Fjarveran

eftir Braga Ólafsson

Mál og menning 2012

Fögnuður prófarkanna

Fjarveran eftir Braga ÓlafssonÁrmann Valur, söguhetja skáldsögu Braga Ólafssonar, Fjarveran, þolir ekki fyrirsagnir í eignarfalli. Hann er prófarkalesari og alkahólisti sem vaknar upp í byrjun bókar og veit ekki vel hvar hann er. En mikið rétt, það rifjast upp fyrir honum að hann hafði endað í einskonar partýi kvöldið áður, eftir að hafa komið heim frá London, en þar hafði hann hitt ungan mann sem af einhverjum ástæðum tók gleraugu Ármanns heim með sér. Sá hafði svo ekki verið heima þegar Ármann Val bar að garði, en í staðinn var þar fyrir annað fólk sem hélt uppi stuði.

Dyggir lesendur Braga Ólafssonar kannast við málið, en gestgjafalausa veislan geisar í skáldsögu hans frá árinu 2001, Gæludýrunum. Það virðist því svo að Fjarveran sé einskonar framhald þeirrar sögu, þó ekki hefðbundið, því það er aukapersóna en ekki aðalpersóna sem fylgt er áfram. En þegar á líður söguna kemur fleira í ljós sem gerir það að verkum að staðsetning Fjarverunnar í höfundarverki Braga verður ekki eins skýr. Vísað er til persóna tveggja síðustu skáldsagna Braga, Sendiherrans (2006) og Handritsins að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenny Alexson (2010). Ármann Valur þekkir til persóna þar og í ljós kemur að hann var kennari Sturlu, aðalsöguhetju Sendiherrans, en sá er sonur Jóns Magnússonar, einnar aðalsöguhetju Handritsins. Glöggur lesandi hefur mögulega kannast við nafnið Ármann Valur þegar það kemur fyrir í Sendiherranum – en það gerði ég ekki. Þessi tengsl komu því öll mjög flatt upp á mig og ég fór að velta fyrir mér hvort verið gæti að fleiri persónur væru á flakki milli bóka Braga og fylltist næstum því ómótstæðilegri hvöt til að lesa þær allar í gegn aftur. Aðallega fylltist ég þó kvíða fyrir því að skrifa um Fjarveruna – fyrst ég hef þegar misst af aukahlutverkum aðalpersónu þeirrar bókar, af hverju öðru hef ég þá líka misst?

Á endanum ákvað ég að láta bara vaða. Fjarveran er skáldsaga í þremur hlutum, sá fyrsti gerist árið 2001 (eins og Gæludýrin), annar árið 2006 (eins og Sendiherrann og Handritið) og sá þriðji árið 2011. Sagan spannar þannig tíu ár í lífi prófarkalesarans og fyrrum íslenskukennarans Ármanns Vals. Á þessum tíu árum gerist fátt markvert í lífi hans, en þó er nóg um uppákomur, til dæmis er nokkuð um dauðsföll, jafnvel voveifleg, sem í sjálfu sér þætti markvert í flestum greinum skáldskapar, sérstaklega þó glæpasögum. Glæpasagan er reyndar eitt af viðfangsefnum sögunnar, líkt og hún kom við sögu í Sendiherranum, þó ekki sem eiginlegur hluti af söguþræði eða plotti, heldur frekar sem viðfangsefni eða jafnvel einskonar stuðpúði. Því í upphafi sögunnar kemur fram að Ármann Valur er ekki allur þar sem hann er séður, hann býr yfir leyndarmáli. Árið 1974 hafði hann hlustað á samtal tveggja manna á skemmtistaðnum Klúbbnum, samtal sem hann taldi síðar að innihéldi mikilvægar upplýsingar sem vörðuðu hvarf Geirfinns nokkurs Einarssonar. Það er því ekkert minna en eitt frægasta sakamál Íslandssögunnar sem Bragi tekur fyrir – eða ekki.

Ármann fór aldrei til lögreglunnar með þessar upplýsingar en sagði hinsvegar vini sínum, tónskáldinu Markúsi Geirharði, frá samtalinu, en sá samdi síðan tónverk við það og var textinn lesinn þar, en Ármann hafði skrifað samtalið orðrétt upp. Eftir þetta hefur Markús einhverskonar tak á Ármanni, en um það fjallar fyrsti hluti Fjarverunnar. Markús býr þá í kjallaraíbúð Ármanns og er umgengni hans frekar slæm, allavega fer hann mjög í taugarnar á konu sem býr einnig í húsinu og um þetta verða nokkur átök sem lýkur með því að Ármann finnur Markúsi annað húsnæði, í kartöflukofa í Mosfellsbæ. Þess ber að geta að íbúð, og kjallaraíbúð, Ármanns, er á Rauðarárstíg, beint á móti Lögreglustöðinni við Hverfisgötu, sem undirstrikar enn nálægð glæpasögunnar – eða ekki.

Í miðhlutanum koma Gæludýrin aftur við sögu, en þá vill svo til að Ármann fær það hlutverk að lesa yfir próförk sem er saga Emils, húsráðandans fjarverandi, sem þó var alls ekki fjarverandi, eins og lesendur muna, heldur undir rúmi. Emil hefur sem sagt skrifað bók um atburði þessa kvölds og Ármanni líst afar illa á þetta og ákveður að ráðleggja útgefandanum að hafna bókinni.

Hér er Ármann staddur á Akureyri og hefur aðsetur í Davíðshúsi. Hann dreymir um að hitta konu sem hann hefur alla tíð verið hrifinn af, Estheri nokkra, en sú var í sambandi við tónskáldið Markús þegar sá bjó í kjallara Ármanns. Svo vill til að dóttir Ármanns heitir einnig Ester, en ekki með hái, og hún býr í íbúð Ármanns meðan hann er fyrir norðan og verður fyrir ónæði vegna konunnar sem áður kvartaði hvað mest yfir Markúsi.

Flókið? Neinei, mér leið bara eins og ég væri í þeytivindu allan tímann sem ég las Fjarveruna. Mitt í þeirri fullkomnu ördeyðu atburða sem einkenna alla ‚framvindu‘ verksins er svo margt að gerast að það hálfa hefði verið nóg. Líkt og í síðustu bókunum tveimur er meðal annars verið að fjalla um skáldskap og hlutverk listarinnar, en Markús er óskiljanlegt tónskáld sem skyndilega og óvænt slær í gegn eftir dauða sinn (já hann er einn af þeim sem deyr sviplega), og svo dreymir Ármann auðvitað um að skrifa sjálfur, en vera ekki bara prófarkalesari – og dómari – skrifa annarra.

Þessar vangaveltur um skáldskap og listir eru í raun í tveimur lögum, bæði innan og utan sögunnar: hver er staða þessarar bókar, Fjarverunnar, í höfundarverki Braga? Þegar Handritið kom út lýsti hann því yfir að hún væri hluti af fjórleik. Er Fjarveran þá þriðja bókin í þeim fjórleik? Eða jafnvel sú fjórða, því kannski er Gæludýrin sú fyrsta, og Bragi hefur bara haldið því leyndu hingað til? Og hvernig er þetta yfirleitt með höfundarverk, taka þau á sig einskonar sjálfstætt líf þegar persónur ganga ljósum logum á milli þeirra?

Ennfremur er athyglisvert að velta fyrir sér stöðu verks eins og Fjarverunnar í íslensku bókmenntalandslagi: en í sögunni má segja að Bragi hafi á vissan hátt fullkomnað þá margvíslegu höfnun atburðarásar sem einkenndi bæði Sendiherrann og Handritið.[1] Þetta kemur meðal annars fram í titlinum. Fjarveran virðist snúast í eilífa hringi um eigið skott (Gæludýrasagan kemur fyrir, aftur og aftur, Est(h)terarnar tvær, endurtekna ónæðið í húsinu) án þess nokkurntíma að setjast niður. Sem slík stendur hún allmikið á skjön við þær tvær bókmenntagreinar sem eru hvað mest áberandi þessi árin, sögulegu skáldsöguna og glæpasöguna.

Allt þetta og miklu meira er að finna í hinni umfangsmiklu en látlausu Fjarveru. Að auki er bókin uppfull af undirfurðulegum húmor og kunnuglegum grátbroslegum vandræðagangi eins og þekkja má úr bestu bókum Braga, og Fjarveran kemur sér prýðilega fyrir í þeim áratuga langa gleðskap.

úlfhildur dagsdóttir, desember 2012


[1] Sjá grein mína í Tímariti Máls og menningar 2/2011, „Sögur af skáldum og skáldaðar sögur“.

 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Ariasman: frásaga af hvalföngurum eftir Tapio Koivukari
Samskiptaleysi er lykilatriði í Ariasman, því bókin lýsir því hvernig skortur á samskiptum, og slæm samskipti sem komin eru til af ýmsum ástæðum, verða þess valdandi að fjöldamorð eru framin: en eins og Koivukari bendir á eru Spánverjavígin (árið 1615), viðfangsefni skáldsögunnar Ariasman, ekkert annað en fjöldamorð. Baskneskum hvalföngurum, skipsbrotsmönnum við strandir Íslands, var einfaldlega slátrað, og hvort sem lýsingarnar (teknar úr samtímaskrifum) eru orðum ýktar eða ekki er ljóst að hér er um að ræða andstyggilegt illvirki. ...
Teikn eftir Guðrúnu Hannesdóttur
Teikn | 05.04.2013
Það fór ekki mikið fyrir Teiknum í jólabókaumræðu síðasta árs. Þó hefði verið full ástæða til að gera smá hávaða: bæði var ekki mikið um ljóðabækur það árið og svo er bókin einfaldlega góð. Sem út af fyrir sig er mikilvæg ástæða til að vekja á henni athygli, koma ljóðum hennar ekki bara til sinna, heldur allra hinna, svo ég leyfi mér að skella fram asnalegum frasa – en slíkt bull myndi Guðrún aldrei láta um lyklaborð sitt fara. ...
Ljósmóðirin eftir Eyrúnu Ingadóttur
Ljósmóðirin | 27.02.2013
Ljósmóðirin er söguleg skáldsaga sem kom út fyrir síðustu jól og segir sögu Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka á árunum í kringum aldamótin 1900. Ljóst er að mikil heimildavinna og rannsóknir liggja að baki söguefninu sem Eyrún fléttar svo inn í skáldskaparlegt samhengi. Sagan rekur því ekki aðeins sögu Þórdísar ljósmóður heldur gefur hún sannfærandi mynd af því hvernig íslenskt sveitasamfélag gæti hugsanlega hafa verið fyrir um hundrað árum. ...
Hvítfeld – fjölskyldusaga eftir Kristínu Eiríksdóttur
Jenna Hvítfeld er aðalpersóna nýrrar skáldsögu Kristínar Eiríksdóttur. Sem unglingur er Jenna afburða persóna, hún er fimleikastjarna og henni gengur vel í skólanum. Á fullorðinsárum hefur hún alið manninn í Texas í Bandaríkjunum og í gegnum íslenska slúðurpressu berast fréttir af afrekum hennar; hún er ekki einungis afburða falleg heldur einnig afburða klár, úrvalsnemandi í eðlisfræði sem stundar geimþjálfun til að undirbúa sig fyrir geimferðir, og þekkir allt fræga og fína fólkið í Hollywood. Þegar systir hennar deyr neyðist hún til að fara aftur til Íslands, ásamt dóttur sinni Jackie, og mæta fjölskyldu sinni og vandamálum hennar. Það fær Jennu til að horfast í augu við sjálfa sig og að afhjúpa fjölskylduleyndarmálin sem hafa haft meiri áhrif á persónu hennar en hún gerði sér grein fyrir. ...
Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur
Ósjálfrátt | 22.01.2013
Auður Jónsdóttir hefur getið sér gott orð í íslenskum bókmenntaheimi fyrir skáldsögur sínar sem hafa skýran raunsæislegan undirtón, eru skrifaðar af kaldhæðni og húmor og veita fyrir vikið sannfærandi og næmt sjónarhorn á mannlegt líf. Sögur Auðar hafa verið vinsælar meðal lesenda og hafa þrisvar sinnum verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Árið 2004 hlaut hún svo verðlaunin fyrir Fólkið í kjallaranum. Leikgerð sögunnar sló einnig í gegn á fjölum Borgarleikhússins nokkrum árum síðar og undirrituð man eftir einstaklega eftirminnilegri og vel leikinni sýningu. ...
Suðurglugginn eftir Gyrði Elíasson
Suðurglugginn | 21.12.2012
Rithöfundurinn í Suðurglugganum, nýjustu skáldsögu Gyrðis Elíassonar, reynir að skrifa bók á olivetti ritvélina sína sem er með bilað b. Hann drekkur þó nokkuð af kaffi, en líka bjór, einu sinni danskan bjór með 1944-réttinum sem honum finnst hálf ómóralskt. Hann á í basli með fólkið sem er að skrifa um, sem er fúllynt í sumarfríi í Tyrklandi. Hann fær of mörg símtöl frá móður sinni, of fá frá konunni sem hann skrifar bréf en sendir ekki. ...
Undantekningin – de arte poetica eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Það var með mikilli eftirvæntingu að ég hóf lesturinn á Undantekningunni, fjórðu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur. Fyrri bækur höfundar, og þá sérstaklega skáldsagan Afleggjarinn frá 2007, eru mér einfaldlega að skapi; efnistökin eru lágstemmd, stíllinn vandaður og textinn myndrænn og skrifaður af næmni. Þá drógu fréttir af tilnefningu Undantekningarinnar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna ekki úr áhuganum en þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir Auði Övu kemur þar við sögu. Áður en lengra er haldið er vert að taka það fram að sagan stóðst allar mínar væntingar og gott betur. ...
Vampíra eftir Sirrý Margréti og Smára Pálmarsson
Vampíra | 13.12.2012
Ég hef öruggar heimildir fyrir því að skáldsagan sé dauð. Sem og ljóðið. Hvort dauðsföllin tengjast á einhvern hátt veit ég ekki, fréttin lét þess ekki getið og nú bíð ég bara eftir því að heyra af andláti hennar sömuleiðis. Við sem viljum lesa sögur af pappír þurfum þó ekki að líða skort vegna þess að atorkusamir höfundar og listamenn halda áfram að skaffa okkur myndasögur. ...
Fjarveran eftir Braga Ólafsson
Fjarveran | 10.12.2012
Ármann Valur, söguhetja skáldsögu Braga Ólafssonar, Fjarveran, þolir ekki fyrirsagnir í eignarfalli. Hann er prófarkalesari og alkahólisti sem vaknar upp í byrjun bókar og veit ekki vel hvar hann er. En mikið rétt, það rifjast upp fyrir honum að hann hafði endað í einskonar partýi kvöldið áður, eftir að hafa komið heim frá London, en þar hafði hann hitt ungan mann sem af einhverjum ástæðum tók gleraugu Ármanns heim með sér. Sá hafði svo ekki verið heima þegar Ármann Val bar að garði, en í staðinn var þar fyrir annað fólk sem hélt uppi stuði. ...
Illska eftir Eirík Örn Norðdahl
Illska | 07.12.2012
Daginn eftir að ég lauk við Illsku eftir Eirík Örn Norðdahl heyrði ég lag í alls óskyldu hlaðvarpi (er það ekki örugglega íslensk þýðing á „podcast“?). Lagið er frá árinu 2005, það er samið af grínistanum og tónlistarmanninum Stephen Lynch og heitir Tiny Little Moustache. Í texta lagsins ávarpar maður að nafni Stephen Lynchburgstein kærustuna sína, hann segist hafa uppgötvað að hún sé nasisti og að þess vegna þurfi þau að hætta saman. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál