Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Í bók Natalie Babbitt, Sjóræningi segir frá, hefur sjóræninginn Pétur planki hætt sjóránum vegna viðkvæmni og er að leita sér að nýjum starfsvettvangi. Hann er einn af kostgöngurum ekkju nokkurrar og í lok hvers dags lýsir hann því fyrir hinum gestunum hvers vegna honum hentar ekki hitt og annað starfið. ...
Einn eða tveir Íslendingar fara utan ár hvert í ýmsum tilgangi. Fyrir ekki svo löngu voru tíðar auglýsingar á skjám landsmanna sem kynntu hina og þessa viðskiptaklassa, sértilbúinn lífsstíl innan flugumferðarinnar sem hæfði sérþörfum bústinna og brosmildra burgeisa. ...
Rúnagaldur | 18.03.2010
Elías Snæland, gamalreyndur blaðamaður og rithöfundur, kemur hér með sína fyrstu spennusögu. Ég vil frekar kalla þetta spennusögu en glæpasögu þótt vissulega séu skilin bæði óljós, loðin og teygjanleg. ...
Rennur upp um nótt | 18.03.2010
Ég man enn þegar ég, nýkomin í menntaskóla, las í fyrsta sinn ljóð eftir Ísak Harðarson. Ég var á vappi um bókasafnið mitt, Sólheimasafn, og fannst ég vera orðin gasalega fullorðin og til að sanna það gekk ég rakleitt að ljóðahillunni og lét greipar sópa. Mig minnir það hafi verið Ræflatestamentið (1984) ...
Hið merka ár 2007 sendi hinn fjölhæfi rithöfundur Gerður Kristný frá sér skáldsögu fyrir börn sem nefnist Ballið á Bessastöðum. Sagan iðar af lífi og varð fyrir vikið afar vinsæl og nú geta glaðir lesendur snúið aftur til Bessastaða með forsetanum sínum í sjálfstæðri framhaldsbók sem nefnist Prinsessan á Bessastöðum. ...
Málavextir | 18.03.2010
Málavextir er fyrsta bókin um einkaspæjarann Jackson Brodie. Hún kom út í Englandi 2004. Síðan hefur höfundurinn sent frá sér tvær bækur í viðbót um Brodie: One Good Turn (2006) og When Will There Be Good News (2008). ...
Núll núll 9 [spennusaga] er sjálfstætt framhald bókanna Svalasta sjöan og Undir fjögur augu sem komu út 2003 og 2004. Hér er Jóel, aðalsöguhetjan og sögumaðurinn, 16 ára, nýbúinn með grunnskólann og nýfluttur aftur til Akureyrar, síns gamla heimabæjar, eftir að hafa búið í Reykjavík vegna veikinda litlu systur sinnar. ...
Listi yfir höfundarverk Gyrðis Elíassonar er vandlega prentaður á innábrot bókakápa nýjustu bóka hans, ljóðabókarinnar Nokkur almenn orð um kulnun sólar og smásagnasafnsins Milli trjánna. ...
Það er gömul klisja að listin blómstri undir erfiðum kringumstæðum. Hungur, kreppur og hörmungar hverskyns eru samkvæmt þessu helstu fulltrúar listagyðjanna sem í krafti eymdar streyma óheftar um soltnar æðar skálda, myndlistamanna, leikara og annarra stofustássa. ...
Laura og Julio | 18.03.2010
Það er ekki endilega varanleikanum fyrir að fara í ljóðabók Ingunnar Snædal, Komin til að vera, nóttin, en ljóðin fjalla aðallega um aðskilnað og ástarsorg. Tónninn er öllu hæglátari en í síðustu tveimur ljóðabókum Ingunnar, ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál