Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Lítil saga um latan unga
Sigurður Ólafsson skrifar um bækurnar Grallarar í gleðileit eftir Björk Bjarkadóttur, Var það bara svona eftir Kristínu Thorlacius, Lítil saga um latan unga eftir Guðrúnu Helgadóttur og Skrímsli á toppnum eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Hemsdal. ...
Þrumulostinn
Þrumulostinn | 08.12.2010
Það getur haft skelfilegar afleiðingar að vera á röngum stað á röngum tíma. Því kynnist loftslagsfræðingurinn Adam Kindred svo sannarlega þegar að hann lendir fyrir tilviljun á vettvangi morðs án þess að eiga þar nokkra aðkomu að verki. Í kjölfarið beinast spjót yfirvalda sem og undirheima Lundúna að því að ná í skottið á honum. Hann, sem einmitt var í þann mund að leggja drög að blómlegri framtíð sem virtur háskólamaður neyðist nú til þess að má út öll spor um tilveru sína og láta sig hverfa. Hann felur sig hér og þar í dimmum skotum heimsborgarinnar og tekur upp ný auðkenni og nýjar venjur. ...
Furðustrandir
Furðustrandir | 08.12.2010
Það fylgir því alltaf töluverð eftirvænting að fá í hendur nýja bók eftir Arnald Indriðason og ekki dregur það úr eftirvæntingunni að nú eiga lesendur von á að fá að vita hvað kom fyrir Erlend þegar hann hvarf. Í þessari nýjustu bók Arnaldar segir frá ferðum Erlendar Sveinssonar austur á æskuslóðirnar. Hann hefst við í hálfhrundu eyðibýli foreldra sinna og gengur á fjallið Harðskafa, enn heltekin af hvarfi bróður síns mörgum áratugum fyrr. Hvarf bróðurins er ekki eina mannshvarfið sem vekur áhuga Erlendar, ...
Hringnum lokað
Hringnum lokað | 07.12.2010
Skáldsaga breska höfundarins Michael Ridpath, Hringnum lokað, er lýst sem glæpasögu, alþjóðlegri metsölubók sem gerist á Íslandi. Bókin, sem á frummálinu nefnist Where The Shadows Lie, er sú fyrsta í nýrri glæpaseríu höfundar, undir yfirskriftinni ‚eldur og ís‘, en þar er hinn íslenski rannsóknarlögreglumaður Magnús í aðalhlutverki. Sagan kom út fyrr á þessu ári en höfundur er þegar tilbúinn með næstu bók, sem nefnist 66 North og kemur út á næsta ári. ...
Tregðulögmálið
Tregðulögmálið | 07.12.2010
Tregðulögmálið eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur gerist á haustmánuðum. Söguhetjan og sögumaðurinn Úlfhildur er á frumstigi þess að skrifa B.A.-ritgerð í bókmenntafræðum og stefnir framan af á útskrift um áramót. Hún er í vonlausu sambandi með fyrrum aktívista sem er yfir allt og alla hafinn, foreldrar hennar eru ferkantaðir og rífast við sjónvarpið, og henni gengur illa að læra. Sagan gerist að mestum hluta í höfðinu á Úlfhildi, hún hugsar eitt og annað um hitt og þetta og kemst stundum vel að orði. Það er fátt annað að segja um söguþráðinn, sagan byggist upp á samtölum og pælingum frekar en einhverskonar fléttu, enda stendur sagan og fellur með rödd Úlfhildar og frásagnarmáta. ...
Handritið að kvikmynd
Einhverntíma las ég dáldið skemmtilega fræðilega útlistun á því hvernig óreiða er fyrirbæri sem vindur ævinlega uppá sig. Óreiða er ástand sem stigmagnast ef ekki er gripið inní og málin tekin föstum tökum, á endanum tekur hún yfir og gleypir heiminn. Þetta er reyndar kenning um fantasíubókmenntir sem eru svona almennt séð nokkuð fjarlægar bókum Braga Ólafssonar, en samt var þessi lýsing það fyrsta sem datt ofaní hausinn á mér þegar ég hafði, eftir mikið más og blás, lokið lestri á Handritinu að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson eftir Braga. ...
Hversdagsgæfa
Hversdagsgæfa | 06.12.2010
Stundum er ég fengin til að fjalla um hlutverk gagnrýnandans. Eitt af því sem ég legg mikla áherslu á er að gagnrýnandinn á að þjóna lesendum bókarinnar, mun frekar en höfundi hennar (hvað þá útgefanda). Í því hlutverki felst að gefa lesanda upplýsingar um bókina, höfund hennar og inntak og þar á meðal að segja til um hverskonar bók er að ræða. Allt er þetta afskaplega göfugt en þó ekkert endilega svo auðframkvæmanlegt, því svo vill til að bækur eru margskonar og hafa tilhneygingu til að skríða undan viðteknum flokkunum. Dæmi um þetta er hvernig mörk skáldsögu og æviskrifa hafa tæst upp á undanförnum árum (jafnvel áratugum), þótt vissulega séu enn gefnar út hefðbundnar ævisögur og skáldsögur. ...
Allt fínt ... en þú?
Ég hikaði aðeins þegar ég fékk í hendurnar nýjustu bók Jónínu Leósdóttur, Allt fínt ... en þú?, ekki af því ég efaðist um hæfileika Jónínu til að skrifa heldur vegna konunnar sem hékk á bókarkápunni með eitthvað sem líktist skelfingarsvip á andlitnu. ...
Aþena: Hvað er málið með Haítí?
Ekki eru nema nokkrir áratugir síðan að hugtakið „unglingur“ þótti æði nýstárlegt. Fram að því voru skilin skörp á milli æsku og fullorðinsára, börn höfðu einfaldlega komist „í fullorðinna manna tölu“ strax upp úr fermingaraldri. Síðan hefur skilgreindu þroskaskeiðunum fjölgað og og bæði barns- og unglingsskeiðinu er deilt niður í fleiri hluta. ...
Þór: Leyndarmál guðanna
Það er glaður og kraftmikill strákur sem flytur í Valhöll og er útnefndur Verndari frjálsra manna í annarri bók Friðriks Erlingssonar um þá félaga Þór Óðinsson og Mjölni, töfrahamarinn ógurlega. Saman þjóta þeir um himinhvolfið í vagni Þórs og slást við jötna á milli þess sem þeir leggja fólkinu í Miðgarði lið. Það líður heldur ekki á löngu þar til Þór verður hvers manns hugljúfi enda er hann snöggur að bregðast við hverju kalli og hverri bæn. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál