Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Hið stórfenglega leyndarmál heimsins eftir Steinar Braga hlýtur að teljast óvenjulegasta morðgáta jólabókaflóðsins að þessu sinni. ...
Það hefur ekki mikið verið gefið út af unglingabókum hér á landi síðustu ár, að undanskildum fantasíum, en þær voru mun fleiri í jólabókaflóðinu fyrir 10 til 15 árum. Á sama tíma sýna rannsóknir að unglingar lesa sífellt minna. ...
Jólaljóð | 20.05.2010
Jólin eru klassískt viðfangsefni ævintýra, allt frá Lúkasarguðspjalli til Litlu stelpunnar með eldspíturnar og nútíma jólakvikmynda á borð við Þegar Trölli stal jólunum. ...
Góðar bækur geta svo margt. Fyrir utan að bjóða lesandanum inní nýja heima og krefja hana jafnvel stundum um að hugsa, þá lækna góðar bækur timburmenn, lesnar uppi í rúmi á laugardags- og sunnudagsmorgnum. ...
Moli og eggið eftir Susie Jenkin-Pearce og Tinu Macnaughton; Pabbi minn eftir Charles Fuge; Snjóengillinn eftir Christine Leeson og Jane Chapman; Vetrardagur eftir M. Christina Butler og Tina Macnaughton - allar þýddar af Sirrý Skarphéðinsdóttur. Afmæli prinsessunnar eftir Per Gustavsson, í þýðingu Söndru Óskar Snæbjörnsdóttur. ...
Vitur maður hefur sagt að fátt sé ungum börnum hollara en að lesa draugasögur. Og í krafti þeirrar visku hefur orðið til bókin Draugurinn sem hló: Draugasögur, sem er líklegast eitt albesta dæmi um norrænt samstarf sem ég man eftir í augnablikinu. ...
Öðruvísi saga | 19.05.2010
Öðruvísi saga er þriðja bókin í seríu sem byrjaði með bókinni Öðruvísi fjölskylda (2002) og hélt síðan áfram í Öðruvísi dögum sem kom út árið 2004. ...
Feimnismál | 19.05.2010
Það er ekki á hverjum degi sem fjallað er um samband eldri konu og yngri manns í íslenskum bókmenntum en það er mikilvægur þáttur í nýrri skáldsögu Sigrúnar Davíðsdóttur og er eitt af feimnismálunum í bókinni sem titillinn vísar til. ...
Fyrir kvölddyrum | 19.05.2010
Það eru sannarlega stórtíðindi að ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson hafi litið dagsins ljós. Síðasta ljóðabók Hannesar, Eldhylur, kom út árið 1993 en í millitíðinni hefur hann sent frá sér bækurnar Lauf súlnanna (1997) ...
Nótt úlfanna | 19.05.2010
Bók norska rithöfundarins Toms Egeland, Við enda hringsins, kom út á íslensku í fyrra og vakti nokkra athygli. Var henni í auglýsingum líkt við Da Vinci lykilinn. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál