Af hjaranum

eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur

Ungmennafélagið Heiðrún, 2013

Útlendingur meðal útlendinga

Af hjaranum eftir Heiðrúnu ÓlafsdótturÁður en lengra er haldið er vert að taka það fram að undirrituð hefur ekki lesið margar bækur sem fjalla um eða gerast á Grænlandi og er það sannarlega miður. Ég hef lesið um það bil hundrað blaðsíður í Lesið í snjóinn eftir Peter Höeg, sem fjallar um hina hálfgrænlensku Smillu er þekkir snjó betur en flestir og les hann til að leysa glæpamál, en ég hef ekki lesið svo mikið sem eitt ljóð sem tengist Grænlandi með einum eða öðrum hætti þar til nú. Það er því kærkomið og skemmtilegt að fletta nýjustu ljóðabók Heiðrúnar Ólafsdóttur, Af hjaranum, sem kom út núna fyrir jólin og segir frá tveggja mánaða dvöl hennar á Grænlandi. Ólíkt Smillu, sem á það til að varpa dálítið rómantísku ljósi á æsku sína á Grænlandi, dregur Heiðrún upp hversdagslegar myndir útlendings í framandi landi.

Af hjaranum, sem hlaut tilnefningu til Fjöruverðlaunanna 2013, er önnur ljóðabók Heiðrúnar en fyrir ári sendi hún frá sér sína fyrstu ljóðabók, Á milli okkar. Heiðrún hefur lagt stund á nám í ritlist við Háskóla Íslands og útgefandi ljóðabóka hennar er Ungmennafélagið Heiðrún.

Eins og í fyrri bók höfundar eru ljóðin í Af hjaranum prósaljóð. Í upphafi er ferðalagið undirbúið og fyrsta ljóð bókarinnar ber titilinn „Undirbúningur“: „Áður en þú leggur af stað veltið þið vinkonurnar fyrir ykkur hvað þú þurfir að hafa með þér. Hvort tekur maður bikiní eða sundbol með sér á hjara veraldar?“ (bls. 5) Að lokum ákveður ljóðmælandi að pakka líka bjartsýni og „splunkunýrri“ von sem gefur þau fyrirheit að ferðalagið, sem hún gerir sig klára að leggja upp í, er einnig andlegs eðlis og leitar inn á við. Eins og svo oft í ferðasögum er samhljómur á milli ytri veruleikans og innri; hið veraldlega ferðalag gefur jafnframt til kynna ferðalag hugans.

Því að koma á nýjan, óþekktan stað getur fylgt hræðsla en umfram allt forvitni sem endurspeglast í sjónarhorni ljóðmælandans. Hún er útlendingur á meðal útlendinga, talar ekki tungumál innfæddra, kynnist og skoðar samfélagið utan frá og verður nokkrum sinnum fyrir ærlegu menningarsjokki. Einu slíku augnabliki sjokks, forvitni og hræðslu er lýst í ljóðinu „Vön“ :

Verandi veraldarvön kallarðu ekki allt ömmu þína og finnst ekki mikið tiltökumál að setjast tímabundið að í litlum bæ á hjaranum. Ekki fyrr en þú mætir sex blindfullum unglingsstrákum á leið upp í fjall með riffla sem þeir fengu nýverið í afmælisgjöf. (bls. 11)

Prósaljóðin eru textamyndir og birta brot af lífinu, hinu ytra umhverfi ljóðmælanda og hinu innra, hugsunum og tilfinningum. Þau lýsa upplifun hennar af hversdagslífi lengst á hjara veraldar, vangaveltum hennar um að vera utangarðs í framandi samfélagi þar sem hún skilur ekki tungumálið né heldur lifnaðarhætti, siði eða venjur fólksins í kringum hana. Ljóðin eru um leið tjáning á innra lífi ljóðmælanda og þrám. En þar inn í fléttast heimþráin sem blossa vill upp þegar dvalið er langdvölum á erlendri grundu; „Héðan er langt að hugsa heim. Engu að síður leyfir þú huganum stundum að æða óraveg. Mörg hundruð kílómetra, yfir jökla og sjó þegar nóttin er þéttust. Hvött áfram af hungruðum hundum.“ („Löngun“, bls. 15)

Ef ferðalagið er flótti frá ákveðnum stað, þá er erfiðara að flýja hugann sem fylgir manni hvert fótmál með öllum þeim minningum og hugsunum sem hann geymir. Ástarsorg er jafn sár hvort sem hana ber að garði heima eða erlendis. Ljóðmælandi kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að hægt sé að flytja á hjara veraldar, og flýja þar með ákveðnar manneskjur, er því ekki eins farið með minningarnar um þær né söknuðinn sem sprettur af þeim minningum. Formgerð minninga verða einnig að yrkisefni Heiðrúnar, og tengsl þeirra við ljósmyndun, en uppáhalds ljóðið mitt í bókinni er „Skynjun.“ Það lýsir á einfaldan máta, en um leið svo vel, hversu yfirborðskenndur miðill ljósmyndin er því ljósmyndin fangar aðeins brotabrot af minningum og upplifunum sem tengdar eru vissum stöðum:

Þessu nær myndavélin ekki; rykbragð í munni og sandur í augum. Lykt af blautum hundum, úldnandi selshræi. Þögnin í firðinum. Ilmur af lyngi. Stingandi heimþrá. Áfengisþefur. Hundgá. Endalaus hundgá og ýlfur.
(bls. 24) 

Þær vangaveltur um minningar, sem ekki er hægt að flýja en lifa með manni hvort sem manni líkar betur eða verr, kallast á við grátbroslega tilvitnun í W. Houston í upphafi bókarinnar: „And if, by chance, that special place that you‘ve been dreaming of leads you to a lonely place. Find your strength in love.“ Ljóð Heiðrúnar eru umfram allt grátbrosleg; þau tifa af kímni og birta meinfyndið og stundum hæðnislegt sjónarhorn á tilveruna. En undir niðri krauma aðrar sárari tilfinningar, söknuður og jafnvel eftirsjá, sem ljóðmælandi óskar að gleyma: „innst inni óskar þú þess að rykið setjist á allan þinn innri veruleika.“ (bls. 14)

Af hjaranum er áhugaverð ljóðabók, ekki síst fyrir þær sakir að hún fjallar um áhugavert efni sem íslenskir lesendur hafa ekki fengið að gefa mikinn gaum né íslenskir höfundar fjallað um. En það er Grænland og Grænlendingar; nágrannaþjóðin sem á ýmislegt sameiginlegt með Íslendingum (stórbrotna náttúru og nálægð við sjó), þó ef til vill sé fleira sem skilur að. Ljóðin eru vel samin og meitluð. Prósaljóðin eru í formi ferðadagbókar, sem er vel uppbyggð af athugasemdum um hið innra og ytra, og lesandanum er boðið að fylgja með á ferðalaginu. Ég vona að Fjöruverðlaunatilnefning hvetji Heiðrúnu Ólafsdóttur og Ungmennafélag hennar til að halda áfram skrifum og útgáfu.

Vera Knútsdóttir, janúar 2014


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

HHhH
HHhH | 11.03.2014
Titill bókarinnar stendur víst fyrir „Heili Himmlers heitir Heydrich“. Þessi bók greip mann heljartökum undir eins og fór víst líka rakleiðis á metsölulista Eymundssonar eftir að gagnrýnendur lýstu yfir hrifningu sinni í Kiljunni. Það er ekki að spyrja að áhrifamætti þess sjónvarpsþáttar. Þungamiðja bókarinnar er fræg tilraun tékkóslóvakískra andspyrnumanna til að ráða Reinhard Heydrich af dögum í Prag árið 1942, sem hafði í för með sér voðalegar hefndaraðgerðir þýska hernámsliðsins. Meðal annars var þorpið Lidice máð af landakortinu og öllum íbúum þess komið fyrir. Sú grimmilega hefndaraðgerð kom Þjóðverjum raunar illa á alþjóðavettvangi enda var þorpið valið eftir duttlungum ráðamanna þegar í óefni var komið með eftirgrennslan og leit að tilræðismönnunum. Upphaflega hafði höfundurinn ráðgert að bókin yrði nefnd „Anthropoid“ en það var heitið á aðgerðinni sem var eiginlega, eða átti að vera, sjálfsmorðsárás. ...
Af hjaranum eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur
Af hjaranum | 11.02.2014
Áður en lengra er haldið er vert að taka það fram að undirrituð hefur ekki lesið margar bækur sem fjalla um eða gerast á Grænlandi og er það sannarlega miður. Ég hef lesið um það bil hundrað blaðsíður í Lesið í snjóinn eftir Peter Höeg, sem fjallar um hina hálfgrænlensku Smillu er þekkir snjó betur en flestir og les hann til að leysa glæpamál, en ég hef ekki lesið svo mikið sem eitt ljóð sem tengist Grænlandi með einum eða öðrum hætti þar til nú. Það er því kærkomið og skemmtilegt að fletta nýjustu ljóðabók Heiðrúnar Ólafsdóttur, Af hjaranum, sem kom út núna fyrir jólin og segir frá tveggja mánaða dvöl hennar á Grænlandi. ...
Skessukatlar
Skessukatlar | 20.12.2013
Í sumum ljóðanna í nýjustu bók sinni Skessukötlum er Þorsteinn frá Hamri einu sinni sem oftar á slóðum forfeðranna, nánar tiltekið á slóðum sagna þeirra og kvæða. Hann vitnar til þeirra og finnur þeim stað í sjálfum sér, enda segir ljóðmælandi á einum stað „Ég er gata sem þau gengu“. ...
Elst milli hendinga
Elst milli hendinga | 20.12.2013
„Aldrei hefur fjall / sagt sitt síðasta orð“ segir í ljóðinu „Með fjöll í fasi“ eftir Þóru Jónsdóttur, í nýútkominni ljóðabók hennar. Það sama má segja um skáldkonuna, sem hefur allt frá árinu 1973 sent frá sér ljóðabækur og bætir nú nýrri við, 88 ára gömul. ...
Vargsöld
Vargsöld | 18.12.2013
Á allra síðustu árum hefur íslenskum fantasíum verið að vaxa fiskur um hrygg, en svo virðist sem að í kjölfar vinsælda glæpasögunnar sé að myndast rými fyrir fleiri greinar afþreyingarbókmennta. Þetta má auðvitað einnig þakka miklum vinsældum fantasía erlendis, aðallega frá enskumælandi höfundum, en einnig hafa komið öflugar fantasíur frá Danmörku og Þýskalandi, svo dæmi séu tekin. Fantasíur fyrir unglinga hafa notið heilmikilla vinsælda og hafa fjölmargar slíkar verið þýddar á íslensku. Jafnframt hafa komið fram þýðingar fyrir fullorðna; nú á þessu ári kom út ný þýðing á frægustu vampýrusögu allra tíma, Drakúla eftir hinn írska Bram Stoker, en í kringum aldamótin 1900 kom út stytt og all breytt útgáfa sögunnar á íslensku. ...
Rangstæður í Reykjavík
Hér er komin þriðja bókin eftir Gunnar Helgason um þróttarann Jón Jónsson og vini hans, fótboltann og lífið. Bókin er sjálfstætt framhald af Víti í Vestmannaeyjum (2011) og Aukaspyrnu á Akureyri (2012) sem hafa báðar notið mikilla vinsælda meðal lesenda. Aukaspyrna á Akureyri hlaut nýverið Bókaverðlaun barnanna þar sem lesendur á aldrinum 6-12 ára velja bestu barnabók síðasta árs. ...
Rödd í dvala
Rödd í dvala | 18.12.2013
Hvað verður um sögur sem lífshættulegt er að segja? Breytast þær í bælt öskur, þögn brjálseminnar? Eða geta þær átt sér framhaldslíf, vaknað úr dvala? Undir lok 20. aldar sprakk svokölluð ‚minnissprengja‘... ...
Hinir réttlátu
Hinir réttlátu | 17.12.2013
Nú í nóvember var haldin glæpasagnahátíð í Reykjavík sem nefndist Iceland Noir. Þar komu fram bæði innlendir og erlendir höfundar og spjölluðu saman í pallborðsumræðum og lásu upp á upplestrarkvöldum. ...
Tímakistan
Tímakistan | 16.12.2013
Í þessari nýjustu bók Andra Snæs bíða sögupersónurnar eftir að tíminn líði og hvíla aðgerðalausar á meðan í svo kölluðum tímakistum. Kisturnar gera þeim kleift að spara tíma með mjög bókstaflegum hætti; á meðan þau hvíla í kistunni eldast þau ekki eina mínútu en tíminn umhverfis kistuna gengur sinn vanagang og líður áfram. Kisturnar eru þar að auki markaðsettar af fyrirtækinu Tímax sem ákjósanlegur kostur til að bíða af sér fjármálakreppu. Tímakistan er því saga eða ævintýri sem fjallar um tímann sem fyrirbæri en felur um leið í sér skírskotanir til samtímans og hvaða þýðingu tíminn og það athæfi að geta stoppað tímann (að minnsta kosti að vissu leyti) hefur í nútímasamfélagi. ...
Draumsverð
Draumsverð | 13.12.2013
Draumsverð eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson er önnur bókin í þríleiknum Þriggja heima sögu. Bókin er beint framhald af Hrafnsauga sem kom út í fyrra og hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2012. Sagan hefst í Hrafnsauga þar sem er sagt frá Ragnari, 16 ára foreldralausum strák sem býr í þorpinu Vébakka í Janalandi. Dag einn ráðast hræðilegar ófreskjur á Vébakka og Ragnar flýr ásamt tveimur öðrum unglingum, þeim Sirju og Breka. Í ljós kemur að ófreskjurnar voru að leita að Ragnari því hann geymir eitt af sjö innsiglum sem voru notuð fyrir þúsund árum til að loka illar skuggaverur inni fjarri mönnum. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál