Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Annarskonar sæla | 19.03.2010
Það er eitthvað við ljóðið sem lagar sig betur að neðanjarðarstarfssemi í skáldskap, umfram önnur form. Þó er ljóðið líklega það form sem ber með sér mesta hefð og þyngstan farangur, skáldsagan er hins vegar ferskt og ungt form og ætti því að virka opið. ...
Algleymi | 19.03.2010
„Oblivion is a place that has no co-ordinates in time or space“ (Jenny Diski, Skating to Antarctica, bls. 180). Þessi orð breska höfundarins Jenny Diski komu oftar en einu sinni upp í hug mér við lestur nýjustu skáldsögu Hermanns Stefánssonar, Algleymi. ...
Þessi nýja skáldsaga Gunnars Gunnarssonar passar vel við þá undarlegu tíma sem við erum að upplifa, þegar fjöldi manns berst í bökkum fjárhagslega eftir góðærið. ...
10 ráð
Í nýjustu skáldsögu Hallgríms Helgasonar fylgjumst við með ævintýrum króatíska leigumorðingjans Tomislav Bokšic, sem gengur undir nafninu Toxic, sem eftir nokkuð ‘farsælan’ feril sem leigumorðingi í Bandaríkjunum neyðist til að leggja á flótta og endar á Íslandi fyrir slysni. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál