Tímakistan

eftir Andra Snæ Magnason

Mál og menning, 2013

„Sá sem sigrar tímann mun glata heiminum“

TímakistanÞetta segir Hrafntinna, eilífðarprinsessa af Pangeu og aðalpersóna í nýjustu sögu Andra Snæs Magnasonar, Tímakistunni. Þar bíða sögupersónurnar eftir að tíminn líði og hvíla aðgerðalausar á meðan í svo kölluðum tímakistum. Kisturnar gera þeim kleift að spara tíma með mjög bókstaflegum hætti; á meðan þau hvíla í kistunni eldast þau ekki eina mínútu en tíminn umhverfis kistuna gengur sinn vanagang og líður áfram. Kisturnar eru þar að auki markaðsettar af fyrirtækinu Tímax sem ákjósanlegur kostur til að bíða af sér fjármálakreppu. Tímakistan er því  saga eða ævintýri sem fjallar um tímann sem fyrirbæri en felur um leið í sér skírskotanir til samtímans og hvaða þýðingu tíminn og það athæfi að geta stoppað tímann (að minnsta kosti að vissu leyti) hefur í nútímasamfélagi.

Hugmyndin um kistu sem frystir tímann er vel þekkt minni úr ævintýrum,  m.a. úr ævintýrinu um Mjallhvíti, en Tímakistan hefst á tveimur erindum úr ljóði Jóns úr Vör, „Mjallhvítarkistunni“:

En tíminn brennir
sína gömlu vængi
skilur fjötra sína eftir
sem álagahami

flýgur úr eldinum
á vit bláskóga
og trén laufgast
á hverju vori

Rétt eins og þessi erindi sýna, og þrátt fyrir að nútímasamfélagið sé upptekið af kapphlaupinu við tímann og líti hann oftar en ekki neikvæðum augum, hefur tíminn jákvæða eiginleika og færir okkur til dæmis vorið. Sú tvíbenta áhersla kemur bersýnilega fram í Tímakistunni: „Gjafmildur og miskunnarlaus í senn myndi tíminn leika um fólkið eins og frískur andvari, eins og æðandi stormur og lognkyrr dagur. Hann myndi herða fólk, lyfta því upp í hæðir eða feykja burt eins og sandkorni.“ (295)

Söguþráður bókarinnar fylgir tveimur tímum og fer um tvo ólíka heima sem þegar fram líða stundir reynast samtvinnaðir. Lesendur eru þannig kynntir fyrir sögu sem geymir aðra sögu; sú fyrri hverfist um heim sem minnir á dystópíska útgáfu af íslenskum samtíma en inni í honum leynist annar fantasíuheimur sem minnir á forneskjulegt ævintýri eða goðsögu. Þannig byrjar fyrsti kafli bókarinnar, „Aldrei aftur febrúar“, á að nokkrir krakkar, sem eiga það sameiginlegt að húka ekki inni í tímakistum að bíða eftir betri tíð, koma saman og hitta konu, Svövu að nafni. Hún segir þeim söguna af uppruna tímakistunnar og af prinsessunni eilífu, Hrafntinnu, sem kúrði í slíkri kistu í fleiri hundruð ár. Meginhluti og miðbik sögunnar dvelur við fantasíuheiminn og fylgir Hrafntinnu og föður hennar, konunginum Dímoni, sem telur sig hafa sigrað heiminn en horfir svo upp á konungsríki sitt fjara smám saman út. Eftir því sem líður á söguna kynnast lesendur því hvernig örlög hinna konungbornu feðgina tengjast hinni nútímalegu dystópíu og hvernig fyrri sagan er í raun undanfari  og orsök þeirrar seinni. Þessi uppbygging fannst mér heppnast nokkuð vel og gæða söguna goðsögulegri dýpt en á stundum fannst mér þó vanta ákveðið jafnvægi á milli ævintýrisins og dystópíunnar og að köflum þeirra væri fléttað betur saman.

Sagan er skrifuð fyrir ungt fólk en efnistök og söguheimur bókarinnar gætu þó einnig höfðað til eldri fantasíuáhugamanna. Síðustu ár hefur borið á grósku í íslenskum fantasíum, einkum þó fyrir ungt fólk. Í sumar kom út varúlfasaga Stefáns Mána Úlfshjarta við mikinn fögnuð unglinganna í leshring Borgarbókasafnsins. Nú fyrir jólin kom svo út annar hluti Þriggja heima sögu eftir þá Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, Draumsverð, en fyrri hlutinn, Hrafnsauga, hlaut góðar viðtökur og bókaverðlaun bóksala fyrir ári síðan. Þá kom núna fyrir jólin út Múrinn eftir Sif Sigmarsdóttur sem einnig er fantasíusaga með samtímalegar skírskotanir og ætluð ungu fólki. Þessi gróska er góðra gjalda verð og ég fagna því að höfundar sinni í ríkari mæli ákveðnum hópi sem hefur oft orðið útundan á íslenskum bókamarkaði, það er blessuðum unglingunum eða unga fólkinu. Hingað til hefur þessi hópur sótt í efni eins og fantasíur í enskar seríubækur. Því er vel að þau fái áhugaverðar bækur og spennandi sögur við sitt hæfi á móðurmáli sínu. Ef við viljum hlúa að tungumálinu verðum við að hlúa að íslenskum textum fyrir alla aldurshópa, að útgáfu þeirra og ekki síst að þeim rithöfundum sem þá skrifa.

Og meira um pólitík og vitundarvakningu: Tímakistan er ekki einungis saklaust ævintýri um baráttu góðs og ills heldur geymir sagan þræði og efnistök sem þekkja má úr fyrri verkum höfundar. Hér má finna þá ævintýralegu kímni og rómantík sem einkennir Söguna af bláa hnettinum svo eftirminnilega, söguna sem kom Andra Snæ á kortið og hlaut fyrst barnabóka Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999. Vísindskáldskap og dystópískt umhverfi sögunnar muna lesendur eftir úr skáldsögunni LoveStar frá árinu 2002. En það sem kemur ef til vill mest á óvart, einkum vegna þess að sagan er fyrst og fremst ætluð unglingum, er að Tímakistan sver sig að vissu marki í ætt við Draumalandið. Hér liggur höfundi margt á hjarta því ævintýrið um tímann er hlaðið pólitískum skilaboðum og tilvistarlegum spurningum, og hefur yfirbragð vitundavakningar. Þessi skilaboð og spurningar snúa að þátttöku og virkni einstaklingsins (lesandans) í samfélaginu; að hann sitji ekki aðgerðalaus þegar honum misbýður aðfarir valdahafa eða brotið er á honum heldur láti í sér heyra og um leið gott af sér leiða. Í því liggur uppreisnin sem skæruliðarnir í ævintýrinu berjast fyrir og börnin sem vilja vekja samfélagið af værum blundi; gera meðborgurum sínum ljóst að kreppan eigi ekki að hverfa í gleymsku tímans heldur verður að takast á við hana, orsakir hennar og afleiðingar. 

Þrátt fyrir að allra yngstu lesendur Tímakistunnar komi ef til vill ekki auga á það við lesturinn, nýtir höfundur sér dæmisögulega eiginleika fantasíunnar til samfélagslegrar gagnrýni. Hér snýr vitundarvakningin ekki aðeins að kreppusamfélagi samtímans heldur einnig að stærra samhengi umhverfisverndar og samfélagslegri ábyrgð og þátttöku lesandans. Tímakistan minnir á að við, umhverfið og náttúran öll, eigum í kapphlaupi við tímann vegna loftlagsbreytinga; ef við bregðumst ekki við núna gæti það orðið um seinan. Rétt eins og hin goðsagnakennda Svala segir krökkunum: „Ég hef fylgst með heiminum hjúpast þistlum og þyrnigerði í nokkur ár. Nú er þess skammt að bíða að húsin hrynji endanlega, að borgin hverfi undir skógarbotninn og þá er of seint að stíga út úr heiminum.“ (263) Þrátt fyrir að þessir þættir séu fyrirferðamiklir í textanum verður tónninn í sögunni aldrei prédikunarkenndur né leiðingjarn. Tímakistan fer hægt af stað – ef til vill fullhægt – en dramatíkin nær hápunkti undir lokin og við það fer sagan á flug og verður æsispennandi.

Vera Knútsdóttir, desember 2013


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

HHhH
HHhH | 11.03.2014
Titill bókarinnar stendur víst fyrir „Heili Himmlers heitir Heydrich“. Þessi bók greip mann heljartökum undir eins og fór víst líka rakleiðis á metsölulista Eymundssonar eftir að gagnrýnendur lýstu yfir hrifningu sinni í Kiljunni. Það er ekki að spyrja að áhrifamætti þess sjónvarpsþáttar. Þungamiðja bókarinnar er fræg tilraun tékkóslóvakískra andspyrnumanna til að ráða Reinhard Heydrich af dögum í Prag árið 1942, sem hafði í för með sér voðalegar hefndaraðgerðir þýska hernámsliðsins. Meðal annars var þorpið Lidice máð af landakortinu og öllum íbúum þess komið fyrir. Sú grimmilega hefndaraðgerð kom Þjóðverjum raunar illa á alþjóðavettvangi enda var þorpið valið eftir duttlungum ráðamanna þegar í óefni var komið með eftirgrennslan og leit að tilræðismönnunum. Upphaflega hafði höfundurinn ráðgert að bókin yrði nefnd „Anthropoid“ en það var heitið á aðgerðinni sem var eiginlega, eða átti að vera, sjálfsmorðsárás. ...
Af hjaranum eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur
Af hjaranum | 11.02.2014
Áður en lengra er haldið er vert að taka það fram að undirrituð hefur ekki lesið margar bækur sem fjalla um eða gerast á Grænlandi og er það sannarlega miður. Ég hef lesið um það bil hundrað blaðsíður í Lesið í snjóinn eftir Peter Höeg, sem fjallar um hina hálfgrænlensku Smillu er þekkir snjó betur en flestir og les hann til að leysa glæpamál, en ég hef ekki lesið svo mikið sem eitt ljóð sem tengist Grænlandi með einum eða öðrum hætti þar til nú. Það er því kærkomið og skemmtilegt að fletta nýjustu ljóðabók Heiðrúnar Ólafsdóttur, Af hjaranum, sem kom út núna fyrir jólin og segir frá tveggja mánaða dvöl hennar á Grænlandi. ...
Skessukatlar
Skessukatlar | 20.12.2013
Í sumum ljóðanna í nýjustu bók sinni Skessukötlum er Þorsteinn frá Hamri einu sinni sem oftar á slóðum forfeðranna, nánar tiltekið á slóðum sagna þeirra og kvæða. Hann vitnar til þeirra og finnur þeim stað í sjálfum sér, enda segir ljóðmælandi á einum stað „Ég er gata sem þau gengu“. ...
Elst milli hendinga
Elst milli hendinga | 20.12.2013
„Aldrei hefur fjall / sagt sitt síðasta orð“ segir í ljóðinu „Með fjöll í fasi“ eftir Þóru Jónsdóttur, í nýútkominni ljóðabók hennar. Það sama má segja um skáldkonuna, sem hefur allt frá árinu 1973 sent frá sér ljóðabækur og bætir nú nýrri við, 88 ára gömul. ...
Vargsöld
Vargsöld | 18.12.2013
Á allra síðustu árum hefur íslenskum fantasíum verið að vaxa fiskur um hrygg, en svo virðist sem að í kjölfar vinsælda glæpasögunnar sé að myndast rými fyrir fleiri greinar afþreyingarbókmennta. Þetta má auðvitað einnig þakka miklum vinsældum fantasía erlendis, aðallega frá enskumælandi höfundum, en einnig hafa komið öflugar fantasíur frá Danmörku og Þýskalandi, svo dæmi séu tekin. Fantasíur fyrir unglinga hafa notið heilmikilla vinsælda og hafa fjölmargar slíkar verið þýddar á íslensku. Jafnframt hafa komið fram þýðingar fyrir fullorðna; nú á þessu ári kom út ný þýðing á frægustu vampýrusögu allra tíma, Drakúla eftir hinn írska Bram Stoker, en í kringum aldamótin 1900 kom út stytt og all breytt útgáfa sögunnar á íslensku. ...
Rangstæður í Reykjavík
Hér er komin þriðja bókin eftir Gunnar Helgason um þróttarann Jón Jónsson og vini hans, fótboltann og lífið. Bókin er sjálfstætt framhald af Víti í Vestmannaeyjum (2011) og Aukaspyrnu á Akureyri (2012) sem hafa báðar notið mikilla vinsælda meðal lesenda. Aukaspyrna á Akureyri hlaut nýverið Bókaverðlaun barnanna þar sem lesendur á aldrinum 6-12 ára velja bestu barnabók síðasta árs. ...
Rödd í dvala
Rödd í dvala | 18.12.2013
Hvað verður um sögur sem lífshættulegt er að segja? Breytast þær í bælt öskur, þögn brjálseminnar? Eða geta þær átt sér framhaldslíf, vaknað úr dvala? Undir lok 20. aldar sprakk svokölluð ‚minnissprengja‘... ...
Hinir réttlátu
Hinir réttlátu | 17.12.2013
Nú í nóvember var haldin glæpasagnahátíð í Reykjavík sem nefndist Iceland Noir. Þar komu fram bæði innlendir og erlendir höfundar og spjölluðu saman í pallborðsumræðum og lásu upp á upplestrarkvöldum. ...
Tímakistan
Tímakistan | 16.12.2013
Í þessari nýjustu bók Andra Snæs bíða sögupersónurnar eftir að tíminn líði og hvíla aðgerðalausar á meðan í svo kölluðum tímakistum. Kisturnar gera þeim kleift að spara tíma með mjög bókstaflegum hætti; á meðan þau hvíla í kistunni eldast þau ekki eina mínútu en tíminn umhverfis kistuna gengur sinn vanagang og líður áfram. Kisturnar eru þar að auki markaðsettar af fyrirtækinu Tímax sem ákjósanlegur kostur til að bíða af sér fjármálakreppu. Tímakistan er því saga eða ævintýri sem fjallar um tímann sem fyrirbæri en felur um leið í sér skírskotanir til samtímans og hvaða þýðingu tíminn og það athæfi að geta stoppað tímann (að minnsta kosti að vissu leyti) hefur í nútímasamfélagi. ...
Draumsverð
Draumsverð | 13.12.2013
Draumsverð eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson er önnur bókin í þríleiknum Þriggja heima sögu. Bókin er beint framhald af Hrafnsauga sem kom út í fyrra og hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2012. Sagan hefst í Hrafnsauga þar sem er sagt frá Ragnari, 16 ára foreldralausum strák sem býr í þorpinu Vébakka í Janalandi. Dag einn ráðast hræðilegar ófreskjur á Vébakka og Ragnar flýr ásamt tveimur öðrum unglingum, þeim Sirju og Breka. Í ljós kemur að ófreskjurnar voru að leita að Ragnari því hann geymir eitt af sjö innsiglum sem voru notuð fyrir þúsund árum til að loka illar skuggaverur inni fjarri mönnum. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál