Gula spjaldið í Gautaborg

eftir Gunnar Helgason

Mál og menning, 2014

Líf eftir fótbolta

Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar HelgasonÞá er komið að síðustu bókinni um Jón Jónsson þar sem hann tekst á við fótboltann, ástina og lífið. Fyrri bækur Gunnars Helgasonar um Þróttarann Jón hafa notið mikilla vinsælda meðal ungra lesenda og Aukaspyrna á Akureyri sem kom út í fyrra hlaut Bókaverðlaun barnanna, þar sem lesendur sjálfir velja bestu bók ársins.

Eins og áður er gripið niður í líf Jóns, sem nú er orðinn 13 ára, þar sem hann er á leiðinni á fótboltamót með félögum sínum í Þrótti. Nú er það stórmótið Gothia Cup í Gautaborg í Svíþjóð sem er framundan og þar verða lið frá öllum heiminum að keppa. Mikil spenna liggur í loftinu í flugvélinni á leiðinni út enda vélin full af fótboltakrökkum á leiðinni á mótið. Jón er þó annars hugar því hann hefur dreymt undarlega drauma upp á síðkastið sem hann er alveg handviss um að séu fyrirboðar um eitthvað slæmt.

Jón ætlar að leysa nokkur verkefni í Svíþjóð. Fyrst og fremst ætlar hann að spila fótbolta en svo þarf hann líka að leysa úr flóknu ástarlífi sínu og ákveða hvort hann sé skotinn í Rósu, sem er einmitt líka á leiðinni á mótið, og hvað hann eigi þá að gera í því. Svo ætla hann og Skúli vinur hans að reyna að sannfæra Ívar um að hætta að heimsækja pabba sinn. Ívar er vinur þeirra og liðsfélagi sem hefur verið í fóstri hjá fjölskyldu Skúla allan veturinn en er nú í heimsókn hjá pabba sínum sem býr einmitt í Gautaborg. Strákarnir hafa oftar en einu sinni bjargað Ívari frá pabba sínum og nú er komið að því að gera það í eitt skipti fyrir öll. Jón þarf líka að gera eitthvað í þessum ógnvekjandi draumum en hann veit af reynslunni að það er best fyrir hann að taka mark á því sem hann dreymir. Hann er sannfærður um að draumarnir bendi til þess að einhver muni deyja í ferðinni nema hann finni leið til að koma í veg fyrir það.

Þegar Jón og vinir hans eru ekki að keppa nota þeir tækifærið og skoða sig um, fara í tívolí og á ströndina en lýsingar á umhverfi eru lifandi og sögusviðið verður mikilvægur hluti sögunnar. Strákarnir hitta krakkana úr hinum liðunum, skemmta sér vel og eignast nýja vini. Tóti, pabbi Ívars, er mikið með þeim og þó að hann virðist hafa tekið sig á veit Jón ekki hvort hann eigi að treysta honum eftir allt sem á undan er gengið. En svo skýtur gamall óvinur upp kollinum í Gautaborg og er með ógnandi yfirlýsingar við Jón. Þá er gott að hafa Tóta nálægt. Það er eitthvað meira en lítið skrítið í gangi á þessu móti og Jón verður að komast að því hvað það er.

Eins og áður er Jón sjálfur sögumaður og fær lesandinn þannig alfarið sjónarhorn hans á það sem gerist. Hann lýsir leikjunum af mikilli innlifun og auðvitað öðrum atburðum og samskiptum við bæði hina krakkana og þjálfarana. Jón er sannfærandi sögumaður sem ávarpar lesandann reglulega og grínast við hann um framhald sögunnar. Hann hefur húmor fyrir sjálfum sér og dregur ekkert undan, hlífir hvorki sjálfum sér né öðrum í frásögninni. Hann hefur líka gaman að því að kynda undir lesandanum, þegar allt virðist leika í lyndi í lok kafla skilur hann eftir vísbendingar um það sem koma skal og byggir þannig upp spennu fyrir lokum sögunnar. Án þess að farið sé út í nein smáatriði stendur endirinn fullkomlega undir væntingum, hann er æsispennandi og kemur svolítið á óvart.

Atburðarrásin í sögunni er hröð og grípandi. Ógnvekjandi og dularfullir draumar Jóns fléttast saman við leikskýringar og flókið ástarlíf hans. Lýsingarnar á lífinu í skólanum, samfélaginu sem myndast þar og andrúmsloftinu eru afskaplega trúverðugar, samtöl krakkanna og samskipti sömuleiðis. Jón er auðvitað sú persóna sem verður hvað skýrust í huga lesandans en aukapersónur fá einnig rými og eru ágætlega mótaðar. Viðsnúningur Tóta er einnig nokkuð sannfærandi. Hann hefur snúið við blaðinu en það fer ekkert á milli mála að þó hann leggi sig fram  um að standa sig geti enn brugðið geti til beggja vona. Efasemdir Jóns um Tóta eru trúverðugar og endurspegla það sem lesandinn er líklega að hugsa, hvort sé virkilega óhætt að treysta honum.

Í þessari síðustu bók um Jón Jónsson er margt sem breytist í lifi hans. Hann tekur stórar ákvarðanir, kynnist fólki upp á nýtt, tekur ábyrgð og tekur áhættu, og það oftar en einu sinni. Lýsingar Jóns á leikjunum og heimi fótboltans eru þannig gerðar að þær geta bæði höfðað til fótboltaáhugamanna og annarra, liðsandinn og spennan í leiknum eru í fyrirrúmi. Vinátta og fjölskylda eru í aðalatriði í sögunni og lögð er áhersla á samheldni og heiðarleika. Gula spjaldið í Gautaborg er bók fyrir alla og stenst að öllu leyti samanburð við fyrri bækur; hún er spennandi, fyndin og tekur á ýmsum málum sem er mikilvægt að tala um.

María Bjarkadóttir, desember 2014


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar Helgason
Þá er komið að síðustu bókinni um Jón Jónsson þar sem hann tekst á við fótboltann, ástina og lífið. Fyrri bækur Gunnars Helgasonar um Þróttarann Jón hafa notið mikilla vinsælda meðal ungra lesenda og Aukaspyrna á Akureyri sem kom út í fyrra hlaut Bókaverðlaun barnanna, þar sem lesendur sjálfir velja bestu bók ársins. ...
Skálmöld eftir Einar Kárason
Skálmöld | 28.12.2014
Skálmöld er fjórða og jafnframt síðasta bók Einars Kárasonar um atburði og persónur Sturlungaaldar. En þótt Skálmöld sé síðasta bókin í Sturlungakvartett Einars er hún ekki framhald Skálds, þriðju bókarinnar, heldur er um að ræða svokallað „prequel“. Skálmöld er með öðrum orðum fyrsta bókin í kvartettnum, en þar er fjallað um atburði sem eiga sér stað á undan þeim sem fjallað er um í Óvinafagnaði. ...
Dimmubókin eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson
Dimmubókin | 22.12.2014
Dimmubókin er síðasti hluti þríleiksins um lífið í Mángalíu, Myrkland og samskipti vöðlunga og manna. Fyrri bækurnar tvær eru Brúin yfir Dimmu og Ljósin í Dimmuborg. Vöðlungar eru verur sem líkjast mjög mönnum og búa í landinu Mángalíu handan við ána Dimmu. Þó að vöðlungar og menn lifi í aðskildum heimum eru ákveðin tengsl á milli og stundum villast vöðlungar yfir í mannheima, sem þeir kalla Myrkland, og öfugt. Vöðlungum þykja mennirnir grimmir og hættulegir og forðast samneyti við þá í lengstu lög en stundum verður þó ekki hjá því komist að íbúar heimanna tveggja hittist. ...
Djásn eftir Sif Sigmarsdóttur
Djásn | 22.12.2014
Fantasíur eru bókmenntaform sem oft er notað til að koma á framfæri gagnrýni á samfélagið í heild eða að hluta. Þegar vel er að verki staðið geta þær vakið athygli á einhverju sem við erum löngu orðin samdauna og hætt að taka eftir, með því að setja það í nýjar og óvæntar aðstæður og gera það framandi. Ein af undirgreinum fantasíunnar er dystópían, sem lýsir framtíðarsamfélagi þar sem allt er farið úr skorðum og inniheldur gjarnan alvaldan einræðisherra stjórnar fólki með ofbeldi og ógnum. Freyju saga fellur undir þetta bókmenntaform. ...
Kátt skinn (og gloría) eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
Landakort og kortlagningar hafa sett mark sitt á ljóð Sigurbjargar Þrastardóttur, en hún er iðulega á ferð, stundum á óþekkjanlegar slóðir. Fyrsta bók hennar sem vakti verulega athygli var Hnattflug (2000) og á síðasta ári sendi hún frá sér ljóðabókina Bréf frá borg dulbúinna storma sem, eins og titillinn gefur til kynna, er einskonar kveðja frá öðru landi, nánar tiltekið frá höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. Í bókinni Brúður vinnur hún út frá orðinu brúðir og leikur sér með fjölmargar tilvísanir þess. Í nýjustu ljóðabók sinni, Kátt skinn (og gloría), er ferðalagið meira inn á við, eða réttara sagt, ferðin fer ekki langt, því hún hverfist að miklu leyti um líkamann. ...
Bréfabók eftir Míkhaíl Shíshkín
Bréfabók | 09.12.2014
Við lifum undarlega tíma. Ég veit að það kemur málinu ekki við. Raunar er það áhugaverðasta við ritdóma einatt það sem kemur málinu ekki beinlínis við. Þannig að: Við lifum undarlega tíma. Á okkar undarlegu tímum eru bókmenntirnar orðnar iðnaður. Já, ég veit að það hljómar eins og svartagallsraus en það gera kenningar í loftlagsfræðum líka. Tökum rússneskar bókmenntir. Á nítjándu öld voru þær fullar af risum. Risarnir skrifuðu tröllaukinn skáldskap með stórum hugmyndalegum dráttum og stórfengnum persónum. Risunum er stundum skipt í tvennt: Annað hvort voru þeir af skóla Dostojevskíj, með melódramatískum einkennum og frásagnarspennu, eða Tolstoj, með fíngerðari hughrifum og meiri texta, texta í merkingunni lýrík. ...
Alzheimer tilbrigðin eftir Hjört Marteinsson
Eins og titillinn gefur til kynna fjallar bók Hjartar um Alzheimer sjúkdóminn sem er bæði óhugnanlegur sjúkdómur og áhugaverður, því hann einkennist hvort tveggja af minni og gleymsku, sem hvort um sig eru óþrjótandi viðfangsefni. Segja má að minni sé grundvallaratriði hugverunnar og órjúfanlegur þáttur í sjálfi hennar. Við það að missa minnið glötum við þeim sögum og frásögnum sem eru undirstaða persónu okkar og um leið missum við tökin á því hver við erum. Hugtakið „tilbrigði“ í titlinum minnir á tónlist en einnig á symbólíska ljóðagerð þar sem brugðið er upp táknrænum senum sem takast á við hugmyndir um skynjun og skynhrif. Þá felur orðið einnig í sér umbreytingu eða viðsnúning sem verður til dæmis á manneskju sem veikist af alzheimer. Það má gera sér í hugarlund að sú breyting eigi ekki aðeins við um persónuna frammi fyrir ástvinum og ættingjum heldur verði hún í hugarheimi og heimsmynd hennar sjálfrar. ...
Maxímús Músíkús kætist í kór eftir Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarin Má Baldursson
Um Fuglaþrugl og naflakrafl eftir Þórarin og Sigrúnu Eldjárn, Örleif og hvalinn eftir Julian Tuwim og Bohdan Butenko, og Maxímús Músíkús kætist í kór eftir Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarin Má Baldursson. ...
Gæðakonur eftir Steinunni Sigurðardóttur
Gæðakonur | 09.12.2014
Líf Maríu Hólm Magnadóttur er í nokkuð föstum skorðum, hún er jarðfræðingur af lífi og sál með vasa fulla af steinum. Vinnan er málið, ástarsamböndin búin að vera, hún er að eldast, þyngjast, þreytast þegar í lífi hennar birtist dularfull kona, Gemma, sem vill helst umturna því. Svona byrjun, þar sem dularfull persóna kemur skyndilega inn í líf aðalpersónunnar, hefur reynst margri sagnamanneskjunni drjúgt efni og á sér svo margar hliðstæður og fyrirmyndir að úr verður eiginlega írónísk meðferð á efninu. María virðist meðvituð um þetta sjálf og er í upphafi ákaflega pirruð út í þessa konu sem ætlar að trufla rútínuna hennar, skorðurnar góðu sem lífið er í, og gera hana þannig að persónu í sögu. Hún lætur þó tilleiðast og hefst þar með ævintýri Maríu, sem er í aðra röndina kynlífsævintýri í fjölbreyttum munstrum. ...
Draugagangur á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn
Draugagangur á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn er framhald bókarinnar Strokubörnin á Skuggaskeri sem kom út í fyrra. Þar kynntist lesandinn hópi barna sem fær leið á ósætti og stríði heima fyrir og ákveður að flýja til Skuggaskers, sem er mannlaus og frekar draugaleg eyja skammt frá Fagradal þar sem börnin eiga heima. Nú hafa foreldrar barnanna loksins samið um frið og freista þess að fá börnin til að snúa heim. Áætlanir þeirra ganga hins vegar ekki eftir því börnin neita að koma með þeim. Þau ætla að vera á Skuggaskeri um sumarið á meðan foreldrarnir vinna að því að byggja samfélagið upp að nýju. Hringur, Lína og tvíburasysturnar Anna og Beta ætla að búa áfram í gráa húsinu á eyjunni ásamt systkinunum Reyni og Björk, og Karra sem bjó á eyjunni áður en hin komu. Kornelía, amma Bjarkar og Reynis, bætist í hópinn en hún ætlar að vera hjá þeim í nokkra daga eða þangað til fullorðna fólkið kemur aftur með vistir. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál