Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


“En þetta er svo óskáldlegt” sagði einn mætur bókmenntamaður við mig þegar talið barst að bók Ingólfs Gíslasonar, Sekúndu nær dauðanum - vá, tíminn líður, og þá sérstaklega að sleiktum píkum og ríðingum sem koma fyrir í nokkrum ljóðanna. ...
Fléttur | 25.05.2010
Guðrún Hannesdóttir hlaut fyrr á þessu ári Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Offors”. Ekki er þó hægt að segja að titill þess lýsi vel stemningunni í ljóðum þessarar fyrstu ljóðabókar hennar, Fléttur, en þar sýnist mér frekar annar titill eiga við: „Kyrrð”. ...
Ávítarastríðið eftir Lene Kaaberbøl, í þýðingu Hilmars Hilmarsson; Dularfulla bókin: Á háskaslóðum eftir Lloyd Alexander, í þýðingu Heidi Ploder; Rúnatákn eftir Joanne Harris, í þýðingu Kristínar R. Thorlacius ...
Í titli nýútkominnar ljóðabókar Steinunnar Sigurðardóttur sameinast tvö meginþemu verksins – ást og land eða ást á landi - í margbreytilegum skilningi þeirra orða. ...
Ég verð að viðurkenna að þegar ég lauk lestri nýjustu skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar Himnaríki og helvíti var ég ekki alveg viss um hvað ég ætti að segja. Þetta er nefnilega bók sem þarfnast tíma og íhugunar – og það er ótvírætt hól. ...
Sagan geymir fjölmörg dæmi um börn sem komast í valdastöður, verða kóngar og keisarar og drottningar og keisaraynjur, og takast á við þau hlutverk með misjöfnum hætti. ...
Loforðið | 25.05.2010
Dagbókarformið er mjög eðalborið í sögu skáldsögunnar og tengist sérstaklega skrifum kvenna. Dagbókin er einn af fyrirrennurum skáldsögunnar eins og við þekkjum hana í dag, en hún var að stórum hluta mótuð af konum, bæði sem höfundum og lesendum. ...
Blysfarir | 25.05.2010
Fjórða ljóðabók Sigurbjargar Þrastardóttur sker sig nokkuð frá hinum fyrri þremur, en bókin er heill ljóðabálkur, saga í ljóðum, sem lýsir ástarsambandi og fíkn. ...
Skáldsagan er ólíkindatól og hefur margsýnt það og sannað að hún rúmar alls konar form og textagerðir. Einar Már notfærir sér það í nýjustu skáldsögu sinni, Rimlum hugans, þegar hann fléttar saman bréfaskáldsögu og sjálfsævisögulegan texta í eins konar esseyju- eða dagbókarformi. ...
Aska | 25.05.2010
Aska er þriðja glæpasaga Yrsu Sigurðardóttur þar sem lögfræðingurinn Þóra Guðmundsdóttir leysir erfið sakamál fyrir umbjóðendur sína. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál