Umfjöllun um bækur

Hér er hægt að lesa greinar um bækur eftir leika og lærða, gagnrýni bókmenntafræðinga um ný verk og pistla frá lesendum um ýmis konar lesefni.

Ef þú hefur verið að lesa áhugaverða bók sem þú vilt benda öðrum á, sendu okkur þá endilega línu, hvort sem bókin er gömul eða ný, íslensk eða erlend.

Gagnrýni um bækur er raðað eftir útgáfuárum verka hér til vinstri og lesendapistla má nálgast undir liðnum Ég les.


Um daginn birtist í Morgunblaðinu grein eftir Heimi Snorrason um fimm bestu myndasögur ársins 2003. Þeirra á meðal var saga sem ég kannaðist ekkert við, Persepolis: The Story of a Childhood, eftir Marjane Satrapi. ...
Vésteinn Lúðvíksson tilheyrir týndri kynslóð í íslenskum bókmenntum. Hann var í senn upphafsmaður og helsti hugsuður nýraunsæisins á áttunda áratugnum, sprenglærður í marxískum kenningum um samband bókmennta og samfélags. ...
Það sem er kannski mestur vandi við að semja sögulegar skáldsögur er að finna sjónarhorn á þá atburði sem lýst er. Hefðbundin mikilmenni sögunnar eru oft svo yfirþyrmandi í stærð sinni og sögurnar sem til eru af þeim svo margar að það kaffærir sögur að hafa þær í miðpunkti, það verður ekkert rými til að skálda. ...
Andlit | 07.04.2010
Bjarni Bjarnason er kynlegur kvistur í íslenskum bókmenntum. Hann hóf feril sinn á því að gefa sjálfur út ljóðabækur, skáldsögu og prósa og virtist una sér ágætlega á jaðrinum. Verk hans voru sum mikil að vöxtum og ekki alltaf árennileg, enda náðu þau athygli fárra. ...
Kvæði 03 | 07.04.2010
Í lok bókarinnar Kvæði 03 eftir Kristján Karlson birtist "Athugasemd höfundar" en þar lýsir skáldið því hvernig hann hefur sett bókina saman eins og ljóðaflokk og númerað og nefnt 8/34 (ath brot, 34 hækkað með striki undir). ...
Hrapandi jörð | 07.04.2010
Tyrkjaránið árið 1627 er einhver skelfilegasti og um leið ævintýralegasti atburður Íslandssögunnar. ...
Nú þegar allskyns ævintýralegar bækur njóta mikilla vinsælda er alveg kjörið að rifja upp þá klassísku höfunda sem lögðu línurnar fyrir einhverjum öldum síðan. Einn slíkur er bandaríski höfundurinn Edgar Allan Poe, sem var á sínum tíma (1809-1849) – og er jafnvel enn – gífurlega áhrifamikill rithöfundur og hugmyndasmiður. ...
Hálfbróðirinn | 07.04.2010
Það er einkennilegt ástand í norrænum bókmenntum þessi árin. Á meðan Danir eiga í stöðugum hjaðningavígum um hvort sé dauðara, mínímalískur naflaskoðunarskáldskapur þar sem skáldsögurnar fara allt niður í 48 síður eða hinar stóru frásagnir raunsæisins... ...
8 gata buick | 07.04.2010
Ég verð að játa að ég var orðin óttalega leið á mínum gamla vini Stephen King, mér fannst hann vera orðinn óttalega vellulegur eitthvað og gaf upp andann af leiðindum yfir Grænu mílunni. Og hef ekki litið í bók eftir hann síðan. ...
Það þarf varla að fara mörgum orðum um það að tónlistarkonan Madonna er fræg fyrir allt annað en að vera barnagæla eða sérstök fyrirmynd ungra stúlkna í góðum siðum og móralskri hegðun. ...


Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál