Hinir réttlátu

eftir Sólveigu Pálsdóttur

JPV útgáfa, 2013

Hvalavinir og golfarar

Hinir réttlátuNú í nóvember var haldin glæpasagnahátíð í Reykjavík sem nefndist Iceland Noir. Þar komu fram bæði innlendir og erlendir höfundar og spjölluðu saman í pallborðsumræðum og lásu upp á upplestrarkvöldum. Þrátt fyrir að hátíðin hafi ekki verið skipulögð með miklum fyrirvara heppnaðist hún vel, var vel sótt, fjölbreytt og skemmtileg í alla staði. Á vissan hátt má segja að Iceland Noir hafi virkað sem staðfesting á íslensku glæpasögunni, mikilvægi hennar, vinsældum – bæði heima og heiman – og ekki síst fjölbreytni hennar, en höfundarnir sem þarna komu fram eru afar ólíkir. Það að sjá þá alla samankomna ítrekaði á skemmtilegan hátt hvað flóra íslensku glæpasögunnar er fjölbreytt, þrátt fyrir að hún eigi sér tiltölulega stutta sögu (allavega hvað varðar þessa síðustu vinsældabylgju).

Einn höfundanna sem þarna kom fram er Sólveig Pálsdóttir, en hún er nýliði á sviði glæpasögunnar. Í fyrra sendi hún frá sér Leikarann, áhugaverða sögu sem fjallar um morð á leikara í miðri kvikmyndaupptöku, og í vor kom frá henni nýr krimmi, Hinir réttlátu. Glæpasögur Sólveigar tilheyra hefð lögreglusögunnar, og í Hinum réttlátu hittum við aftur fyrir sama lögregluteymi og í fyrri bókinni. Þar ber hæst þau Guðgeir og Særós, en blóðslettusérfræðingurinn Andrés er einnig með. Í Leikaranum var Andrés mjög áberandi, en nú er það Særós sem fær meiri athygli.

Sagan hefst á því að Guðgeir er í golfi og bókstaflega gengur fram á lík af karlmanni. Staða líksins er mjög sviðsett og ýmsar undarlegar tilvísanir gera lítið til að skýra málið. Á sama tíma verður sprenging í hvalbát við Reykjavíkurhöfn, og stuttu síðar er tilkynnt um hópa ungmenna sem hafa hlekkjað sig fyrir framan nokkra veitingastaði í bænum, að því er virðist til að mótmæla hvalveiðum.

Hinn myrti reynist vera vel stæður viðskiptagaur, nýfráskilinn og afar gefinn fyrir veiðar. Hann á í ástarsambandi við konu sem er gift lögfræðingi, einum golffélaga Guðgeirs. Sá hafði lent í slysi sem ungur maður, en sprengja hafði sprungið framan í hann og skaddað andlit hans illa.

Eins og vera ber bendir ýmislegt til þess að málin séu tengd (á líkinu liggur til dæmis matseðill og hinn látni hafði átt hlut í veitingastöðum), og í ofanálag tengist hvalamálið Særósu persónulega, því yngri hálfsystir hennar er einn mótmælenda. Hún er eitthvað í vandræðum með sig, hætt í skóla og á leiðinni út á villugötur eiturlyfja og álíka vandræða. Særós reynir að koma henni aftur á beinu brautina, með hjálp bróður síns. Við fræðumst því í leiðinni heilmikið um Særós og bakgrunn hennar, en Særós er allsérstæð og hefur mikla þörf fyrir að hafa gott skipulag á hlutunum. Að mörgu leyti minnir hún dálítið á Sögu í dansk/sænsku sjónvarpsþáttunum Brúnni, án þess þó að vera jafnýkt. Mér fannst það líka athyglisvert að sjá nálgun Sólveig á átök um umhverfisverndarmál, en þau eru einnig til umfjöllunar í nýjustu þáttaseríu Brúarinnar, og eins og þar þá er ekki allt sem sýnist. Hér vil ég þó taka fram að ekki er um neina eftirhermu að ræða, frekar má sjá þetta sem gott dæmi um hvernig glæpasagnahöfundar nýta sér þau mál sem efst eru á baugi í samfélaginu og varpa á þau ljósi á áhugaverðan hátt.

Lausnin er svo nokkuð óvænt og hefði mögulega mátt vera aðeins betur undirbyggð, en það kemur ekki að sök því sagan í heild er liðlega skrifuð, persónurnar almennt skemmtilegar (ég hafði til dæmis mjög gaman af því hvað hin agaða Særós er viðkvæm fyrir myndarlegum mönnum), og vísanirnar í fyrri bókina hæfilega miklar; Hinir réttlátu er ekki bundin fyrri bókinni, en hlýtur að vekja forvitni á henni, fyrir þá sem hafa ekki fylgst með frá upphafi.

Glæpasagan er það svið bókmennta sem konur hafa hvað mest sótt í, og náð þar jafnmiklum – og jafnvel meiri – vinsældum en karlar, en hér á landi hefur borið minna á konum og meira á körlum. Fyrir utan Birgittu H. Halldórsdóttur sem ein hélt uppi merkjum hasarsagna hér í áratugi – og á einmitt 30 ára rithöfundarafmæli í ár – þá hafa karlkyns höfundar verið meira áberandi á íslenskum markaði. Yrsa Sigurðardóttir kom fram árið 2005 (og virðist hafa tekið við keflinu af Birgittu, því hún sendi síðast frá sér glæpasögu árið 2004) og árið 2009 gaf Lilja Sigurðardóttir úr sína fyrstu glæpasögu. Það er því sérlega ánægjulegt að fá fleiri konur inn á þetta sívinsæla bókmenntasvæði, og Sólveig hefur alla burði til að verða öflugur þátttakandi í íslenskri glæpaflóru.

úlfhildur dagsdóttir, desember 2013


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

HHhH
HHhH | 11.03.2014
Titill bókarinnar stendur víst fyrir „Heili Himmlers heitir Heydrich“. Þessi bók greip mann heljartökum undir eins og fór víst líka rakleiðis á metsölulista Eymundssonar eftir að gagnrýnendur lýstu yfir hrifningu sinni í Kiljunni. Það er ekki að spyrja að áhrifamætti þess sjónvarpsþáttar. Þungamiðja bókarinnar er fræg tilraun tékkóslóvakískra andspyrnumanna til að ráða Reinhard Heydrich af dögum í Prag árið 1942, sem hafði í för með sér voðalegar hefndaraðgerðir þýska hernámsliðsins. Meðal annars var þorpið Lidice máð af landakortinu og öllum íbúum þess komið fyrir. Sú grimmilega hefndaraðgerð kom Þjóðverjum raunar illa á alþjóðavettvangi enda var þorpið valið eftir duttlungum ráðamanna þegar í óefni var komið með eftirgrennslan og leit að tilræðismönnunum. Upphaflega hafði höfundurinn ráðgert að bókin yrði nefnd „Anthropoid“ en það var heitið á aðgerðinni sem var eiginlega, eða átti að vera, sjálfsmorðsárás. ...
Af hjaranum eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur
Af hjaranum | 11.02.2014
Áður en lengra er haldið er vert að taka það fram að undirrituð hefur ekki lesið margar bækur sem fjalla um eða gerast á Grænlandi og er það sannarlega miður. Ég hef lesið um það bil hundrað blaðsíður í Lesið í snjóinn eftir Peter Höeg, sem fjallar um hina hálfgrænlensku Smillu er þekkir snjó betur en flestir og les hann til að leysa glæpamál, en ég hef ekki lesið svo mikið sem eitt ljóð sem tengist Grænlandi með einum eða öðrum hætti þar til nú. Það er því kærkomið og skemmtilegt að fletta nýjustu ljóðabók Heiðrúnar Ólafsdóttur, Af hjaranum, sem kom út núna fyrir jólin og segir frá tveggja mánaða dvöl hennar á Grænlandi. ...
Skessukatlar
Skessukatlar | 20.12.2013
Í sumum ljóðanna í nýjustu bók sinni Skessukötlum er Þorsteinn frá Hamri einu sinni sem oftar á slóðum forfeðranna, nánar tiltekið á slóðum sagna þeirra og kvæða. Hann vitnar til þeirra og finnur þeim stað í sjálfum sér, enda segir ljóðmælandi á einum stað „Ég er gata sem þau gengu“. ...
Elst milli hendinga
Elst milli hendinga | 20.12.2013
„Aldrei hefur fjall / sagt sitt síðasta orð“ segir í ljóðinu „Með fjöll í fasi“ eftir Þóru Jónsdóttur, í nýútkominni ljóðabók hennar. Það sama má segja um skáldkonuna, sem hefur allt frá árinu 1973 sent frá sér ljóðabækur og bætir nú nýrri við, 88 ára gömul. ...
Vargsöld
Vargsöld | 18.12.2013
Á allra síðustu árum hefur íslenskum fantasíum verið að vaxa fiskur um hrygg, en svo virðist sem að í kjölfar vinsælda glæpasögunnar sé að myndast rými fyrir fleiri greinar afþreyingarbókmennta. Þetta má auðvitað einnig þakka miklum vinsældum fantasía erlendis, aðallega frá enskumælandi höfundum, en einnig hafa komið öflugar fantasíur frá Danmörku og Þýskalandi, svo dæmi séu tekin. Fantasíur fyrir unglinga hafa notið heilmikilla vinsælda og hafa fjölmargar slíkar verið þýddar á íslensku. Jafnframt hafa komið fram þýðingar fyrir fullorðna; nú á þessu ári kom út ný þýðing á frægustu vampýrusögu allra tíma, Drakúla eftir hinn írska Bram Stoker, en í kringum aldamótin 1900 kom út stytt og all breytt útgáfa sögunnar á íslensku. ...
Rangstæður í Reykjavík
Hér er komin þriðja bókin eftir Gunnar Helgason um þróttarann Jón Jónsson og vini hans, fótboltann og lífið. Bókin er sjálfstætt framhald af Víti í Vestmannaeyjum (2011) og Aukaspyrnu á Akureyri (2012) sem hafa báðar notið mikilla vinsælda meðal lesenda. Aukaspyrna á Akureyri hlaut nýverið Bókaverðlaun barnanna þar sem lesendur á aldrinum 6-12 ára velja bestu barnabók síðasta árs. ...
Rödd í dvala
Rödd í dvala | 18.12.2013
Hvað verður um sögur sem lífshættulegt er að segja? Breytast þær í bælt öskur, þögn brjálseminnar? Eða geta þær átt sér framhaldslíf, vaknað úr dvala? Undir lok 20. aldar sprakk svokölluð ‚minnissprengja‘... ...
Hinir réttlátu
Hinir réttlátu | 17.12.2013
Nú í nóvember var haldin glæpasagnahátíð í Reykjavík sem nefndist Iceland Noir. Þar komu fram bæði innlendir og erlendir höfundar og spjölluðu saman í pallborðsumræðum og lásu upp á upplestrarkvöldum. ...
Tímakistan
Tímakistan | 16.12.2013
Í þessari nýjustu bók Andra Snæs bíða sögupersónurnar eftir að tíminn líði og hvíla aðgerðalausar á meðan í svo kölluðum tímakistum. Kisturnar gera þeim kleift að spara tíma með mjög bókstaflegum hætti; á meðan þau hvíla í kistunni eldast þau ekki eina mínútu en tíminn umhverfis kistuna gengur sinn vanagang og líður áfram. Kisturnar eru þar að auki markaðsettar af fyrirtækinu Tímax sem ákjósanlegur kostur til að bíða af sér fjármálakreppu. Tímakistan er því saga eða ævintýri sem fjallar um tímann sem fyrirbæri en felur um leið í sér skírskotanir til samtímans og hvaða þýðingu tíminn og það athæfi að geta stoppað tímann (að minnsta kosti að vissu leyti) hefur í nútímasamfélagi. ...
Draumsverð
Draumsverð | 13.12.2013
Draumsverð eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson er önnur bókin í þríleiknum Þriggja heima sögu. Bókin er beint framhald af Hrafnsauga sem kom út í fyrra og hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2012. Sagan hefst í Hrafnsauga þar sem er sagt frá Ragnari, 16 ára foreldralausum strák sem býr í þorpinu Vébakka í Janalandi. Dag einn ráðast hræðilegar ófreskjur á Vébakka og Ragnar flýr ásamt tveimur öðrum unglingum, þeim Sirju og Breka. Í ljós kemur að ófreskjurnar voru að leita að Ragnari því hann geymir eitt af sjö innsiglum sem voru notuð fyrir þúsund árum til að loka illar skuggaverur inni fjarri mönnum. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál