Draumsverð

eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson

Vaka-Helgafell, 2013

Illska þessa heims og annarra

DraumsverðDraumsverð eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson er önnur bókin í þríleiknum Þriggja heima sögu. Bókin er beint framhald af Hrafnsauga sem kom út í fyrra og hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2012. Sagan hefst í Hrafnsauga þar sem er sagt frá Ragnari, 16 ára foreldralausum strák sem býr í þorpinu Vébakka í Janalandi. Dag einn ráðast hræðilegar ófreskjur á Vébakka og Ragnar flýr ásamt tveimur öðrum unglingum, þeim Sirju og Breka. Í ljós kemur að ófreskjurnar voru að leita að Ragnari því hann geymir eitt af sjö innsiglum sem voru notuð fyrir þúsund árum til að loka illar skuggaverur inni fjarri mönnum. Þá ríkti styrjöld í heiminum og illu öflin virtust ósigrandi þangað til sjö vitringar tóku sig saman og réðu niðurlögum skugganna. Nú virðast skuggarnir hins vegar vera komnir á kreik að nýju, sem þýðir að eitthvert innsiglanna hefur rofnað. Ef skuggarnir komast úr prísund sinni er voðinn vís og hið illa mun taka völdin. Ragnar, Sirja og Breki þurfa að finna alla þá sem bera innsiglin til að tryggja að þau séu örugg og komast jafnframt að því hvaða innsigli eru rofin.

Draumsverð hefst þar sem frá var horfið í síðustu bók. Unglingarnir þrír og leiðsögumaðurinn þeirra og verndari Nanúk halda inn í myrka og hættulega mýri til að finna nornina Heiðvígu sem geymir eitt innsiglanna. Þau eru hundelt af manngálknum, sömu verum og réðust á Vébakka og hafa verið á hælunum á þeim síðan. Úr mýrinni halda þau áfram suður til að finna næsta innsigli og á leiðinni kynnast þau ýmsu sem þau hafa aldrei séð áður í afskekktum heimabæ sínum. Þau sjá misskiptingu, fátækt, þrælahald og náttúruspjöll sem manneskjur hafa unnið á umhverfi sínu. Heimurinn virðist uppfullur af græðgi og sjálfselsku. Þegar komið er suður þurfa þau svo ekki eingöngu að vara sig á skrímslum sem skuggarnir senda á eftir þeim heldur einnig nornaveiðimönnum í Tunglvarðliði keisarans. Nornir og galdrar eru bönnuð í keisaradæminu í suðri og þar sem bæði Ragnar og Sirja hafa galdrakunnáttu eru þau í mikilli hættu. Íbúum keisaraveldisins er haldið í greipum ótta við tunglvarðliðana sem eru bæði ógnvekjandi og vægðarlausir. Frásögnin af ferðalagi unglinganna er brotin upp með hliðarsögu þar sem er sagt frá dularfullu dauðsfalli yfirskjalavarðarins í Velajaborg. Tunglvarðliði tekur að sér að rannsaka dauða hans og kemst á snoðir um mögulegt samsæri sem virðist teygja anga sína á ólíklegustu staði.

Sagan er lýsing á ferðalagi unglinganna um ókunnar slóðir en hún er líka þroskasaga þeirra þriggja. Ábyrgðin sem fylgir verkefni þeirra hefur mikil áhrif á þau auk þess sem þau þurfa að læra á nýjar aðstæður og kynnast alls kyns fólki. Sjónarhornið í sögunni skiptist milli aðalpersónanna þriggja: Ragnars, Sirju og Breka. Þau upplifa heiminn, ferðina og atburðina öll á sinn hátt og persónur þeirra eru mjög ólíkar. Þessi sjónarhorn gera söguna fjölbreytilegri og dýpri en einnig verður ljóst að hlutverk þeirra í þessari för eru mjög ólík. Þótt sjónarhornið færist á milli þeirra þrigga er aðaláherslan í Draumsverði samt sem áður á Sirju og þroskasögu hennar, á sama hátt og aðaláherslan í Hrafnsauga var á Ragnar.

Draumsverð er epísk fantasía og gerist í algerlega tilbúnum heimi í ætt við þá sem þekkist úr Hringadróttinssögu og fleiri sígildum fantasíum. Söguþráðurinn er einnig sígildur: fátækur drengur kemst að því að hann er hinn útvaldi, hlutverk hans er að sigrast á illum öflum og hann leggur upp í för til að leita að vitringum sem geta aðstoðað hann. Hann veit að framundan er barátta upp á líf og dauða. Galdrar, skrímsli og drekar koma fyrir í heimi sögunnar, mismunandi þjóðir og hálfmennskar verur bæði góðar og illar. Á kápu bókarinnar er kort af heiminum þar sem lesandinn getur rakið för söguhetjanna.

Heimurinn þar sem sagan gerist er heilsteyptur og hugsað fyrir öllu, ekki eingöngu landakorti heldur menningu og sögu mismunandi þjóða, trúarbrögðum, þjóðsögum og meira að segja tungumáli í tilvikum þar sem hópurinn er á framandi slóðum. Mikið er lagt í ýmis smáatriði til að gera bakgrunn sögunnar sem trúverðugastan og þar tekst mjög vel til en sagan hefði mátt vera styttri því áherslan á lýsingar verða frekar langdregnar á köflum á kostnað framvindunnar. Persónurnar eru áhugaverðar og spennandi og má gera ráð fyrir því að lesandinn fái í næstu bók að fræðast um hlutverk Breka sem minnst hefur farið fyrir fram að þessu. Ádeilan sem fólgin er í því sem ber fyrir augu persónanna er nokkuð skýr, versti óvinur mannsins er hann sjálfur og baráttan við hið illa tekur engan endi því hið illa býr innra með öllum.

María Bjarkadóttir, desember 2013


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

HHhH
HHhH | 11.03.2014
Titill bókarinnar stendur víst fyrir „Heili Himmlers heitir Heydrich“. Þessi bók greip mann heljartökum undir eins og fór víst líka rakleiðis á metsölulista Eymundssonar eftir að gagnrýnendur lýstu yfir hrifningu sinni í Kiljunni. Það er ekki að spyrja að áhrifamætti þess sjónvarpsþáttar. Þungamiðja bókarinnar er fræg tilraun tékkóslóvakískra andspyrnumanna til að ráða Reinhard Heydrich af dögum í Prag árið 1942, sem hafði í för með sér voðalegar hefndaraðgerðir þýska hernámsliðsins. Meðal annars var þorpið Lidice máð af landakortinu og öllum íbúum þess komið fyrir. Sú grimmilega hefndaraðgerð kom Þjóðverjum raunar illa á alþjóðavettvangi enda var þorpið valið eftir duttlungum ráðamanna þegar í óefni var komið með eftirgrennslan og leit að tilræðismönnunum. Upphaflega hafði höfundurinn ráðgert að bókin yrði nefnd „Anthropoid“ en það var heitið á aðgerðinni sem var eiginlega, eða átti að vera, sjálfsmorðsárás. ...
Af hjaranum eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur
Af hjaranum | 11.02.2014
Áður en lengra er haldið er vert að taka það fram að undirrituð hefur ekki lesið margar bækur sem fjalla um eða gerast á Grænlandi og er það sannarlega miður. Ég hef lesið um það bil hundrað blaðsíður í Lesið í snjóinn eftir Peter Höeg, sem fjallar um hina hálfgrænlensku Smillu er þekkir snjó betur en flestir og les hann til að leysa glæpamál, en ég hef ekki lesið svo mikið sem eitt ljóð sem tengist Grænlandi með einum eða öðrum hætti þar til nú. Það er því kærkomið og skemmtilegt að fletta nýjustu ljóðabók Heiðrúnar Ólafsdóttur, Af hjaranum, sem kom út núna fyrir jólin og segir frá tveggja mánaða dvöl hennar á Grænlandi. ...
Skessukatlar
Skessukatlar | 20.12.2013
Í sumum ljóðanna í nýjustu bók sinni Skessukötlum er Þorsteinn frá Hamri einu sinni sem oftar á slóðum forfeðranna, nánar tiltekið á slóðum sagna þeirra og kvæða. Hann vitnar til þeirra og finnur þeim stað í sjálfum sér, enda segir ljóðmælandi á einum stað „Ég er gata sem þau gengu“. ...
Elst milli hendinga
Elst milli hendinga | 20.12.2013
„Aldrei hefur fjall / sagt sitt síðasta orð“ segir í ljóðinu „Með fjöll í fasi“ eftir Þóru Jónsdóttur, í nýútkominni ljóðabók hennar. Það sama má segja um skáldkonuna, sem hefur allt frá árinu 1973 sent frá sér ljóðabækur og bætir nú nýrri við, 88 ára gömul. ...
Vargsöld
Vargsöld | 18.12.2013
Á allra síðustu árum hefur íslenskum fantasíum verið að vaxa fiskur um hrygg, en svo virðist sem að í kjölfar vinsælda glæpasögunnar sé að myndast rými fyrir fleiri greinar afþreyingarbókmennta. Þetta má auðvitað einnig þakka miklum vinsældum fantasía erlendis, aðallega frá enskumælandi höfundum, en einnig hafa komið öflugar fantasíur frá Danmörku og Þýskalandi, svo dæmi séu tekin. Fantasíur fyrir unglinga hafa notið heilmikilla vinsælda og hafa fjölmargar slíkar verið þýddar á íslensku. Jafnframt hafa komið fram þýðingar fyrir fullorðna; nú á þessu ári kom út ný þýðing á frægustu vampýrusögu allra tíma, Drakúla eftir hinn írska Bram Stoker, en í kringum aldamótin 1900 kom út stytt og all breytt útgáfa sögunnar á íslensku. ...
Rangstæður í Reykjavík
Hér er komin þriðja bókin eftir Gunnar Helgason um þróttarann Jón Jónsson og vini hans, fótboltann og lífið. Bókin er sjálfstætt framhald af Víti í Vestmannaeyjum (2011) og Aukaspyrnu á Akureyri (2012) sem hafa báðar notið mikilla vinsælda meðal lesenda. Aukaspyrna á Akureyri hlaut nýverið Bókaverðlaun barnanna þar sem lesendur á aldrinum 6-12 ára velja bestu barnabók síðasta árs. ...
Rödd í dvala
Rödd í dvala | 18.12.2013
Hvað verður um sögur sem lífshættulegt er að segja? Breytast þær í bælt öskur, þögn brjálseminnar? Eða geta þær átt sér framhaldslíf, vaknað úr dvala? Undir lok 20. aldar sprakk svokölluð ‚minnissprengja‘... ...
Hinir réttlátu
Hinir réttlátu | 17.12.2013
Nú í nóvember var haldin glæpasagnahátíð í Reykjavík sem nefndist Iceland Noir. Þar komu fram bæði innlendir og erlendir höfundar og spjölluðu saman í pallborðsumræðum og lásu upp á upplestrarkvöldum. ...
Tímakistan
Tímakistan | 16.12.2013
Í þessari nýjustu bók Andra Snæs bíða sögupersónurnar eftir að tíminn líði og hvíla aðgerðalausar á meðan í svo kölluðum tímakistum. Kisturnar gera þeim kleift að spara tíma með mjög bókstaflegum hætti; á meðan þau hvíla í kistunni eldast þau ekki eina mínútu en tíminn umhverfis kistuna gengur sinn vanagang og líður áfram. Kisturnar eru þar að auki markaðsettar af fyrirtækinu Tímax sem ákjósanlegur kostur til að bíða af sér fjármálakreppu. Tímakistan er því saga eða ævintýri sem fjallar um tímann sem fyrirbæri en felur um leið í sér skírskotanir til samtímans og hvaða þýðingu tíminn og það athæfi að geta stoppað tímann (að minnsta kosti að vissu leyti) hefur í nútímasamfélagi. ...
Draumsverð
Draumsverð | 13.12.2013
Draumsverð eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson er önnur bókin í þríleiknum Þriggja heima sögu. Bókin er beint framhald af Hrafnsauga sem kom út í fyrra og hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2012. Sagan hefst í Hrafnsauga þar sem er sagt frá Ragnari, 16 ára foreldralausum strák sem býr í þorpinu Vébakka í Janalandi. Dag einn ráðast hræðilegar ófreskjur á Vébakka og Ragnar flýr ásamt tveimur öðrum unglingum, þeim Sirju og Breka. Í ljós kemur að ófreskjurnar voru að leita að Ragnari því hann geymir eitt af sjö innsiglum sem voru notuð fyrir þúsund árum til að loka illar skuggaverur inni fjarri mönnum. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál