagnanna inniheldur safnið eitt ljóð og fjölmargar teikningar. Sögurnar lýsa allar samskiptum þessara tveggja íkonísku leikkvenna og kvikmyndastjarna, en í þessum söguheimi eru þær miklar vinkonur og bralla hitt og annað saman. ...
Daloon dagar eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur
Daloon dagar | 09.05.2012
Ljóðabókin Daloon dagar eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur er afrakstur nýtilkominnar námsbrautar í ritlist við Háskóla Íslands, en henni stýrir rithöfundurinn og þýðandinn Rúnar Helgi Vignisson. Áður hefur komið út bókin Með mínum grænu augum eftir Sverri Norland (og mögulega fleiri sem ég hef ekki frétt af) og af þessum tveimur bókum má auðveldlega álykta að þarna eru góðir hlutir að gerast. ...
Klækir
Klækir | 22.02.2012
Sigurjón Pálsson kynnir sig á bókarkápu Klækja sem hönnuð og “óskrifað blað í íslenskri bókmenntasögu”. Það má bæta því við að bók á borð við þessa hefur heldur ekki áður tilheyrt íslenskri bókmenntasögu. Bókin er 350 þéttprentaðar síður og tekur dágóðan tíma að krafla sig í gegnum hana. Undirtitillinn er “Spennusaga” og það er orð að sönnu. ...
Götumálarinn
Götumálarinn | 18.01.2012
Í sögunni Götumálaranum segir Þórarinn Leifsson frá ævintýrum sínum á Spáni og í Marokkó þar sem hann bráðungur þvældist um og hafði í sig og á með betli og með því að mála myndir á gangstéttar og torg. Bókin skiptist í stutta, nokkuð hnitmiðaða kafla og í upphafi hvers kafla eru skemmtilegar myndir eftir höfundinn sem gefa tóninn fyrir það sem á eftir fylgir. Sagan er í nokkurs konar dagbókarformi og Þórarinn skrifar því sig hér inn í ýmsar hefðir, ferðabókina, vegabókina, og ‚líf-mitt-á-jaðri-samfélagsins-bókina‘, svona eins og þær sem hafa fylgt í kjölfar Down and Out in Paris and London eftir George Orwell. ...
Allt kom það nær
Allt kom það nær | 18.01.2012
Ljóðabók Þorsteins frá Hamri sem kom út nú fyrir jólin geymir 37 ljóð og skiptist í tvo hluta, „Vera manns–“ og „Litvörp logans...“ Samkvæmt ritmálaskrá er fyrsta dæmið um orðið ‚litvarp‘ að finna í ferðaþáttum Thors Vilhjálmssonar, Undir gervitungli (1958), sem er viðeigandi því í bók Þorsteins er ákaflega fínt minningarljóð um Thor sem nefnist „... Og stormar blésu“, þar sem í örfáum orðum er dregin upp dramatísk mynd af manni, skáldskap og söknuði allt í senn. ...
Hálendið
Hálendið | 11.01.2012
Það setti að mér ugg þegar ég hóf lestur minn á Hálendi Steinars Braga. Ekki vegna þess hryllings sem höfundurinn sníður svo listilega vel á síðum bókarinnar, heldur einfaldlega vegna þess að ég óttaðist að verkið stæðist ekki væntingar. ...
Söngur guðsfuglsins
Söngur Guðsfuglsins fjallar, eins og undirtitillinn segir, um þrastarunga sem „vissi ekki til hvers fuglar voru“. Þetta er saga um leitina að tilgangi lífsins, ætluð börnum og er fagurlega myndskreytt af Helga Þorgils Friðjónssyni. Sögð er saga þriggja kynslóða þrasta í Hljómskálagarðinum og það er gaman hvernig styttur úr þessum sama garði eru notaðar við myndskreytingarnar en myndirnar eru á hægri síðu og ná allar yfir heila síðu, alla jafna með þykkan ramma utan um sjálft myndefnið sem sýnir fuglana við leik og störf. Ýmsum aðferðum er beitt við myndlýsingarnar, myndir eru málaðar og teiknaðar, klipptar inn og ljósmyndir eru einnig notaðar. ...
Lygarinn
Lygarinn eftir Óttar M. Norðfjörð er þrælspennandi glæpasaga en í henni er að finna fjölda tilvísana í samtíma okkar og hrunið auk þess sem spennandi gátur, skákeinvígi aldarinnar og dágóður skammtur af morðum skreyta síðurnar. Fjölskylduerjur, heimilisofbeldi, framhjáhald (raunverulegt og ímyndað, í raunheimi og netheimi) og dass af lesbískum ástum koma líka við sögu og gott ef ekki mannsmorð og mansal. Það er nóg um að vera í Lygara Óttars og lygararnir reynast fleiri en einn. ...
Ómynd
Ómynd | 03.01.2012
Ómynd er þriðja glæpasaga Eyrúnar Ýrar Tryggvadóttur fyrir fullorðna og fjallar, líkt og hinar fyrri, um blaðakonuna Andreu. Hinar fyrri eru Hvar er systir mín? (2008) og Fimmta barnið (2009) sem báðar voru tilnefndar til Blóðdropans, verðlauna Hins íslenska glæpafélags og eru fínustu glæpasögur. ...
Með heiminn í vasanum
Margrét Örnólfsdóttir ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í skáldsögunni Með heiminn í vasanum því þar fjallar hún um tvo „raunveruleika“ – annars vegar líf, raunir og áskoranir íslensks pilts sem við fyrstu sýn virðist ekkert skorta og hins vegar streð og sorgir kínverskrar stúlku sem þrælar við að setja saman leikföng í leikfangaverksmiðju. Líf Ara og Jinghua fléttast saman í baráttunni fyrir frelsi og betra lífi og bæði þrá þau að vera elskuð og vera með þeim sem þau elska. Inn í þetta fléttast svo rafheimur – netið, tölvuleikir og rafræn samskipti – og tengsl raunheims og rafheims sem í nútímasamfélagi virðist ómögulegt að slíta. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál