Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Ég fór að sjá þessa líka fínu hrollvekju í gær, Resident Evil: Apocalypse, og gladdist sérlega yfir stórum þætti kvenhetja þar, en mér hefur alltaf fundist hrollvekjan vera eitthvað svona meira fyrir okkur konur og aldrei skilið hversvegna fólk álítur þetta vera strákaleik. ...
Þessi pistill átti upphaflega að heita "Dúkkuheimili", því mér eru minnistæðastar tvær senur úr þessum tveimur sjálfsævisögulegu bókum, sem báðar komu út í bókaflokknum "Svarta línan" hjá Bjarti. ...
Kóralína | 07.04.2010
Ég ætlaði að vera búin að skrifa pistil um þessa bók fyrir lifandi löngu. Ekki datt mér til hugar að hún yrði þýdd, slíka áleit ég þröngsýni íslenskra bókaforlaga þegar kemur að óvenjulegum og verulega furðulegum fantasíum. ...
Úlfurinn rauði | 07.04.2010
Þýðandi Lizu Marklund, Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir, lætur ekki standa við orðin tóm. Í vor þegar skáldsaga Marklund, Villibirta, kom út lofaði hún að ný bók væri á næsta leyti og nú er hún komin, rétt í tíma fyrir heimsókn skáldkonunnar sjálfrar. ...
Vetrardrottningin | 07.04.2010
Árni Bergmann hefur nú í áratugi fært Íslendingum frábærar þýðingar sínar á rússneskum skáldskap, allt frá þekktum heimsbókmenntum til minna þekktra og yngri höfunda. ...
Villibirta | 07.04.2010
Hvern hefði grunað að norrænar glæpasögur lumuðu á svona miklu blóði? ...
Eyðibýli | 24.03.2010
Í ljóðinu “Á ystu strönd” lýsir ljóðmælandi því að hingað hafi hann aðeins komið “í ljósum draumi” og “á ystu strönd” hafi staðið “yfirgefið hús / limfagurt lauftré,” hinum megin við fjörðin eru “skóglaus skýjalöndin.” Þessari ferð er heitið “inn í rökkursögu” en þar ber ævintýratréð þann sjaldgæfa ávöxt, “einfalda, dýrmæta kyrrð.” ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál