Flautuleikur álengdar. Ljóðaþýðingar

Gyrðir Elíasson.

Uppheimar, 2008

Póstkort og landakort, eða er dauðinn eins og hundur?

Ljóðasafnið Flautuleikur álengdar markar aldarfjórðungs rithöfundarafmæli þýðandans Gyrðis Elíassonar, en árið 1983 sendi hann frá sér sína fyrstu bók, ljóðabókina Svarthvít axlabönd. Á þessum árum hefur Gyrðir markað varanleg spor í íslenskt bókmenntalandslag og sent frá sér tugi bóka, eigin verk og þýðingar, en þýðingastarf er mikilvægur hluti af höfundarverki Gyrðis. Þær bækur sem hann þýðir eru oft eftir áhrifavalda hans og höfunda sem standa honum nærri á einhvern hátt, og svo er einnig um Flautuleikinn, það er greinilegt að þessir flautuhljómar eiga ýmislegt skylt með tónum Gyrðis sjálfs. Þrátt fyrir að ljóðin og ljóðskáldin séu ólík má finna í bókinni ýmsa þræði, dauðann, forgengileikann, sorgina og svo hið guðlega. Þetta eru stór viðfangsefni, en líkt og í ljóðum Gyrðist birta mörg þessara ljóða hið stórfenglega í hinu hversdagslega. Dæmi um þetta er í öðru ljóði bókarinnar, “Rúðan kalda” eftir bandaríska skáldið Wendell Berry. Þar segir að “gagnsæ, köld rúða” standi á “milli heims hinna lifandi / og veraldar dauðans”:

sá sem rýnir of mikið
gegnum hana kemst
ekki hjá því að setja
á hana móðu með
andardrætti sínum,
nema hann haldi
of lengi niðri í sér
andanum.

Skáldin eru tuttugu og átta talsins, tuttugu og sex karlar og tvær konur, flest frá Bandaríkjunum, en nokkur frá Kanada, Írlandi, Skotlandi og Wales, þrjú eru utan enskumælandi landa, frá Tyrklandi, Ítalíu og (fyrrum) Tékkóslóvakíu. Það kemur ekki fram úr hvaða máli ljóð þeirra eru þýdd, sem mér finnst alltaf bagalegt. Flestir höfunda eru fæddir á fyrri hluta síðustu aldar, en þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að ljóðin virki gamaldags, með einstaka undantekningum. Þvert á móti virka þau flest næstum tímalaus, en þar kemur líka til fyrrnefnt yfirbragð sem minnir á verk þýðandans og býr til ákveðinn ‘viðtökuhjúp’ utanum þau. Sérlega skemmtilegt dæmi um þetta tímaleysi er ljóð Skotans Norman MacCraig (1910-1996), “Landakort”. Þar segir ljóðmælandi það “dálítið skelfilegt” að skipuleggja ferðalag:

allar þessar hæðarlínur:
þessar bláu bugður sem tákna árnar,
lítill depill sem reynist vera borg.

Ef maður gæti bara gleypt landakortið -
að meðtöldum verum sem sjást ekki á því
og fjarveru morgundagsins
og skúrirnar í grennd -
og allan tímann setið,
virtur landfræðingur,
í sínum vanalega stól
kveikt sér í enn einni sígarettu
og áætlað slíkar máltíðir,
slíka leiðangra.

Hinn mikli fjöldi höfunda og ljóða gerir það að verkum að bókin verður óhjákvæmilega nokkuð ójöfn og þrátt fyrir að finna megi stef og þræði þá er ekki nein ákveðin heildarmynd yfir Flautuleiknum. Kannski hefði að ósekju mátt skera aðeins niður, en á móti kemur að það er gaman að fá að líta inn um svona marga glugga skálda sem gera má ráð fyrir að fæstir lesendur þekki að ráði - eða yfirleitt, og í því felst gildi ljóðasafnsins.

Helsti ókosturinn liggur hinsvegar í hinu ójafna kynjahlutfalli, en það er hálf hjákátlegt að í ljóðasafni tuttugu og átta skálda sé aðeins að finna tvær skáldkonur. Þær heita báðar Anna, Annie Dillard er bandarísk og Anne Carson er kanadísk, ljóð beggja skera sig nokkuð úr hinum ljóðunum. Anne Carson fjallar um guð á kómískan hátt eins og í ljóðinu “Í Guðs nafni”, en þar hugsar ljóðmælandi um forsetningar og veltir fyrir sér setningunni “”Því með manninum kom Dauðinn.”” Hún undrast að “maðurinn sé:

boðberi Dauðans. Kannski það þýði

að maðurinn hafi staðið við vegbrún
og Dauðinn hafi átt leið hjá.
Einu sinni átti ég hund

sem vildi elta hvern sem var.
Kannski náðu þeir saman
í upphafi, smátt og smátt,
með því að hlusta hvor á annan.

Eins og sjá má af þeim þremur dæmum sem hér eru tekin einkennast mörg ljóðin af hárfínu jafnvægi milli kímni og dauðans alvöru, sem (án þess að ég geti dæmt um frumtextann) þýðandi fangar fullkomlega. Því get ég ekki annað en undrast það að innanum sé að finna ljóð eins og “Söng kúrekans” eftir Bandaríkjamanninn Ted Berrigan (1934-1983) en þar er konuást líkt við morgundöggina, “hún getur allt eins / fallið á / glampandi hrossatað / og rós”. Í bók sem er svo fátæk af kvenskáldum verður svona gamaldags yfirlýsing um ástir kvenna sérlega áberandi, en ljóðið minnir mig mest á ýmis ummæli sem Virginia Woolf leitaði uppi í bókinni Sérherbergi (1929) og dró sundur og saman í háði, en þar tjáðu miklar mannvitsbrekkur sig einmitt um konur.

Ljóðaþýðingar eru orðnar að sjaldséðum fuglum og hljóta iðulega litla athygli. Þær eru þó ákaflega mikilvægt fyrirbæri fyrir bókmenntaflóruna, eins og bókmenntasaga okkar hefur klárlega sýnt framá (þrátt fyrir að í hinni rituðu Bókmenntasögu hafi því ekki verið gerð skil). Af þessum sökum er fjarvera kvenskálda enn bagalegri, í því annars stórgóða
framtaki sem Flautuleikur álengdar er. Safn af þessu tagi býður lesanda í ferðalag - álíkt því og að gleypa landakort - um erlenda heima ljóðsins og gefur honum tækifæri til að skoða íslensk ljóð í nýju samhengi, eða bara njóta þess að lesa eitthvað sem er svolítið framandi. Þannig má jafnvel líkja bókinni við safn póstkorta utan úr heimi, eins og þeirra sem lýst er í ljóði Kanadamannsins (og ‘Íslandsvinarins’) Michael Ondaatje, “Útleggingar á póstkortum mínum”:

páfuglinn þýðir reglusemi
kengúrurnar sem kljást þýða geðbilun
vinin þýðir að ég hafi dottið í lukkupottinn

staðsetning frímerkisins - höfuð einræðisherrans
lárétt, eða “lögreglumenn á hestbaki”,
þýðir pólitíska hættu

röng dagsetning þýðir að ég
sé ekki þar sem ég ætti að vera

þegar ég tala um veðrið
á ég við verkefnin

autt póstkort segir
að ég sé úti í auðninni


Úlfhildur Dagsdóttir, júlí 2008

 

 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Ljóðasafnið Flautuleikur álengdar markar aldarfjórðungs rithöfundarafmæli þýðandans Gyrðis Elíassonar, en árið 1983 sendi hann frá sér sína fyrstu bók, ljóðabókina Svarthvít axlabönd. Á þessum árum hefur Gyrðir markað varanleg spor í íslenskt bókmenntalandslag og sent frá sér tugi bóka, eigin verk og þýðingar, en þýðingastarf er mikilvægur hluti af höfundarverki Gyrðis. Þær bækur sem hann þýðir eru oft eftir áhrifavalda hans og höfunda sem standa honum nærri á einhvern hátt, og svo er einnig um Flautuleikinn, það er greinilegt að þessir flautuhljómar eiga ýmislegt skylt með tónum Gyrðis sjálfs. ...
Það hefur löngum verið hlutverk bókmennta að fjalla um samtímann eða endurspegla hann á einhvern hátt. Þannig hafa íslenskar bókmenntir undanfarinna ára komið inn á hið svokallaða góðæri (sem reyndar aðeins fáir upplifðu að einhverju ráði), efling íslensku glæpasögunnar hefur verið tengdur auknum glæpum og umfjöllun um umhverfisvernd hefur sömuleiðis verið áberandi. ...
Sólkross | 21.12.2010
Sólkross Óttars M. Norðfjörð kemur fast á hæla Hnífs Abrahams, og hefur verið kölluð sjálfstætt framhald hennar. Böndin milli bókanna eru þó lítil sem engin, nema að báðar eru spennusögur sem byggðar eru á einhverjum fræðilegum grunni sem lesendur eru hvattir til að íhuga. Skyldleiki Hnífs Abrahams við sögur Dan Browns var ljós og nokkuð tíundaður, Sólkross er á sömu línu en að þessu sinni eru leyndarmál fortíðarinnar grafin á Íslandi, nánar tiltekið á Suðurlandsundirlendinu. ...
Sjöundi sonurinn | 21.12.2010
Tíu ár eru nú liðin frá því að fyrsta skáldsaga Árna Þórarinssonar, Nóttin hefur þúsund augu, kom út. Á þessum tíma hefur hann sent frá sér átta bækur. Tvær eru skrifaðar í samvinnu við Pál Pálsson en hinar sex, sem Árni skrifar einn og óstuddur, eru í seríu þar sem Einar blaðamaður á Síðdegisblaðinu flækist í hin aðskiljanlegustu glæpamál og tekst að leysa þau á sinn hátt. Það er alltaf spurning hvernig til tekst með trúverðugleika þegar íslenskar glæpasögur eru annars vegar. Lesendur verða að geta trúað því að þeir atburðir sem bera uppi sögurnar geti í raun gerst í íslensku samfélagi. Árna hefur til þessa gengið bærilega að skrifa sögur sem reyna ekki á þolrif lesenda hvað þetta atriði varðar. Einhverjum kann þó að finnast eilítið undarlegt að einmitt þegar Einar er mættur á staðinn, í þetta sinn til Ísafjarðar, fari óhugnanleg atburðarás af stað. En um leið og maður er búinn að sætta sig við þá einkennilegu tilviljun og fyrirgefa höfundinum er sagan kominn á fulla ferð og óþarfi að velta meira vöngum yfir svona smáatriði sem flestallir glæpahöfundar verða reyndar að glíma við að einhverju leyti. ...
Ódáðahraun | 21.12.2010
Titillinn hér að ofan hefði getað verið undirtitill Ódáðahrauns, nýjustu skáldsögu Stefáns Mána. Skúrkurinn Óðinn R. Elsuson er reyndar bisnessmaður að upplagi en alltaf röngu megin við lögin. Þegar hann svo fær tækifæri til að taka þátt í nokkurn veginn lögmætum viðskiptum grípur hann það þótt ófús sé í fyrstu. Hann hefur nefnilega verið nokkuð ánægður með sig og sitt fram að þessu. Hann gengur til starfa í viðskiptageiranum af sama miskunnarleysinu (en kannski ekki sama ákafanum) og tíðkast hinum megin við línuna og er að lokum orðinn stórefnamaður. Það er svo spurning hvort hann er hamingjusamur í hinu nýja hlutverki sem góðborgari og styrktaraðili Óperunnar. ...
Ljósaskipti | 21.12.2010
Skrýmslið hefur löngum verið ákaflega vinsælt viðfangsefni skáldskapar. Það er eitthvað ómótstæðilegt við það hvernig óvættin ræðst á öll viðtekin gildi og leggur samfélagið í rúst - um stund allavega. Þannig er skrýmsið fulltrúi óreiðunnar, upplausnar sem er bæði nauðsynleg og holl. Almennt séð þykir afstyrmið þó ekki sérlega fagurt og iðulega er djúpt á hinni eðlislægu hrifningu sem þó hlýtur að vakna þegar dýrið gengur laust. Því hefur vampýran tekið að sér það hlutverk að vera helsti fulltrúi þessa ógnar-afls skrýmslisins; vampýran er bæði falleg og fín, fáguð og (kyn)þokkafull, auk þess að búa yfir þeim ákaflega vinsæla og eftirsótta eiginleika að vera ódauðleg, jafnvel handhafi eilífrar æsku. ...
Í þokunni | 21.12.2010
Það kemur ekki á óvart að saga Philippe Claudel, Í þokunni, hafi verið kvikmynduð, því bókin er sérlega myndræn og knöpp. Claudel teiknar upp lítið þorp við víglínuna í fyrri heimsstyrjöld, umhverfi þess og íbúa og leggur áherslu á stéttaskiptingu, en mörkin milli stéttanna endurspeglast að einhverju leyti í þeim mörkum lífs og dauða sem eru við víglínuna. Flestir karlmenn þorpsins eru horfnir í stríð og konurnar verða að bjarga sér eftir mætti, meðal annars með því að selja líkama sinn þeim fjölda hermanna sem ferðast gegnum þorpið í átt til víglínunnar, á leið í stríðið, og þeim sem koma til baka, mis-illa laskaðir. Víglínan spilar líka veigamikið hlutverk fyrir ungu kennslukonuna sem kemur til bæjarins eftir að fyrri kennari tapaði geðheilsunni og ungi lögreglumaðurinn, sögumaður Í þokunni, hrífst af. ...
Það er eitthvað sérstaklega dýrmætt við það bessaleyfi sem barnabækur taka sér í bulli. Hugmyndafluginu er gefinn algerlega laus taumur og fyrstu skotmörkin eru raunsæi (sem er leiðindapúki) og trúverðugleiki (sem er fúll). Hláturtaugarnar eru kitlaðar hressilega í tveimur þýddum barnabókum sem einkennast af líflegu taumleysi, Ottólína og gula kisan (Æskan, 2008) eftir Chris Riddell, breskan barnabókahöfund og myndasöguhöfund og Doktor Proktor og prumpuduftið (Mál og menning, 2008) eftir norska glæpasöguhöfundinn Jo Nesbø. ...
Martröð | 28.06.2010
Martröð segir frá Hrefnu sem er 13 ára íslenskt tökubarn frá Mexíkó, tökubarn er einmitt rétta orðið því hún er ekki löglega ættleidd heldur fann móðirin hana uppi í tré þegar hún var um þriggja ára og var henni síðan smyglað úr landi til Íslands. ...
Rökkurbýsnir | 28.06.2010
Það eru undarleg teikn á lofti, jarðskjálftar skekja byggðir og bú, dögum saman, ísbirnir ganga ítrekað á land og ókennilegur sumarhiti leikur um andlit. Slíkt getur aðeins boðað stórtíðindi, líklega ill. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál