Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Ofsi | 28.06.2010
Í nýjustu skáldsögu sinni, Ofsa, snýr Einar Kárason sér aftur að Sturlungaöld sem einnig var viðfangsefni hans í hinni vel heppnuðu skáldsögu Óvinafagnaði frá 2001, og tekst ekki síður vel upp hér. ...
„...himinborna dís” segir í vinsælu ljóði Davíðs Stefánssonar, en ljóðlínan spratt fram þegar ég sá titilinn á ljóðabókinni Sjáðu fegurð þína. ...
Svart og hvítt | 28.06.2010
Í sögunni Svart og hvítt hitta lesendur aftur hina 16 ára Önnu frá Vík í Mýrdal, sem sagt er frá í bók Jónínu Kossar og ólífur sem út kom 2007. ...
Myrká | 16.06.2010
Það er eitthvað svolítið viðkvæmnislegur blær yfir sögu Arnaldar Indriðasonar að þessu sinni. Ekki þó á þann hátt að sagan sé ljúf eða blíð; Myrká er, eins og nafnið gefur til kynna drungaleg og grimm glæpasaga. ...
Skaparinn | 16.06.2010
Kvenlíkaminn er viðfangsefni Guðrúnar Evu Mínervudóttur í skáldsögu hennar Skaparinn, en þó ekki. ...
Vetrarsól | 16.06.2010
Glæpasagan er meðal viðfangsefna skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Vetrarsól. Jólin nálgast og sögukonan Sunna starfar á litlu forlagi sem allrahandamanneskja, sem meðal annars þarf að selja heimspekilegar barnabækur í stórmarkaði ...
Goð og sagnir | 16.06.2010
Faðir minn þreytist seint á því að minna mig á að Snorra-Edda er ekkert annað en samantekt og endursögn (kristins) grúskara sem hafði þörf fyrir að fella óreiðukenndar sagnir af goðum og heimssköpuninni í einhverskonar reglulegt form. ...
Innileiki, nánd, nærvera, og stundum fjarvera, í ástarsamböndum og fjölskyldum er umfjöllunarefni nýjustu skáldsögu Guðmundar Andra Thorssonar, Segðu mömmu að mér líði vel. ...
Það hefur löngum verið til siðs að nefna þýðandann og hvernig til hafi tekist með þýðinguna í nokkrum línum undir lok ritdóma, hér verður þessu til tilbreytingar snúið við. ...
Rán | 16.06.2010
Á kili bókarinnar stendur ¡Rán, með öfugu spænsku upphrópunarmerki fyrir framan titilinn og nafn sögukonunnar. Það gefur strax til kynna í hvaða heimshluta lesandinn er staddur, en bókin gerist aðallega í Barcelona ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál