Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Kvöldverðurinn eftir Herman Koch
Kvöldverðurinn | 20.10.2010
Tvö gerólík verk komu upp í huga mér við lesturinn á skáldsögu Herman Koch, Kvöldverðurinn. Annarsvegar smásaga Svövu Jakobsdóttur, “Veisla undir grjótvegg” og hinsvegar kvikmynd austurríska leikstjórans Michael Haneke, Benny’s Video. ...
Ljóðarými
Hún er dálítið sérstök í útliti bókin sem inniheldur ljóð frá tveimur heimshornum, austurlöndum fjær og norðurlöndum. ...
Leyndarmál annarra
Leyndarmál annarra | 05.10.2010
Ég var í afmæli um helgina og gestgjafinn kvaðst hafa heyrt um nýja ljóðabók sem hefði unnið til verðlauna: „Mig langar til að lesa hana.” Ég lofaði auðvitað að lána bókina og þarf nú að skrifa þennan ritdóm í hasti, til að svekkja ekki afmælisbarnið. ...
Nemesis
Það var óneitanlega svolítið sérstakt að eyða páskunum meðal norrænna glæpa, sem flestir tengdust fortíðinni með einum eða öðrum hætti, misfjarlægri þó. Þannig ferðaðist ég frá vesturheimi til smábæjar í Svíþjóð, þaðan til lítillar sænskrar eyjar og endaði loks í Osló. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál